þar sem bullið nær yfirhendinni oftar en þig grunar // the blabbering blob
mánudagur, júní 23, 2003
þótt ég sé tiltölulega ennþá soldið úrill (tala nú ekki um eftir að ég prentaði út Skagafjarðarsýslu -Aftur! ekkvað sem gerir hvern mann brjálaðan...) þá ætla ég nú aðeins að "kovera" föstudaginn, þar sem ég get skellt einni mynd með.... með góðfúslegu leyfi Iðunnar, sem hélt brjálaða partýið.
en byrjunin var á þá leið að mér tókst með miklum herkjum og útúrsnúningum að komast undan því að fara í djúpu laugina þar sem Mýa var spyrill á ÞRJÁ mjög svo ljóta unglings-stráklinga með Vigni, fríðu og eydísi. fór í staðinn niður í tónlistarskóla og rifjaði upp hvernig maður heldur á víólu. við hittumst svo á café aroma þar sem einhver trúbador var að raula í míkrófón með kassagítarinn sinn. það eina sem var leiðinlegt, en það var það leiðinlegt að við urðum frekar mikið soldið fúl, var að það var magnað upp með ÞVÍLÍKUM látum að við heyrðum ekkert í hvoru öðru meðan við sátum við borðið, fluttum okkur út eftir að hafa mjög skýrlega gefið í skyn að við heyrðum ekkert hvort í öðru (t.d. með því að tala MJÖG hátt og tala mjög hratt á milli laga, setja hendurnar upp að eyrunum, gretta okkkur þegar hann tók háu tónana og fleira í þeim dúr...). þá hringdi iðunn blessunin, eftir að Baldur hafði gert ítrekaðar tilraunir að ná í mig (það heyrðist ekkert út af látunum). okkur var boðið í party, við palli sérstaklega viðbragðsfljót að redda okkur áfengi og svo var brunað inn á Njálsgötu. sem ég hélt reyndar að væri í hlíðunum... förum ekki nánar út í það.
þar var ásamt þeim iðunni karate snillinn Ari, sem reyndist bara mjög skemmtilegur. við drukkum nottla helling, hlóum og svo var gítarinn tekinn upp og nokkur vel valin lög tekin. haldiði þá ekki bara að fólkið á neðri hæðinni hafi barið í loftið með kústi!
þvílíkur heiður!
þetta hef ég aldrei á ævinni lent í, og hef ég þó oft verið með mikil læti. váááááá... þetta setti gjörsamlega i-ið yfir hamingjuna og gleðina sem á eftir fylgdi því stuttu seinna, því eftir að hafa sturtað í sig heilan helling í viðbót og KELLINGARNAR sem ekki þola almennilegt djamm voru farnar heim til sín að lúlla fórum við iðunn og palli niðrí bæ.
sneld!
ég og palli dönsuðum eins og bavíanar á nellýs langt fram á nótt (ég sá meira að segja sætan strák sem var EKKI hommi!) en kíktum svo einn hring á Spotlight. ég settist á borð hjá einhvejrum voðalegum bissness manni og talaði við hann um einhverjar íbúðir í margar mínútur (og drakk bjórinn hans í leiðinni). svo drulluðum við okkur bara heim í góðum fíling.
vá hvað var gaman.
úff!!!
:D
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli