föstudagur, apríl 04, 2003

og HVAÐ er eiginlega málið með að mæta í vinnuna kl. 8:34?!
jesús minn.
enda er enginn mættur. bara ég og pottaplantan jón. þaðheldégnú. ´
gærdagurinn var stórmerkilegur. byrjaði á því að heimasækja gömlu góðu Flensuna á hamrinum. það var svo óhugnalegt að ég hef bara sjaldan upplifað annað eins. ég ráfaði þarna um í hálftíma eins og ELSTA mannvera í heiminum og þekkti ekki eina einustu manneskju. allir litu út fyrir að vera svona 10 árum yngri en ég og allir voru með fýlusvip. er svona leiðinlegt að vera menntaskólanemi? en svo labbaði ég fram á hann Andra Eyjólfsson (guð blessi þig Andri minn) sem bæði og brosti og var skemmtilegur. og hann sagði meira að sega brandara! þannig að ég fékk aftur smá trú á mannkynið. svo sá ég hana Telmu sætu, sem kallar mig frænku sína og þá urðu nú aldeilis fagnaðarfundir. hún gerði mér meira segja þann ÚBER greiða að fá lánaða bók fyrir mig á bókasafninu sem vonlaust er að fá nokkursstaðar, svo það er aldrei að vita nema égklári helv. bókmenntaritgerðaáfangann.
takk elsku Telma :*
síðan æddum við gervi-skyldmennin niður í matsal og ég fékk mér "gamladags" langloku með sinnepssósu og kók í dós. reglulegt nostalgíukast sem fylgdi þeirri máltíð, get ég sagt ykkur. jummí! og konurnar í matsölunni þekktu mig meira að segja!!! ég fékk nú bara sting í hjartað. það er greinilega ekkert jafn hræðilegt að vera orðin næstumþví 23 ára og ég hélt... :) veiveivei

Engin ummæli: