mér tókst með mikilum meðfæddum hæfileikum að rífa af mér andlitið með innréttingu í kaffinu áðan. þetta atvikaðist þannig að ég ætlaði að skutla mér (mjög fimlega, auðvitað) upp á eldhúsvaskaborðið til að geta teygt mig í gluggann og opnað hann.
skutla mér!
halló ungfrú tvöhundruð kíló!!
í brussuganginum skallaði ég einhverja hillu og er með skurð fyrir ofan hægra augað. ekki mjög djúpan sem betur fer ("tóta, áttu klórukisu?" spurði eitt fíblið) en ég held ég hafi skekkt gleraugun mín. það var svossem á það bætandi. hefði þetta nú verið á enninu.... eins og Harry Potter sko. þá væri þetta bara kúl, en neinei....
þetta kennir manni að vera ekkert að opna glugga að óþörfu, ef manni er heitt á maður bara að fara út eða fara úr. eða fara úr úti.
svo er blogger í klessu.
mikið er ég fegin að ég er að fara heim eftir korter....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli