miðvikudagur, júní 25, 2003

æfingin í gær var næstum því jafn slæm og í gær, þ.e.a.s. við vorum ekki eins lengi í nútíma ruslinu. skrítið... það er nú ekki eins og Jórunn Viðar sé einhver oldie. við erum að fara að flytja "Sláttu" eftir hana. geggjað maður.
töff verk. soldið bíómyndalegt.
það er komið hádegi og ég ætti nú eiginlega að drulla mér í mat... ég bara nenni því ekki, svo er ég líka eiginlega nýkomin. OG ég á bara eina skyrdollu til að borða, en mig langar í ekkvað miklu meira.
úff púff, hvað er erfitt að vera ég.
eða eins og krúsílíusinn minn hún Svafa sagði á Eiðum
"hey, það er bara full-time job að vera manneskja!"

Engin ummæli: