miðvikudagur, apríl 30, 2003

ég er að spá í að fara heim með hann Jón. það er orðið svo þröngt um hann í þessum ljóta hvíta potti. hann er orðinn litlaus og aumingjalegur.
ja svei!
annars erég bara hress að vanda, þrátt fyrir hræðilegar fréttir um komandi sumar :( sif hringdi hér með grátstafinn í kverkunum og mátti vart mæla. ég hef nú reyndar ekki jafn dramatískar tilfinningar til dæmisins, og tel ekki gott að taka grátköst fyrr en allar aðrar leiðir eru uppþornaðar eins og hann Jón er að verða í glugganum.
en maður harkar af sér, enda mikill víkingur í aðra hvora ættina.
jessörí Bob
en égfór í bíó í gær með Elsku Krúttinu honum Vigni Frey, fórum á myndina 28 days later sem er svona huh... ekki alfeg framtíðarmynd, vegna þess að hún gæti gerst í samtímanum en hryllingurinn er ógurlegur. minnir mig soldið á staðleysubókmenntaáfangann sem ég er að beila á.
brrrr....
horror.
Þetta er Ó G E Ð S L E G A skemmtilegt!!!
:D


komin heim á skjaló með viðgerða tönn og svei mér þá ef ég brosi ekki bara. þetta var als ekki vont og síður en svo ógurlegt. ég var réttsvo farin að emja "ó-ó" og þá var það bara búið! :D þvílík snilld. ég ætla alltaf að vera með svona næs tannskemmdir. híhíhí.
svo fór ég meira að segja í Kringluna vegna þess að ég ætlaði að kaupa mér Teva skó. en þeir áttu bara Kvenmanns Teva skó og þeir eru svo ógeðslega mjóir að klumpu-flat-fitabollu-fóturinn á mér kemst ekki með góðu móti fyrir á botninum og svo eiga þeir bara karlaskó FRÁ stærð 40. hvað er eiginlega málið? er virkilega ekki gert fáð fyrir því að fólk sé með svoaðsegja ferkantaðan fót?
þvílíkt misrétti!
þetta er nú eitthvað sem stjórnmálaflokkarnir mættu impra á, þó ekki væri nema í eins og einum sjónvarpsþætti....
ég er að fara til tannlæknis núna eftir korter. úff hvað ég/mig/mér kvíður/kvíði fyrir. ég er svo skelfing hrædd við tannlækna. ekki að þeir séu eitthvað hryllilegir, hvað þá að hún Ásta sé ógurleg, þar sem hún situr sönglandi og gerir við geiflurnar í manni. en úff! öll þessi tæki og tól, tala nú ekki um þessi sem eru tengd við rafmagn og gefa frá sér svona bzzzzzzz hljóð? hvernig getur þetta verið gott fyrir mann?
rafmagn og munnur? á þetta að vera eitthvað grín?
ég vildi allavega ná að kveðja hinn himneska Bloggheim, ef ég skyldi deyja úr stressi áður en til tannviðgerða kæmi.
reyndar er ég alfeg ofsalega þreytt. kannski ég sofni bara og þegar ég vakna er þetta ALLT saman búið :D mikið væri það nú indælt...
Þetta er Snilld :)
ég fór í sund í morgun, voða dugleg. og mamma kom með! hressi jarðfræðingurinn reif sig á fætur og tölti í sund með tótu sinni. ef við værum ekki svona BUTT-leiðinlegar á morgnana og fúlar, hefðum við vel getað átt "kvolití tæm" en við gerðum þögult samkomulag um að þegja. enda er erfitt að tala saman í sundi. en hressar vorum við eftir á og blöðruðum eins og blöðrur... hmmm.
en ásbjörn bróðir minn fór í massafílu, þurfti nefnilega að vakna sjálfur og finna skóladótið sitt alfeg upp á eigin spýtur. æj. og ekki nema 11 ára. litla skinnið. enda var hann hálfgrenjandi þegar við mættum honum og hafði ekki fundið skólatöskuna sína.
gaman að því hvað yngri systkini geta verið ótrúlega óhæf í einfalda hluti.... (ekki þú Dagga mín)

þriðjudagur, apríl 29, 2003



haldiði ekki barasta að hún Sunna Sveins hafi kíkt í heimsókn og verið svona líka hress. með fjólublátt naglalakk og ég veit ekki hvað og hvað. hún var s.s. á Hlemmi (ekki að hanga, þurfti að taka strætó) og bara gat ekki annað en kíkt við hérna á Skjaló. ég gaf henni meira að segja kaffi í Gestabolla og mjólk úti það líka, reyndar G-mjólk, en alfeg sama... mjólk fyrir því. þetta ættu ALLIR að taka sér til fyrirmyndar (þ.e. koma í heimsókn, ekki nota G-mjólk) og apa eftir henni Sunnu alfeg óhikað. það er svo gaman að fá gesti! manni hættir að vera óglatt í smástund yfir helv. manntalinu.
annars er það helst að frétta að ég er alfeg að fara að beila á þessu öllu saman og drífa mig heim, og svo er Eydís farin að nota Z í annað hvert orð... hvað er eiginlega málið með það?

já það er svona líka hress skúringarkall hérna á skrifstofunni okkar. hann er með mjallahvítt hár og talar skrítna íslensku. ég held að hann sé geimvera... en það sem er fyndið (eða soldið fyndið....) er að hann skúrar alfeg eins og amma mín :) tekur kraftinn á þetta. Hörku-Hreint eins og við köllum það. því meiri læti sem hægt er að gera með skúringargræjunum, því betra.
hverjum hefði dottið í hug að ég myndi fá mér TVEGGJA TÍMA göngutúr, og það inní Reykjavík?
jah ekki mér, en sú var nú samt raunin í gær. var á skjaló til 6 og ætlaði svo á kaffihús að hanga til 8, en þá var Halldóra að fara að spila yfir stigsprófið sitt í tónskóla Sigursveins. svo labba ég af stað, ætlaði að fara á conditori hjá hótel Esju, en viti menn! það var lokað. sem er nottla ekkert nema hneyksli, svo ég vitni í bréf sem ég skrifaði í gær, þannig að ég sá mig nauðbeygða til að labba aðeins lengra. og í stað þess að snúa við og taka stefnuna á miðbæinn þar sem kaffihús eru á hverju strái, þá labbaði ég niðrí laugardal. skoðaði grasagarðinn, sem er næstum því nálægt því að nálgast græna litinn og sá ýmislegt skemmtilegt. t.d. fólk sem var að stunda MJÖG áhugaverða íþrótt, sem felst í því að hreyfa sig eins hægt og maður getur, með jafn fáum líkamspörtum og mögulegt er að nota án þess að detta.
ég held að þetta sé tilvalin íþrótt fyrir mig....
svo sá ég líka skokkara, sem voru ýmist froðufellandi eða með brjálæðisglampa í augum, nokkrar kellingar með börn og svo krakkabjána á hjóli. oj. en á milli þess sem ég gekk þarna í næstum því grænni náttúrunni, skrifaði ég bréf, sem var mjög skemmtilegt og áhugavert.
en vó, ég held ég drífi mig í kaffi áður en skúringarmaðurinn skúrar mig til dauða :o

mánudagur, apríl 28, 2003

enn og aftur er ég farin að hanga uppí/niðrí/uppá/niðurá skjaló EFTIR vinnutíma. hvað er eiginlega að mér? held ég að hérna sé gaman að vera?
reyndar er þetta ekki svo slæmur staður. tala nú ekki um þegar maður fær svona líka ÓGEÐSLEGA góða köku í kaffinu hjá henni Öddu beib. en ég var nottla mega stabíl, fékk mér bara Eina Litla Sneið og hljóp svo öskrandi útúr eldhúsinu svo ég myndi ekki háma restina í mig. úff.
rosalegt þegar þetta skellur svona á mann.
en allavega. ég er að fara að hlusta á hana Halldóru dúlluendaþarmsop spila yfir stigsprófið sitt núna á eftir, svo er spurning um að spyrja hvernig liggi á þeim Sigursveins stúlkum með samstarf næsta vetur... maður er svo andsk. virkur þessa daganna... ha?
Oh já!!!!
ég vissi þetta allan tímann. nú er bara að setjast við símann og bíða. en ég veit allavega að við verðum hamingjusöm til æviloka, en við verðum vitaskuld að vinna í sambandinu... tala saman o. fl.
:)
vó!
sumt fólk hefur bara EKKI neitt við tímann að gera....
Ahahah!
þeir voru nú aldeilis hressir í Mosfellssýslunni á 19. öld, haldiði ekki að ein hjáleigan heiti Amsterdam?
Flipparar!
kannski eru afkomendur þessa bæjar sem reka barinn niðrí bæ... hvað veit maður?
segiði svo að það sé ekki Stimmung að vinna við að slá inn Manntalið 1835!!
núna er það nýjasta að gera sér myndasíður á netinu... hmmm... maður myndi nú líka kannski fá sér svoleiðis ef maður ætti stafræna myndavél. en neinei! því er ekki fyrir að fara :( En Allavega... til að allir geti nú notið þess til fulls ákvað ég bara að gera linka-dálk. og í staðinn lagði ég niður dálkinn "hverjum ertu skotin í?" vegna þess að hann var hallærislegur... :p


Fyrsti dagur hinnar nýju tótu byrjaði snemma, eins og allir nýju dagarnir hennar eiga eftir að byrja. eh.... en allavega þá fór ég í SUND í morgun. Ferskja punktur is mætt. og ógleði dot com. en ég náði þó að synda einar 20 ferðir í suðurbæjarlaug hafnarfjarðar án þess að nefbrjóta nokkurn mann. svei mér þá. ég synti meira að segja hraðar heldur en stelpan í bikiníinu og gamli maðurinn með svörtu geirvörturnar. freaky shit í gangi þarna á morgnana, maður veit ekkert við hverju á að búast. mæli ekki með því að fólk mæti (meira pláss fyrir mig, hehe). svo fór ég heim og fékk mér MORGUNMAT. en það er eitthvað sem hefur held ég ekki gerst síðan ég var á leikskóla í danmörku ´85 og öll börnin borðuðu morgunmat saman á morgnana.
málið er og ástæðan fyrir þessari alltof miklu framkvæmdagleði er einfaldlega sú að ég er komin með "verðaðveramjósteríótýpa-syndrómið". ætli ástæðan sé ekki sú að ég var í fyrsta skiptið edrú heila helgi og heilinn náði í alvörunni að hugsa skýrt í nokkrar mínútur...
sem er nottla hneyksli, ég stefni á að verða atvinnuhljóðfæraleikari! eins gott ég nái mér í stinnan kropp sem fyrst, svo ég geti farið að einbeita mér að því að safna bjórvömb. aaaaaah.... bjór.....

sunnudagur, apríl 27, 2003

gleðilegan fyrsta sunnudag eftir páska!
ég er heima hjá Vigni mega beib og er að fara að borða grillaðan kjúlla!!! og það er sallat með eplum og ananas með!
við vorum sko að þrífa bílinn hans í dag. dugleg dauðans. svona er maður almennilegur.
en ég get með stolti sagt að helgin er búin að vera róleg. stóðst meira að segja brjálaðislega freistandi boð frá Arnari um að fara á fyllerí... en svona er maður stabíll, ha?
svo er stefnan tekin á ennþá meiri hollustu... sund í málið!!!!

föstudagur, apríl 25, 2003

jess.
þá er að fara að DRULLA sér heim til sín og liggja þar eins og hálfviti þar til mér dettur eitthvað sniðugt í hug að gera. jesús. dagga systir er að fara í svona læri-maraþon, allir 10 bekkirnir í setó ætla að læra í alla nótt. voða er fólk orðið klikkað... :) ég var nú bara heima hjá mér fyrir samræmdu í rólegheitunum. kannski aðallega að mamma væri að stressa sig. en ég meina hey.
svo er ég búin að vera að hlusta á klassisk DK í allan dag. drullunett. þetta er s.s. "klassíkó effemmó" þeirra dana, og hægt að hlusta á það í gegnum netið. vá hvða ég er mikið nörd. :p
en góða helgi fólk!


þetta er hann Daníel beib sem einni vinkonu minni finnst vera aðeins meira beib en aðrir... :)
OJ!!! Jennifer þó!
þessar poppstjörnur eru svo óforskammaðar, að það hálfa væri nóg!



ef ég væri önd myndi ég segja bra-bra...
mig dreymdi í nótt að ég væri á árshátíð tónlistarskólanna, og það var svo góður matur að allir átu á sig gat og sofnuðu ofan á borðin. mjög skondið. nema ég var brjálaðislega fúl vegna þess að ég ætlaði að djamma svo geðveikt mikið.

miðvikudagur, apríl 23, 2003



jæja. síðasti vetrardagurinn komin til kastanna. og allt ætlar um koll að keyra. nema ég verð ekki á bíl, stefni á glimrandi glansandi hommadjamm með Arnari sæta og Haffa Oooooofur sniðuga, skemmtilega, stælta, fallega og myndarlega (ætla að sleikja hann soldið vel upp svo hann bjóðist til að klippa mig fallega fyrir lítinn pening (hí hí)).
en það sem verra er, að fyrst þarf ég að spila á tónleikum með tónó í rvk, tónsmíðadeild. ælupoka takk!
kannski verður þetta ekkert svo slæmt, ha... þórunn vala dúllurassgatið mitt verður að syngja með og svo er ella vala, stulli og svafa ekki langt undan (hið himneska horntríó). sitja reyndar bara rétt hjá mér í einu verkinu. og Finnbogi "krúttiðsemeralltafmeðlokuðaugunámyndum" verður að spila með og ef ég þekki hann rétt, þá má maður nú aldeilis eiga von á góðu flippi á þeim bænum. þannig að ég verð umkringd skemmtilegu og fallegu fólki, hvað er ég að kvarta þótt tónlistin sé verri en andskotinn sjálfur og hljómar eins og midi útgáfa af ísskáp að hrynja niður stigapall?
mér er spurn? en VÓ! verð að drífa mig í ríkið áður en örtröðin byrjar. maður vill nú ekki lenda aftarlega á merinni. helvítis merin maður....
en Gleðilegt sumar krúttin mín sem eruð svo sæt að lesa bloggið mitt :* án ykkar væri ég ábiggilega ekki svona ógeðslega hress alltaf hreint (jesssss.....)
gott ef að Þetta sé ekki ein mesta snilld sem upp hefur komið lengi. Andrew Carlssin, we salute you!



Begga bjútí, sem er by the way, komin með nýja bloggsíðu sendi mér þennan líka ótrúlega netta link. ég er búin að veltast hér um af hlátri, sérstaklega þátturinn um útileguna... hoho!
en jó!
EKKI fyrir viðkvæma :) :)
þetta er samt ótrúlega nett! ég er með svo sick humor.
ég var að fatta í enn eitt skiptið hvað ég er ógeðslega leiðinleg. stundum fer fólk ótrúlega í taugarnar á mér, þó það sé ekki að gera neitt. meira að segja stundum þegar að fólk er vingjarnlegt við mig þá fer það í taugarnar á mér. jesús. svo sofnaði ég næstum því í hádeginu, en reif mig upp og vaskaði upp. eins gott það verði kaka í kaffinu mér til heiðurs!

Enginn er svo nískur að hann tími ekki að spara.
Oft gerist sjaldan nema stundum.

Betra er að ganga fram af fólki en björgum.

Betra er að fara í bíó en taugarnar á fólki.

Betra er langlífi en harðlífi.

Oft má lík kjurrt liggja.

Margur verður ekki róni fyrr en hann er orðin róni

þriðjudagur, apríl 22, 2003

jey!
ég er chandler!! hehe
reyndar var ég aðhorfa á friends á laugardaginn og SJETT hvað þeir eru orðnir þunnir. ég hef reyndar lítið horft á þættina (því miður) en í minninu á mér voru þeir miklu fyndnari og mi-hi-klu-hu skemmtilegri...




I'm Chandler Bing from Friends!

Take the Friends Quiz here.

created by stomps.




Er hægt að vera meira Eskimó-beib?




KOMNIR MYNDIR Á www.baldurmegabeib.com!
frá því á skemmtilegustu árshátið í heimi. vá hvað var gaman.
ég veit nú ekki hvort ég megi vera að auglýsa þetta svona... sumt fólk er svo ótrúlega spéhrætt á myndirnar sínar. skal þá engin nöfn nefna... en hey. Baldr fer þá bara í MassaFýlu út í mig og neitar að þiggja af mér bjór næst þegar ég sé hann.
hehe. ég þekki mitt fólk ;)
mikið hefði nú annars bætt rós í blómvöndinn að hafa hana döggu litlu sætu systir með... úff. þáhefði nú rokkið ROKKAÐ!

ég fæ þvílíkt nostalgíu kast að skoða þessar myndir! argh, hvað var GAAAAAAAAAAAAAMAAAAAN!!!!!
Gullfuglinn

Nú er hann floginn frá mér á ný
fuglinn minn gyllti
um tíma sér tyllti
við hlið mér og söng
og mitt hjarta af hamingju fyllti

Nú er ég einmana orðin á ný
ekkert mér ánægju gefur
sólin í hafinu sefur
á botninum rótt
svo myrkrið mig alla umvefur

Nú þrái ég heitast að sjá hann á ný
og heyra sönginn hans hljóma
böðuð sumarsins ljóma
og brosa mót sól
í faðmi blómstrandi blóma.
tóta litla svaf svo aldeilis yfir sig í morgun, að annað hefur nú varla nokkurn tíma gerst. lét klukkuna hringja kl. 7 og ætlaði að vera mætt 8 í fjörið á skjaló, en viti menn, rýk upp með andfælum þegar klukkan er 10 mín yfir 10. var nefnilega að dreyma hann Hrafn sem vinnur með mér.... brrrr

sunnudagur, apríl 20, 2003


Gleðilega páska elskurnar mínar.
je.
ég er að beila á bókmenntafræðinni, hehe!
:(
búið að vera svo mikið að gera hjá mér, aðallega í sambandi við að drekka ógeðslega mikið, henda niður fatahengjum og tala af mér í bílnum á leiðinni heim. smart. svo á hún Eydís sæta afmæli bráðum.... miðvikudag eða mánudag og bauð okkur elskunum í mexíkóskan mat í gær. geggjað gaman. soldið fyndin stemming, skiptumst á að vera í kósí fíling og trúnó fyrir framan arininn og svo að öskra og æpa á stofugólfinu í trylltum dansi :) en gaman var það. við eyfi reyndum alla vega þrisvar að vera í einrúmi til að slúðra, taka nettan trúnó á þetta, en tókst illa til. svona fer þegar maður er svona fokking vinsæll að fólk getur bara ekki af manni séð. hmmm.... eða ekki.
en það var drulluskemmtilegt.
skemmtilegt var líka í afmælinu hans baldurs páls á föstudeginum, þótt að þar hafi ekki verið neinn arinn. bættum það upp með töluvert meiri drykkju. svo stal ég bjór af nördavinum hans áður en við fórum í annað partý. sorry strákar. :D
svo vil ég þakka steina sæta, alfeg innilega fyrir góðan smell í gær, you go girl, YOU GO!!

mánudagur, apríl 14, 2003

jæja... nú fer ég að fara að týja mig burt héðan. ótrúlega er samt notalegt að hanga bara hérna uppá skjaló :) vera bara í rólegheitunum og finna tímann líða áfram eins hægt og honum sjálfum hentar. enginn er með stæla og það er aldrei neitt vesen, bara dauft suðandi hljóð í stóru tölvunni í hliðarherberginu.
voða huggulegt allt saman.
kannski soldið þungt loft. en jæja, maður má ekki vera heimtufrekur og vilja fá allt. ró, frið OG ferskt loft. fyrr má nú vera.
svo fer ég að leggja af stað niðrá Kaffi Kúltúr (takkí nafn dauðans!) og get þá alfeg setið í rólegheitum og lesið í hálftíma. ég er að spá í að reyna ða rembast. drulla niður einhverri ljótri asnalegri ritgerð um Leiðina til Rómar og senda þetta út. éger svo gott sem búinað ná, enda fékk þessa líka himinháa einkunn í miðsvetrarprófinu (6,6 hehe). bara spurning um að drífa þetta af.
maður er engin kelling.....
:)
ég ætla að minnka letrið á þessari síðu... það er of stórt.
úff!
sem betur fer var kápan mín ennþá uppí Versölum. ég veit ekki hvað ég hefði gert hefði hún týnst. þetta er BURBERRY kápa, skiljiði. en allavega þá fór ég áðan og náði í hana, fór svo og keypti mér flatkökur í bónus og hvítlauksost til að hafa í hádegismat.
og þær voru HRÁAR!!! hvað er fólk að spá, að framleiða og selja hráar flatkökur!!!
þannig aðég er að drepast í maganum og langar heim að sofa. en nei-nei, þá er ég búin að lofa mér á kaffihús með tónópakkinu kl. 7. drottinn blessi mig. þetta verður nú meira maraþonið. híhíhí. en ábiggilega gaman. eða ég vona það.
ungfrú BEILER, eyjólfur hringdi í mig áðan og var hress. á leiðinni að heimsækja ömmu hennar ingunnar. oh, hvað mig langar að heimsækja ömmu hennar ingunnar, en nei-nei, ég er víst ekki nógu almennileg til að hægt sé að taka mig með að heimsækja ömmur. hmmm....
oh jæja. skelfingar bull er þetta :p


en já. það var ofsalega gaman. drottinnminn dýri. svo endaði helgin með ROBOCOB maraþoni heima hjá vigni. til stóð að við værum fjögur en úr varð að aðeins tveir sáu sér fært um að eyða tíma sínum í lágmenninguna, en það munu vera við Vignir. enda ROKKUM við feitt. ég samt örlítið feitara, því ég náði að halda mér vakandi þar til rúmar 20 mín voru eftir að robocob 2, vignir dó mun fyrr.
enda er maður frekar slompaður núna í vinnunni. eiginlega hálfóglatt bara af þreytu.
og svo er spurningin ógurlega að byrja að brjótast um... á ég að taka próf í staðleysubókmenntum 3. maí og á ég að gera ritgerð um Leiðina til Rómar?
kominn dánumagur enn á ný og jón og adda strax farin að rífast um pólítík. og ég tók ekki með mér geislaspilara eða húfu eða eitthvað til að deyfa hljóðið í þeim. úff. þvílíkt og annað eins. ég held ég hafi ekki verið svona þreytt í mörg ár. en helgin krakkar mínir....
oooooooooooohhhhhhhhhhhhhhhhh HVAÐ VAR GAAAAAMAN!!!!
mæli eindregið með því að allir fari á svona skemmtilega árshátið einsog ég fór á laugardaginn.
garg.

laugardagur, apríl 12, 2003

hindemith darling.
fólk getur verið svo furðulegt. je!
híhí :)

föstudagur, apríl 11, 2003



jæja jæja jæja, nú ætla ég bara að drulla mér heima og gera brauðrétt fyrir allann þann aragrúa af fólki sem mun koma á kammersveitartónleikarana.
je!
var ég búin að taka fram að ég er að fara að spila sóló?


vitiði hvað er sameiginlegt með víólu-sólói og sprengju?
um leið og þú heyrir það byrja, er orðið of seint til að gera eitthvað í málinu.
hohohoho!

Talandi um það, haldiði ekki bara að hann ási bróðir sé að taka fyrsta stigs próf í dag kl. 13:45 á blokkflautuna sína. oh, hann er svo klár. reyndar hringdi hann í mig áðan og var ekki viss hvenær prófið byrjaði. og var búin að týna einhverjum miða sem hann þurfti að taka með. alltaf jafn sniðugur hann ási. je!
föstudagur til fjörugra tónleika.
eða kannski er fjörugir ekki alfeg rétt orðið.
ég er s.s. að fara að spila "Trauermusik" Hindemiths í kvöld með kammersveit tónlistarskóla hafarfjarðar, algjört sóló í næstum 10 mínútur. og þokkalega "open heart surgery" eins og gummi kennari segir.
úff.
svo er ég líka með þetta utan að. þetta er allsvakalegt prógramm sko. svo er hildigunnur rúnars líka að fara að tralla eins og eitt stykki mozart ariu, jubilate eða hvað hún nú heitir. arían sko, ekki hildigunnur. hún heitir nottla bara hildigunnur, þótt hún sé söngkona og sé að fara að syngja mozart aríu.
en vó! endilega allir að mæta, annars er mér að mæta. (tóta kandarabrelling!)
byrjar kl. 20:00 og er í Hásölum, tónlistarskóla hafnarfjarðar :)
kökur, kaffi og SKEMMTIATRIÐI á eftir tónleikunum...

þriðjudagur, apríl 08, 2003

I am 49% Evil Genius

I want to be evil. I do evil things. But given the opportunity, and a darn good reason I may turn to the good side. Besides I am probably a miserable evil genius.

Take the Evil Genius Test at fuali.com
ég held að það fari mér illa að eiga vini. mér tekst alltaf að gera eitthvað sem veldur því að þeir fara í fýlu út í mig. og svo veit ég aldrei hvað það er sem ég geri. verð bara asnalega og skil ekkert. þegi.
guði sé lof fyrir litla systur á tímum sem þessum.
úff hvað sumir dagar eru vondir.
í morgun hélt ég til dæmis að það væri miðvikudagur. svo ég ætlaði bara á fætur uppúr níu og fara í skólan kl. tíu. svo ákvað ég að fatta að það væri þriðjudagur og fór þ.a.l. á fætur. þá mundi ég að víólan mín væri niðrí tónó frá því í gærkvöldi. svo ég arkaði þangað í DRULLU rigningu en fattaði svo fyrir utan dyrnar að ég hafði gleymt lyklunum. svo ég fór aftur heim og EKKI minnkaði rigningin.
svo tók ég strætó í vinnuna og feit gömul kelling settist ofan á mig. eða svona næstum.
en það voru allir mjög góðir við mig í vinnunni svo ég ætla að hætta að væla.
vondur dagur.

mánudagur, apríl 07, 2003

jæja, komin tími til að pilla sig heim. búin að vera í vinnunni í allan dag. fyrir utan þegar ég fór í hádegishlé og át súpu ogbrauð með honum eyfa sæta. drottinn minn dýri hvað það var vond súpa. en svo hittum við líka hann Stebba stuð og það er nú aldeilis alltaf gaman :) og viti menn! hann er ennþá með gamla símanúmerið sitt, sem er gjörsamlega Ógleymanlegt:
kynlíf-í fyrra-í fyrra-kynlíf-kynlíf
en það sem þarf að fylgja sögunni er kannski að þessi fallega minnisvísa var samin árið 1999.
úff hvað maður er orðinn gamall....
haldiði ekki bara að ég sé talan TVEIR.
nú held ég að hann Vignir minn verði abbó ;)


I am the number
2
I am friendly

_

what number are you?

this quiz by orsa

Betra er að sofa hjá en sitja hjá.
ég fór í matarboð á laugardaginn. það var heima hjá þeim Arnari og Haffa á Guðrúnargötunni. úff hvað það var ógeðslega gaman. ég og íris áttum góðar syrpur af fyndnum sögum (búrúm-búm tsjiss. úh-ú) og svo slefaði Embla á fótinn á Baldvini. hehe. en fyrst ég er nú byrjuð að telja upp hverjir voru þarna, verð ég víst að telja hana Guðný Birnu upp líka. hún fékk sér ekki sjávarréttarsúpu sem er afar dónalegt.
ásdís var ótrúlega sæt og skemmtileg og kom með rauða vinkonu sína. svo kom ágúst líka, en hann er rauðhærður. þetta var allt hið skemmtilegasta og eftir að hafa skundað á vel flesta "skemmti"staði reykjavíkur keyptum við pizzu og fórum heim. ég fékk að sofa á sófanum og er ennþá að drepast í mjöðminni.
svo dró vignir mig á verzló kórs tónleika, en vinur okkar hann Hreiðar Ingi er kórstjórinn þeirra. það var bara fínt, hefði nú kannski verið fínna hefði ég ekki verið svona drulluþunn. en hann Hreiðar má svo sannarlega skammast sín fyrir að skrifa í efnisskránna að hún Eva hafi spilað á fiðlu, þegar hver maður sá að þarna var falleg og hljómfögur víóla.
skammi-skamm!
svo horfði ég á vídjó um kvöldið með viggóskan, bróður hans og vinum. "The Thing". svona geimverumynd sko, voða hressandi.

föstudagur, apríl 04, 2003

jón viðar er snillingur eins og áður hefur komið hér fram.
núna var hann að fatta það að ef maður drekkur mikið vatn, þá er pissið eiginlega alfeg litlaust. þá þarf maður ekki að sturta niður, og þ. a. l. þarf maður ekki að þvo sér um hendurnar.
mjög úthugsað hjá honum, ekki satt?

bandaríkjamenn eru hálfvitar. þetta vita nú allir og er eiginlega orðin almennur fróðleikur, sem mætti þar af leiðandi nota sem heimild í ritgerð, ef ég gerði ritgerð. sem ég á að gera. en ég ætlaði nú til staðfestingar að linka yfir á lista yfir BÆKUR BANNAÐAR Í BANDARÍKJUNUM 1990-1992. þ.e. bannaðar á almenningsbókasöfnum og skólum. bendi sérstaklega bók nr. 13.
stundum á maður bara ekki orð. hvað þá heila bók...
Iðunn er sæt og skemmtileg og ég ætla að stela þessum link af síðunni hennar og setja á mína, einfaldlega vegna þess að hann er FRÁBÆR!!!!
eða hún er frábær.
síðan sko.
og Iðunn.
vona að hún lögsæki mig ekki og beri fyrir sig óskrifuðum lögum bloggara um að stela ekki linkum af öðrum. hmmmm....

allavega... linkurinn er hér til hægri :)
og HVAÐ er eiginlega málið með að mæta í vinnuna kl. 8:34?!
jesús minn.
enda er enginn mættur. bara ég og pottaplantan jón. þaðheldégnú. ´
gærdagurinn var stórmerkilegur. byrjaði á því að heimasækja gömlu góðu Flensuna á hamrinum. það var svo óhugnalegt að ég hef bara sjaldan upplifað annað eins. ég ráfaði þarna um í hálftíma eins og ELSTA mannvera í heiminum og þekkti ekki eina einustu manneskju. allir litu út fyrir að vera svona 10 árum yngri en ég og allir voru með fýlusvip. er svona leiðinlegt að vera menntaskólanemi? en svo labbaði ég fram á hann Andra Eyjólfsson (guð blessi þig Andri minn) sem bæði og brosti og var skemmtilegur. og hann sagði meira að sega brandara! þannig að ég fékk aftur smá trú á mannkynið. svo sá ég hana Telmu sætu, sem kallar mig frænku sína og þá urðu nú aldeilis fagnaðarfundir. hún gerði mér meira segja þann ÚBER greiða að fá lánaða bók fyrir mig á bókasafninu sem vonlaust er að fá nokkursstaðar, svo það er aldrei að vita nema égklári helv. bókmenntaritgerðaáfangann.
takk elsku Telma :*
síðan æddum við gervi-skyldmennin niður í matsal og ég fékk mér "gamladags" langloku með sinnepssósu og kók í dós. reglulegt nostalgíukast sem fylgdi þeirri máltíð, get ég sagt ykkur. jummí! og konurnar í matsölunni þekktu mig meira að segja!!! ég fékk nú bara sting í hjartað. það er greinilega ekkert jafn hræðilegt að vera orðin næstumþví 23 ára og ég hélt... :) veiveivei

fimmtudagur, apríl 03, 2003

hér er eyfi í beinni útsendingu, er í símanum sko....
hmmm...
litla tenór greyið er að fara að syngja á tónleikum, allir að mæta. :)

miðvikudagur, apríl 02, 2003

jæja, gestabókin komin aftur þar sem hún á að vera. fattaði allt í einu að gestabókin var bara ekki lengur þar sem hún á að vera. en nú er hún þar sem hún á að vera.



The Cat's Diary
DAY 752-My captors continue to taunt me with bizarre little dangling objects. They dine lavishly on fresh meat, while I am forced to eat dry cereal. The only thing that keeps me going is the hope of escape, and the mild satisfaction I get from ruining the occasional piece of furniture. Tomorrow I may eat another houseplant.

DAY 761-Today my attempt to kill my captors by weaving around their feet while they were walking almost succeeded, must try
this at the top of the stairs. In an attempt to disgust and repulse these vile oppressors, I once again induced myself to vomit on their favorite chair...must try this on their bed.

DAY 762-Slept all day so that I could annoy my captors with sleep depriving, incessant pleas for food at ungodly hours of the night.

DAY 765-Decapitated a mouse and brought them the headless body, in attempt to make them aware of what I am capable of, and to try to strike fear into their hearts. They only cooed and condescended about what a good little cat I was...Hmmm must try this with their baby...
húhú hú!!
þetta er geggjuð síða!! mæli eindregið með leiknum "feed the model" :)

æj haldiði ekki bara að hjartagullið hann Eyjólfur sé komin á klakann. músshí músshí. og meira að segja búinn að fá te hjá henni tótu sinni. er það nú ekki aldeilis... :) enda er ég svo þreytt að ég næ varla að halda uppi augunum. rétt svo náði að vera með meðvitund í bókmenntaritgerðatímanum með því að skrifa henni Tinni sætu minni bréf. það er svona þegar fólk talar og talar langt fram á nótt og fer svo að gramsa í dótinu inní herberginu manns. :)
en það var bara lovlí.
jessöríbob.