úff hvað sumir dagar eru vondir.
í morgun hélt ég til dæmis að það væri miðvikudagur. svo ég ætlaði bara á fætur uppúr níu og fara í skólan kl. tíu. svo ákvað ég að fatta að það væri þriðjudagur og fór þ.a.l. á fætur. þá mundi ég að víólan mín væri niðrí tónó frá því í gærkvöldi. svo ég arkaði þangað í DRULLU rigningu en fattaði svo fyrir utan dyrnar að ég hafði gleymt lyklunum. svo ég fór aftur heim og EKKI minnkaði rigningin.
svo tók ég strætó í vinnuna og feit gömul kelling settist ofan á mig. eða svona næstum.
en það voru allir mjög góðir við mig í vinnunni svo ég ætla að hætta að væla.
vondur dagur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli