föstudagur, ágúst 29, 2003

góða helgi ljósin mín
ég var OFUR-Hommahækja í gær, fór með fjölkvænishópnum mínum (inniheldur ljósálfana Eyfa, Hjört og Vigni) bæði á samtökin og á café cozy. svaðalegt fjör. samtökin voru kannski örlítið svaðalegri, enda leðurhommafélagið allt í heild sinni (svo að segja) á staðnum.
en áður en ég fór út í að þræða homma bari reykjavíkur fór ég í afmælisveislu heima hjá henni ömmu minni. og í enn eitt skiptið rann það upp fyrir mér hve mikið afskaplega á ég sæta og skemmtilega fjölskyldu. Vilborg litla systir er að Farast úr ofvirkni, enda nýbyrjuð í skóla. hún tekur skólatöskuna sína með sér hvert sem hún fer og sýndi mér bæði pennaveskin sín, vatnsflöskuna og sundpokann allavega þrisvar, söng, hló, öskraði og hljóp um húsið með Batman á hælunum. Batman er s.s. Sverrir litli frændi minn sem er bæði sætur og smámæltur og finnst ekkert skemmtilegra en að rífa sig úr sem flestum fötum á sem skemmstum tíma. svo er Batman búningurinn hans með magavöðvum framan á, ekkert smá töff.
Hin LITLA systir mín var ekki aaaaalfeg jafn áhugasöm um nýja skólann sem hún var að byrja í, og var eiginlega sofandi vel framan af matarboðinu og talaði svo illa um skipulag skólans hinn helminginn.
svona næstum.
svo sagði afi krummafótsbrandara og sigrún brandara um meyjarhaft í kaþólskri stelpu, amma komst næstum því á ættfræðings-skrið þegar við fórum að tala um ekkvað fólk útí bæ og svei mér þá ef að Kiddi frændi skutlaði bara ekki frá sér nokkrum góðum skotum, aldrei þessu vant :) þetta var allt saman ákaflega hressilegt og ekki minnkuðu hressilegheitin þegar Eyfi og Vignir komu askvaðandi og drukku kaffi við mikinn fögnuð viðstaddra.
mega tsjill á vesturvanginum, rokkon!

fimmtudagur, ágúst 28, 2003





hún DagbjörT amma mín á afmæli í dag er orðin 65 ára. til hamingju með afmælið elsku amma mín!
*koss og knús*


oooh hvað ég EEEEELSKA www.beethoven.com! þetta er svona online útvarpsstöð sem spilar bara klassíska tónlist.
algjör snilld. svo eru þetta svo ógeðslega bandarískar elskur að ég hef bara aldrei vitað annað eins. núna eru þeir alltaf að rúlla einni auglýsingu sem er ekkvað á þessa leið:
"we would just like to take a moment to say.... Thank You. without you, our listeners, this would have never been possible..." og svo framvegis. svo koma þáttastjórnendurnir einn af öðrum og segja "Thank you" með mikilli innlifun, horfa ábiggilega beint inní hljóðnemann með þakklætis-svip og væmnina lekandi af andlitun. svo halda þeir áfram að segja hvað þetta sé nú góð útvarpsstöð (og algjörlega "without an attitude"), en AÐEINS vegna þess að VIÐ hlustum. hlustendurnir. "once again we really must say.... thank you." það er gjörsamlega hamrað á þessu aftur og aftur og aftur! svo er svona sassí lyftutónlist undir.
maðurer svo mikil þurrprumpa að maður fer bara eiginlega hjá sér. jahérna. þeir kunna þetta kanarnir :)

tala nú ekki um auglýsinguna þar sem þeir tala bandarísku með þýskum hreim og þykjast vera Mozart sjálfur og konan hans, reyndar er röddin soldið ellileg, þannig að þetta er ekkvað skrítið. en það er auglýsing fyrir skartgripaverslun. konan kallar hann alltaf "Woolfie" og þar fram eftir götunum. geggjað fyndið. svona fyrstu 10 skiptin, éger orðin soldið leið á henni núna. :p en þetta er nú samt húmor :)
awww... mömmur eru sætastar í heimi :)


The following are different answers given by school-age children to the
given question:

Why did God make mothers?
-She's the only one who knows where the scotch tape is.
-To help us out of there when we were getting born.
How did God make mothers?
- Magic plus super powers and a lot of stirring.
- God made my mom just the same like he made me. He just used bigger parts.
Why did God give you your mother and not some other mom?
- We're related.
- God knew she likes me a lot more than other people's moms like me
What ingredients are mothers made of?
- God makes mothers out of clouds and angel hair and everything nice in the world and one dab of mean.
- They had to get their start from men's bones. Then they mostly use string. I think.
What kind of little girl was your mom?
- My mom has always been my mom and none of that other stuff.
- I don't know because I wasn't there, but my guess would be pretty bossy.
- They say she used to be nice.
How did your mom meet your dad?
- Mom was working in a store and dad was shoplifting.
What did mom need to know about dad before she married him?
- His last name.
Why did your mom marry your dad?
- My dad makes the best spaghetti in the world. And my mom eats a lot.
- She got too old to do anything else with him.
- My grandma says that mom didn't have her thinking cap on.
What's the difference between moms and dads?
- Moms know how to talk to teachers without scaring them.
- Dads are taller and stronger, but moms have all the real power 'cause that's who you gotta ask if you want to sleep over at your friend's.
What's the difference between moms and grandmas?
- About 30 years.
- You can always count on grandmothers for candy. Sometimes moms don't even have bread on them!
þeir sem hafa verið í kór yfir jólin ættu að þekkja nokkur jólalög. geri ég ráð fyrir. en í morgun vaknaði ég með sænska jólalagið "jul, jul, strjulande jul" eða hvernig sem í andsk. textinn er glymjandi innan í höfðinu á mér. það sem ég er að spá er hvað í óskupunum varð þess valdandi að ég fékk sænskt jólalag á heilann? kannski það séu IKEA mublurnar inní herbergi hjá mér sem syngja á nóttunni, eða þá að nýja tannkremstegundin sé frá sænska landinu og með leynilegu sænsku jólalagaefni í.
allra helst hallast ég þó á þá tillögu að ég sé að verða geðsjúk og engu verði við bjargað nema ég kaupi mér stóra kók, súkkulaði, texmex snakk og bland í poka.
riiiiight....

miðvikudagur, ágúst 27, 2003

þessi mynd er fyrir hana döggu mína *knús*


"If this is a crush...then I don't know if I could take the real thing if it happens." - Holden.

you can say that again missie!

"If this is a crush...then I don't know if I could take the real thing if it happens." - Holden.

hmmm
þessi er ekkert smá hress gaur :)
ég er afar þreytt, svo ekki sé meira sagt. langar allra helst til að leggjast fram á borðið og sofa til hádegis, en það væri kannski einum of ÁrnaJohnsen legt. *andvarp*
en aðalástæðan fyrir þreytu minni er dúllan hann Eyfi minn, sem kom í heimsókn í gær og talaði um..... jah, það sem honum er efst í huga :) en það var fjör og ég sé sko ekki eftir þeim tíma.
maður getur sofið þegar maður er dauður. eða um helgina bara. til þess eru þær.
annars var ég að ákveða að fá mér pizzu með kókinu mínu núna um helgina. málið er nefnilega að í allri þessari fitabollu-útrýmingar-átaki sem ég er í, þá finnst mér erfiðast að sleppa því að drekka kók. mér finnst ekkert mál að fara í leikfimi og sund, borða hollan mat og helst borða 6 sinnum á dag, aldrei fá mér nammi eða súkkulaði, franskar karpellur og hamborgara... það er bara þetta með kókið.
hmmm.
ætli ég sé þá ekki kókisti? æj, sama er mér. ég er þó ekki í afneitun eins og aumingjarnir sem "drekka ekki kók" af því að "það er svo vont á bragðið" eða annað eins. HAH! eins og einhver trúi þessu!

þriðjudagur, ágúst 26, 2003

argh!
ég var að pota puttanum beint framan á vinstra glerið í gleraugunum mínum þannig að núna er ég með stór, ógeðslega fitugt og ljótt fingrafar fyrir miðju auganu!
gaaaarg hvað ég hata að vera með gleraugu!!
svo er ég viss um það að manntalið lengist eftir því sem ég slæ inn meira.
svo eru ALLIR búnir að sjá flautubókina sem ég myndskreytti nema ég!
HRUMPF!!!
svona fer fyrir þeim sem treysta á flautuleikara, þeir sitja uppi með fingrafar á glerauganu að drepast úr leiðindum og geta ekki beðið eftir að ná næsta strætó.
grrrrr


vó hvað þetta er kúl!!!
stafirnir úti að labba! OMG!!!!!
:)


æj sætu kisurnar
ég er að spá í að sameina bálkana aumingjabloggarar og bloggarar.
ég veit ekki alfeg afhverju.
ég fór á The Pirates of the Caribbean: The Curse of the Black Pearl á sunnudaginn með döggu, örnu vinkonu hennar, guðnýju og ása bróður. geggjað stuð og GEGGJAÐIR LEIKARAR!!!
djonní depp dauðans! kannski ekki mest kynþokkafyllsta hlutverk kvikmyndasögunnar, en vó! djöfull er hann góður!! orlandó var aðeins of píkulegur fyrir minn smekk (og alltof líkur vinkonu okkar, Justin Timberlake). en ég mæli með myndinni. eindregið.
og já eyfi, ég skal fara á hana aftur með þér ;)

en hafið heyrt um mr. cranky? það er gaur sem dæmir bíómyndir. híhíhí. hérna getið séð hvað honum fannst um the pirates of the Caribbean :)

svo er það hann Klaus Badelt sem býr til tónlistina og ekki er hún neitt slor.
jæja, Brokovitz búinn að skúra. hann er alfeg ótrúlega mikill skúrari þessi gaur, maður þorir ekki annað en að hlaupa útúr skrifstofunni þegar hann kemur æðandi inn með blautan þvegilinn.
samt segir hann alltaf góðann daginn.
ótrúlegur maður...
Vignir hringdi í mig í gær og sagði mér að hundskast niður í tónó vegna þess að þar væri fundur með nemendum Þórunnar. drottinn minn dýri! sagði ég, þurrkaði slefið framan úr mér (ég var sofandi) og lympaðist niður í tónó.,svo hlustaði ég á fólk segja hvað það gerði í sumar og hvað það ætlar að gera í vetur, næstum því án þess að vera andstyggileg og illkvittin og fékk svo tíma hjá blessuninni á föstudagsmorgnum kl. 11. kúl!
eða það hélt ég þar til núna rétt í þessu að ég fattaði að ég er að fara í leikfimi á föstudögum hjá henni Báru Beibí kl. 12:05 á umræddum degi.
ég er snillingur!
skólinn er ekki byrjaður og ég er strax búin að tvíbóka mig! og ekki bara í eitt skipti, heldur á hverjum föstudegi í allan vetur. getur maður ekki sótt um að fá einhverja viðurkenningu eða ekkvað fyrir svona svakaleg afrek?
svo gæti ég nú líka svossem talað við drottninguna og fengið þessu skipt....

mánudagur, ágúst 25, 2003

www.kissthisguy.com er snilldarsíða. búið að taka saman fullt af misheyrðum textum. jeminn hvað ég er búin að hlægja mikið í dag!
takk takk takk iðunn megabeib fyrir að benda mér á þetta. hoho!
:D

Eleanor Rigby/ Beatles
The real lyrics were:
Father Mackenzie, wiping the dirt from his hands as he walks from the grave.
But I misheard them as:
Father Mackenzie, wiping the death from his hands as he walks from the grave.
***
I saw her standing there/Beatles
The real lyrics were:
I held her hand in miiiiiine.
But I misheard them as:
I held her hand in Hawaiiiiii.
***
Baby One More Time/Britney
The real lyrics were:
When I'm not with you, I lose my mind.
But I misheard them as:
I'm gonna get you when I lose my mind.
***
like a virgin/madonna
The real lyrics were:
Like a virgin touched for the very first time.
But I misheard them as:
Like a virgin touched for the thirty-first time.
tóta: "eins gott að þú settir ekki rauða bolinn þinn í þvott með hvítum nærfötum, þá hefðu þau öll orðið bleik"
jón: "ég á engin hvít nærföt"
tóta: "af hverju ekki?"
jón: "af því þau verða öll gul og brún og ég vil það ekki."
nýr linkur kominn. linkur yfir á góða góðvininn Baldur Pál sem er í þessum töluðu orðum að hugleiða hlutina.
guð hjálpi mannkyninu.

fylgdu hjartanu Baldur Páll, fylgdu því alla leið!
ég fór í leikfimi í hádeginu, oh ég er svo dugleg. ég var meira að segja það dugleg í einni teyjuæfingunni að mér tókst með undraverðum hætti að teyja rassinn úr buxunum.
ímyndið ykkur það.
nei annars.... ekki gera það.
jón var að láta mig downloada ICQ.
það sökkar svooooo feitt. ég hér með banna öllum að hugsa út í þann fáránleika að fá sér ICQ.
OJ!
Húrra hvað var gaman hjá mér á fimmtudaginn!
ég fór á tónleika með Ísafold kammersveitinni í Listasafni Íslands, geggjuð stemming, svo ekki sé meira sagt. svo þekkti maður svo skelfing marga :) hitti elskuelsku Svöfu mína eftir langt og strangt sumar, en við vorum ekki lengi að "ketch-up" og fórum bara strax eftir tónleikana á kaffihús. maður er sko ekki að tvínóna við hlutina. hoho. en með okkur fóru Eyfi minn elskulegi, sem einnig var svo vænn að fylgja mér á þessa fínu tónleika, Tobba ofur-skylmari sem fór með okkur eyfa á Vínbarinn skömmu fyrir tónleikana, stelpa sem heitir Steinunn og er tvíburi (ég smyglaði mér inná tvítugs afmæli hennar og bróður hennar og fékk afslátt af bjór), önnur steinunn sem er píanóleikari og algjörgella, og svo eins stelpa sem ég veit ekki alfeg hvað heitir. kannski sigrún. allaveganna. svo kom hjalti tobbu tæger og skömmu seinna örkuðum við nokkur í party heima hjá Gyðu og Daníel, en Daníel var einmitt stjórnandi ísafoldar og þar var þetta líka heljarinnar party.
ég æltaði nú að stoppa stutt við, en ákvað svo að ílengjast (eftir að hinn Ofur Þolinmóði Eyjólfur hafði beðið mig Kurteislega um að koma heim í næstum því 5 mínútur) og sé ég ALS ekki eftir því. þvílíkt stuð á bænum! jeremías minn.
aðallega var það þó ein manneskja sem gerði þessa nótt að gimsteini sem mun glitra um óravegu eilífðar. eh... já.
en það var ÓGEÐSLEGA GAMAN, og þvílík íbúð! garg-sarg! svalir og dansgólf og ég veit ekki hvað og hvað. ég hitti líka loksins hana Tinnu sætu sem ég hef ekkert sé svo voðalega lengi og Stefaníu víólu mega beib sem LOFAÐI að hafa samband næsta vetur, ÞÓ að hún myndi ekki vilja það. hoh! það var samt leiðinlegt hvað allir voru á leiðinni eitthvert... muuu. Ella Vala og Elfa til þýskalands, stefanía til hollands, tinna til rússlands og matti til frakklands. svo maður minnist nú ekki á villa í noregi og stulla í amríku. og nottla Eyfi í london. ég er nú ekki ennþá orðin sátt við hvernig hann yfirgefur mig alltaf eftir hvert einasta sumar. Hrumpf!
en hvernig verður þetta eiginlega næsta vetur? ég sé fram á að ösla snjóinn upp á miðja kálfa í myrkrinu, bærinn verður svo tómur að borgasjóður ákveður að slökkva á öllum ljósastaurum og hætta að moka göturnar.
guði sé lof fyrir hana svöfu mína að nenna að hanga hér heima á skerinu. *hjúkk*
talandi um útlönd þá lét baldur páll heyra í sér. krúttið a-tarna.

fimmtudagur, ágúst 21, 2003

vei vei vei!
ég var að tala við Þórunni :D getiði hvað ég ætla að gera í vetur með henni... híhí hí!
í gær bjó ég mér til rosalega gott pasta salat úr öllu því grænmeti í ísskápnum sem ekki var farið að skríða um eða lykta Mjög Illa. m.a. setti ég hálfan rauðlauk. af því að mér finnst laukur svo góður. en allt í læ með það, ég borða á mig gat, fæ tár í augun af því að bryðja allan þennan lauk og sofna yfir sjónvarpinu. en í hádeginu núna í dag fór ég í leikfimi hjá henni Báru Beibí og svitnaði heil óskup. þá gaus upp þessi líka Svakalega lauklykt. ætli maður svitni lauklykt?
en mér var nú ekki farið að standa á saman þarna á tímabili, matreiðslu-brjálæðisglampi komin í augun á konunum við hliðina á mér go svei mér ef ein var ekki farin að sleikja útum í gríð og erg. þannig að eftir tímann flýtti ég mér sem mest ég mátti og hljóp uppá skjaló með öndina í hálsinum, bjóst nokkurnvegin við að vera með hjörð af hungruðum konum á hælunum, en svo var nú ekki.
*hjúkk*
jibbí jei!
ég keypti lottó miða :) maður hefur nú ekki gert það í mörg ár. jafnvel bara aldrei. en það eru víst meiri líkur á að vinna ef maður heitir á einhvern, svo að ég ætla að gefa öllum sem skrifa í gestabókina mína í dag, á morgun og á laugardaginn ÍS ef ég vinn í lottó :)
ef þetta er ekki ekkvað til að plögga flottu góðu gestabókina þá veit ég ekki hvað.
tala nú ekki um hinar hækkandi líkur á að ég vinni í lottó...
híhí
búin að setja nýjan link og það er á hana Dagnýju menningarnóttar-gúrú. :)
vó! tsjekkið á minnsta fugli í heimi og hreiðrinu hans...
við erum að tala um að spýtan á myndunum er tannstöngull!

link
(ég ætlaði að skella myndum en blogger fílaði það ekki.... :( )
mamma ekki fyrr komin heim frá Borgarfirði og ég er farin að sofa yfir mig. mætti ekki í vinnuna fyrr en hálf tíu í morgun. snilld. eða ekki.
ég held að ég sé að verða veik, er asnaleg í hausnum og heit í augunum. hósta eins og bronkítis sjúklingur og sýg upp í nefið oftar en ég hnerra vegna þess hvað mig kítlar í nefið.
já og svo eru hálskirlarnir í mér eins og melónur.

miðvikudagur, ágúst 20, 2003

Eydís hringdi í mig í gær alla leiðina frá Þýskalandi! hún er nú meiri kellingin. :) en mikið var gaman að heyra í henni og þeim óprúttnu gellum sem rifu af henni símann til að segja hæ við tótuna sína. jess! elfa sagði að það væri ekki hægt að reyna við neina af sætu strákunum vegna þess að þeir væru allir grátandi yfir því að ég væri ekki þarna og sif sagði mér að það væri bara notuð ein bjórdæla á lókalpöbbinum núna í stað hinna þriggja sem venjulega eru þegar ég er í bænum.
uh...
not true!
en mi-hi-ki-hi-ððð langaði mig út þegar ég heyrði í þeim. ísland - smísland!
nei það er ágætt... bara soldið, þið vitið... hmm... lítið
:(
en minn tími mun koma með blóm í haga og rós í hnappagatinu, útataður í mold og angandi af hrossaskít.
:)
1. Q: What is "manga"?
A: "Manga" is the japanese word for japanese comics/cartoons (books & stuff)!

2. Q: What is "anime"?
A: "Anime" is the japanese word for japanese animation (films & series). Most anime series are based on a manga.

fyrir þá sem voru ekki alfeg vissir... ;)
híhí :)
þetta er fyndið
http://www.fouronions.com/
þetta er kúl!
Rachmaninoff, S.
Rhapsody on a Theme of Paganini mvt 1.
annað sem er kúl er það að Dagga sæta systir er að byrja í Flensborg núna í dag. jeremías minn. ég trúi því ekki að það séu 7 ár síðan ég var að byrja minn glæsta Flensborgarferil.
en hún er byrjuð að blogga um herlegheitin, blessuð stúlkan, svo maður getur fylgst náið með....
drottinn minn, ég er bara svo að segja, næstum því í andnauð yfir þessu... SJÖ ÁR!
Ilmsaltið!


jább, það er í lagi að þið ávarpið mig ungfrú kaffihúsadrottning héðan í frá. mér hefur á einstaklega smekklegan hátt tekist að fara á 3 kaffihús á aðeins rétt rúmlega 48 tímum. Geri aðrir betur! fór í fyrradag með Vigni madonnu-dýrðlingi á Kaffibrennsluna og talaði ógeðslega mikið um kvikmyndir (samt veit ég eiginlega ekkert um bíó, veit ekki hvernig mér tókst þetta), fór svo í gær með fyrrnefndum, Hirti Hljómeykis-matsjó og Eyfa geðveiktsætameðhvítantrefil á Café Cozy. þar stóð við kaffivélina eitt stykki sturla og höfðum við gaman af hans atferli sem endranær. strákarnir gerðu bragðsmakkanir á bjór (sem reyndar hefði verið óþarfi, því sami bjórinn var í öllum glösum), við fengum lánaðan kveikjara og náðum að gleðja útlending með útlitinu einu saman (þeas EINN okkar tókst það ;), svo ekki sé minnst á þann gífurlega heiður sem við veittum þessari annars almúgakrá með nærveru okkar.
je-ess.
svo var arkað á HITT hommakaffihúsið í miðbænum (Si Senjóra eða hvað í andsk. það heitir), en þar var hvorki gaman né skemmtilegt þó ónefndur DJ hafi setið við borð með stelpuskjátum, svo við æddum út. þá tókum við uppá því að rölta laugarveginn og ÞAÐ er ekkvað sem ég hvet alla til að gera. je hvað það var gaman. skoða hitt og þetta, hlægja að ljótum fötum, óska sér að eiga ógrynni af peningum, segja sögur af kúka-kerum, leiðbeina fólki hvernig maður kemst á Nasa o. fl. minnir mig alltaf á uppvaxtarár mín með ömmu. við vorum alltaf að krúsa laugaveginn, áttum orðið góða vini á hlemmi og svona (nei). en í þessari fínu og huggulegu laugavegsfeð kom ég því mjög skýrlega til skila hvað mig langaði í jólagjöf. þeir hljóta að geta slegið saman strákarnir.... eitt úr er nú ekki til of mikils mælst :) við ákváðum líka að gerast fjölkvænishópur, en svona þegar ég er búin að "sofa á því" þá finnst mér það ekkert rosalega góð hugmynd.
auðvitað er spennandi að eiga 3 eiginmenn.... en jah.... ekkert persónulegt sko, en...
allavega!
eftir þetta ógurlega bæjarrölt keyrðum við aftur heim í hinn ylhýra hafnarfjörð og vignir og eyfi fengu sér pulsu á Esso-Lækjargötu. ferlega huggulegt allt saman. mig langaði afskaplega mikið í eina, ef ekki tvær og það var vel pláss fyrir þrjár, þó að fjórar hefðu orðið of mikið, en þar sem ég er ofurmjóna þessa daganna, hamdi ég mig. *andvarp*

þriðjudagur, ágúst 19, 2003

ég var að hlusta á sónötu eftir Vivaldi við La Follia. þvílíkt rokk! talandi um að barrokk sé, jah.... rokk!
þetta er ábiggilega skrifað fyrir strengjasveit þar sem allir meðlimir eru með 3 hendur og 7 putta á vinstri hendi. jahérna. kaupa kaupa!
jáhá ég fór í leikfimi í gær hjá henni Báru bjútí. það var bara mjög fínt og skemmtilegt. en líka ÓGEÐSLEGA erfitt og sveitt. svo lækkaði ég meðalaldurinn um svona 10 ár. alltaf gaman að vera litla barnið. jess.
allavega svona stundum.
svo fór ég í sund í morgun, þetta endar bara með því að ég hætti að vera hnöttótt, drottinn minn dýri!
en þá byrja ég nottla fyrst að vera hamingjusöm og ánægð með lífið (sagt með kaldhæðnistón til að hnekkja á hjartavernd -og fleirum).
svo eru það bara upptökur í kvöld. er að fara að syngja inná disk með Pál Óskari og Moniku. jóladiskur sko....
maður er svo important það hálfa væri nóg

mánudagur, ágúst 18, 2003

jæja, nú ætlar tóta MJÓA að fara í leikfimi. óskið mér góðs gengis (og langlífi) ;)
ég var ekkvað að skoða manga myndir eins og ég hef verið að gera á fullu síðastu vikur og fann svona líka geggjaðan gaur sem er að gera FRÁBÆRA list. linkurinn á síðuna er hérna til hægri, undir nivbed. þar fann ég þessa mynd hér sem mér finnst ótrúlega flott. en þessi texti var víst inspírasjónin...
reyndar veit ég ekkert hvað lag þetta er, var að reyna að finna það á netinu en gekk illa.... hmmm.... oh well.

The Garden -PJ Harvey

And he was walking in the garden
And he was walking in the night
And he was singing a sad love song
And he was praying for his life
And the stars came out around him
He was thinking of his sins
And he's looking at his song - bird
And he's looking at his wings

There inside the garden
Came another with his lips
Said, 'Won't you come and be my lover?'
'Let me give you a little kiss'
And he came, knelt down before him
And fell upon his knees
Said, 'I will give you gold and mountains
If you stay awhile with me'

And there was trouble taking place

There inside the garden
They kissed, and the sun rose
And he walked a little further
And he found he was alone
And the wind, it gathered round him
He was thinking of his sins
He was looking at his song - bird
And he was looking at his wings

And there was trouble taking place
Tchaikovsky
Sextet in D minor, Souvenier of Florence, 1st mvt

þetta er geggjað flott. víólurnar EIGA þetta verk. snild snild snild.
jahérna. búin að hringja.
svona er ég dugleg :) þá vantar bara að ég losni við 30 kíló og þá er ég fullkomin!
ég er búin að vera að reyna að ná upp í tónlistarskóla í allan dag, en það er alltaf á tali. svo virðist sem þau hafi klúðrað umsókninni minni enn eitt árið. ég er nefnilega að fara að læra söng, sótti um AFTUR vegna þess að þessu var klúðrað síðasta ár líka. djöfull getur maður pirrað sig út af svona hlutum. svo þarf ég að hringja í fólk og útskýra þetta og ganga frá borgun og bladíbla.
ég sem ÞOLI ekki síma!
en þetta kemur allt í ljós.
vona ég.
vó hvað er mikið til af flottri spænskri tónlist. ég var t.d. að hlusta á gítarkonsert eftir Joaquin Rodrigo, geggjað flottur. vá hvað maður á eftir að hlusta á margt....
Mánudagar eru alltaf svo leiðinlegir. púff. ég reyndi til dæmis að vakna klukkan hálf sjö til að fara í sund í tvo tíma. þeas, ég slökkti meðvitað á klukkunni minni á 9 mínútna fresti þangað til að ég sá að ef ég myndi ekki drífa mig, myndi ég sofa yfir mig. eða svona þannig. sefur maður yfir sig ef það er meðvitað? er það ekki bara leti? allaveganna!
helgin var skrítin og menningarnótt var öMurleg eins og alltaf. svo að segja eini góði hluturinn var að hitta Tobbu og Hjalta-með-hatt, en þau reyndu bæði að fá sér annan sopa úr tómu rauðvínsflöskunni sinni á meðan við vorum að tala við þau. :) snilld. reyndar er það kannski ofsögum sagt, að það hafi verið það eina skemmtilega, þetta var ágætiskvöld, ég fékk fullt af bjór og hitti Iðunni, Eyfa og kynntist Dagnýju mega bloggara, sem ég hafði ekki kynnst áður. ekki það að maður kynnist fólki oft. hm. en hún er bæði sæt og skemmtileg, vei vei! takkfyrir að heimila mér þann heiður aðfá að kynnast þér Dagný ;)
svo fórum við eyfi á cafe cozy og sáum skeggjaða hommann hella niður svo mörgum bjórum í kringum sig að við héldum dauðahaldi í glasið okkar og vorum á tímabili að spá í að spenna upp regnhlífina. svo endaði kvöldið með strætó ferð heim. sooooldið fyndið, en mjög hagkvæmt. ég vildi óska að næturstrætó færi líka um helgar, maður er gjörsamlega á hraðri leið til gjaldþrots, takandi alla þessa leigubíla. hrumpf! en í strætó hittum við bergþór, lilju og hlyn. en það er einmitt gaman að segja frá því að lilja er minnsta manneskja sem ég þekki, og hlynur sú stæðsta.
svo erum við eyfi búin að tala ofboðslega mikið saman.
gott gott, ælovjúbeibí.

föstudagur, ágúst 15, 2003

jæja, komin tími til að drífa sig heim, mamma er búin að lofa ása bróður að það verði pizza í matinn. Yeah! mér finnst pizzur svo góðar. :)
svoer það bara djamm í rigningunni annað kvöld.
jeremías minn...
:)
góða helgi börnin mín
jæja, ég hætt að vera í fýlu svo það er kannski kominn tími til að segja einn brandara. en það var nú reyndar snillingurinn hún iðunn sem sagði mér hann.
takk fyrir það fagra mær

hvernig veiðir maður flugfisk?
- með loftneti!

jah, ef þetta erekki fyndið þá er EKKERT fyndið
ég er þreytt og þungt er hjarta
þekja sjónu mína ský
sólu vil ég biðja bjarta
blíðum geislum til mín senda
verði hönd mín aftur hlý
Eg vil lofa eina þá
æðst af kvinnum nefnast má,
meyjan heitir Maríá,
miskunn guðs hana gæddi
og gjörvöll meinin græddi.
María, mær, mær, mær,
María mær, mær, mær,
María mær so mild og skær
mann og Guð hún fæddi.

Heiður vers er heims um rann
heilög mey, sem blessan fann;
treysti eg Guði og trúi á hann,
þó tigni ég þig sem bæri,
vel það verðugt væri.
María góð, góð, góð,
María góð, góð, góð,
María góð so mild og rjóð,
meyju hverri skærri.

María drottning dygðug mest,
dáðum prýdd, það auglýsist,
í hennar sæði blessast bezt
bæði konur og kallar
um álfur heims gjörvallar.
María frú, frú, frú,
María frú, frú, frú,
María frú so mild og trú
mest yfir kvinnur allar.

Blessun hlauztu, María mín,
mest yfir hverja auðar lín,
sólu fegri skært þú skín,
skýrlega má því hrósa;
þú ert ein eðla rósa.
María væn, væn, væn,
María væn, væn, væn,
María væn, þín veitist bæn,
virgo gloriosa.


Bára Grímsdóttir Rokkar! Yeah! :D
Eydís dúllurassgat hringdi í mig í gær frá Þýskalandi og blaðraði heil ósköp. ég talaði líka við Fran í smá stund og hún sagði mér að hún sæti EIN aftast, það eru víst bara 9 víólur í hljómsveitinni.
GAAAAAAAAAARG!
djövl langar mig út núna! þau voru bara í gúddí fíling á caspary, búin að panta sér bjór og allir kátir. muhu! ég er eiginlega alfeg gjörsamlega miður mín. eða svona þannig. maður getur bara ekki gert allt. þvímiður :(
talandi um að gera allt, mikið afskaplega langar mig heim og leggja mig....
skrítni kallinn með hvítu augun er hér að tala við jón á milljón um einhver epli. eins gott að ég sé með geislaspilarinn minn með mér. *hjúkk* sumt fólk er einfaldlega skrítnara en annað.

fimmtudagur, ágúst 14, 2003

Intellectual
You're An Intellectual!
You can always be found reading or on the computer.
People always come to you when they need
information. You don't really care about love
at this point, your only goal is to improve
your mind. After all, knowledge is power!


What Type Of Anime Character Are You?
brought to you by Quizilla


yeah right

úr mér voru teknir 80 ml af blóði. afar skemmtilegt. reyndar þurfti ég að liggja útaf, svo ég gat ekki séð blóðið streyma í öll 10 glösin sem gellan var með, en mér finnst það alltaf jafn skrítið. sjá blóðið úr manni sjálfum bara renna útúr manni eins og ekkert sé. sumir eru hræddir við blóð, mér finnst það heillandi. kannski soldið weird... oh well..... en það er aldeilis þeir þurfa að rannsaka!
úff. ég hélt það þyrfti bara nokkur blóðkorn til að athuga fólk, allt þetta DNA kjaftæði og það. svo er bara glas eftir glas fyllt af blóði. drottinn minn.
en allavega.
þetta var bara ágætt, fólk kynnti sig og var almennilegt. tók leigubíl báðar ferðir á kostnað hjartaverndar. HA HA! einn leigubílstjórinn var stór og feitur og greinilega fastakúnni hjá hjartó, rataði beina leið og heilsaði skrifstofukonunum með nafni. sá sem keyrði mig heim var töffari í leðurjakka og hvítum gallabuxum með gæjagleraugu, samt ábiggilega hundrað ára. ferlega fyndinn. opnaði fyirr mig allar hurðir og spurði hvað svona ung fröken væri að gera á stað eins og þessum.
einn greinilega fastur í pikkupp línum.
svo þegar ég sagði honum að ég væri offitusjúklingur í athugun vegna hjarta- og æðasjúkdóma, hætti hann alfeg að tala við mig. gerði sér örugglega grein fyrir því að ég væri ekki megabeib.
skemmtilegir þessir gömlu kallar.
tralla la. komin uppá skjaló í góðum fíling. mikið var gott að losna úr skálholti, ég bara verð að segja það. þótt það hafi nú verið ágætt á köflum og nóg til af kaffi.
en núna er ég bara gjörsamlega að deyja úr hungri. er sko að fara í blóðrannsókn uppá hjartavernd kl. 11 og þarf að vera fastandi á mat og drykk í 10 tíma (!) áður en ég mæti.
þvílíkt bull!
en ég er s.s. vinsælasta tilraunadýrið þessa dagana, fékk sendan einhvern voðalegan spurningarbækling hér um daginn og svo eru þeir búnir að liggja í símanum, sætu strákarnir á hjartavernd til að fá mig í blóðprufu. jamm. en þetta er svona fitubollu-rannsókn, verið að rannsaka fylgni offitu og hjarta og blóðsjúkdóma. og allskonar. sumar spurningarnar voru nú soldið fyndnar samt...
"ég get notið góðrar bókar eða skemmtilegs efnis í útvarpi eða sjónvarpi. (oft, stundum, ekki oft, mjög sjaldan)"
neineinei! offitusjúklingar geta sko als ekki hlustað á útvarp! Ó NEI! og því síður sjónvarp, sá illi hluti djöfulsins!
svo var líka ein spurningin "ég nýt þess sem ég var vön að gera. (ábyggilega eins mikið, ekki alveg eins mikið, aðeins að litlu leyti, varla nokkuð)."
sem ég VAR VÖN að gera? áður en hvað? ég byrjaði að vera feit? áður en ég varð fullvita? áður en ég varð dökkhærð?
ég ætla nú að benda þeim á að þessi spurning sé Frekar Villandi. feitt fólk er ekkert allaf í fýlu. offita er ekki ALLTAF orsök þunglyndis. mér finnst þeir gera ráð fyrir því að öllum sem eru of þungir og feitir, líði illa út af því.
það er bara alls ekki þannig.

en hvað um það... ég þurfti að FASTA í 10 tíma (og er fastandi, enda get ég ekki annað en hugsað um mat og er að sálast úr hungri), svo kannski er þessi rannsókn bara yfirskin, þeir eru í rauninni að Plata feitt fólk til að borða minna. hehe ;)

þriðjudagur, ágúst 12, 2003



Baldur Páll er ábyggilega á leiðinni út á flugvöll í þessum töluðu orðum. hann er nefnilega að fara í háskóla í bandaríkjunum. skóli sem heitir D-school. svo ef hann er duglegur að læra heima fær hann að fara í C-school. svona er þetta kerfi þarna úti, alfeg satt.
ég kíkti til hans í gær og fékk kaffi í síðasta skipti þangað til um jólin. GRÁT OG GNÍSTAN! svo verður nú reyndar hálf lónlí ekkvað þegar hann er farinn, ég verð nú að segja það. bú hú.
en ef þú ert að lesa þetta væni, Góða Ferð (í 3ja skiptið) og Sparkaðu Í Rassa! þeir eiga það skilið, helv. kanarnir. :P
jæja, ég komin í skálholt. eða til skálholts? allt bara rólegt... sit hér með kaffibolla og er að senda email um trissur og trassinn. nennti sko ekki í göngutúr með fiðlustelpunum, ég er allt of mikil prímadonna til að nenna að skíta út nýju fínu sandala druslurnar sem ég keypti mér hér um daginn.
stuð.
nei!
en þetta er nú bara 2 dagar. og nóg af kaffi, svo tók ég með mér 2 bækur, blýanta og fullt af pappír svo mér ætti nú ekki að leiðast. svona þannig. maður fær samt soldið samviskubit yfir að vera ekki að æfa sig á milljón eins og fyrrnefndar gellur. en puh! þeim er nær að vera svona drullugóðar.
riiiiiiight.

mánudagur, ágúst 11, 2003



hún Þórunn mín á afmæli í dag!
til hamingju með 23 ára afmælið krúttið mitt! kysskyss og knús!
Jón fór í hádeginu og keypti sér diskinn úr bíómyndinni "hable con ella" og svei mér þá andskotinn ef þetta er ekki bara fjári góður diskur. soldið klassískur, en ekki um of. þar er t.d. 8 mínútna strengja kvartett sem er bara mjög flottur, svo nottla helling af svona stemmingslögum. tsjekkið á lagi númer 7, það er geggjað!
mikið er kvikmyndatónlist skemmtileg.
jahá.
en í hádeginu fór ég líka og fékk mér tómatsúpu með honum eyfa mínum, sem er hreint alfeg ótrúlega sætur og skemmtilegur, góður, hjartahreinn, myndarlegur, hæfileikaríkur, örlátur og brosmildur (hann bauð ;) við fórum í bakarí sem er hérna rétt hjá og ég mæli sterklega með því. soldið skemmtilegt kaffihús líka og spennandi, því þegar við vorum að koma var ein afgreiðslukonan í miklum bardaga við 2 geitunga. hehe. svo hitti ég líka Öddu! mikið var það nú gaman, ég er sveimér þá farin að sakna hennar soldið. en hún vann hérna á skjaló þangað til núna fyrr í sumar. *snökt-snökt* en hún er búin að lofa að koma í heimsókn fljótlega, svo þetta ætti að bjargast fyrir horn.
jessör.

oh hvað mig langar til að verða góð í að teikna manga myndir! þetta er svo flott, þetta er svo töff og þetta er svo geggjað!
garg!
en það er sem sagt komin manga dálkur hér til hægri. jessör.
en svo langar mig líka til að vita hvaða heppnu manneskjur fá að eyða með mér næstu tvemur dögum í skálholti... en það er nú kannski til of mikils mælst
oooh.... ég er eiginlega ekki nörd :(
en ég held að sumir sem ég þekki eigi eftir að skora sooooldið hátt í þessu...

the geek test
helgin var brill. Brill brill brill!
enda er ég svo djövl þreytt að það er orðið erfitt að mynda setningar.
smart.
svo er dagurinn í dag frekar fullur af hlutum sem ég annaðhvort á eftir að gera, eða verð að gera. en ég er fara á skálholt á morgun. stemmari í gangi, ekkert nema stemmari.

föstudagur, ágúst 08, 2003



jæja, fer að síga til heimferðar. eh... eða hvernig þetta er nú orðað almennilega. Jón var að fara, bauðst til að gefa mér flíspeysuna sína.
drottinn minn, þar var ég nærri dottinn... hvað er eiginlega að gerast?
pæli í því seinna, er að fara í kringluna með mömmu gellu að reyna að kaupa ekkvað fallegt á minn fríða kropp. ekki það að ég eigi ekki fullan fataskáp af fötum, annað en krúsídúllan hún gudda budda sem er alltaf í sömu 4 lörfunum og á aldrei neitt til að fara í (diss) ;)
en ég held nefnilega að það sé kannski von á djammi. ef ekki í kvöld þá annað kvöld.
en allavega ef þið sjáið mig fyrir framan GK að slá í rassinn á mér (eins og á þessari mynd) endilega komiði og segið hæ, ég Hef svo gaman að fólki.
kyss og knús krúttin mín
ekki vera stillt... :)
Vignir minn er að koma heim í dag!
yeah!!
:D :D :D :D


ráðstefna Dauðans búin að vera hér að gera alla geðsjúka. eða svona þannig. var þar í allan gærdag að gera gagnslausa hluti, sem samt þurfti að gera. mjög smart.
reyndar er einn á ráðstefnunni mjög mjög mjög líkur Ben Affleck og svo er Hrafn að hössla eina sænska, þannig að það er ekki eins og maður geti ekki slúðrað smá. svo er svona hátíðarmatur í kvöld, ógeðslega fínt og snobbað. jón ætlar meira að segja í brún jakkaföt og ætlar af því tilefni að kaupa sér brúna skó núna á eftir. hann er klikkaður.
gaman samt að því :) svo er spurning hvort herra Affleck verði einmana er líða tekur á kvöldið. oh litla skinnið....
ég tók prófið "ertu daðrari?" á femin.is áðan (það sökkar feitt) og í ljós kom að mér "finnst allt í lagi að daðra stundum".
dö-öh!
skemmtilegast fannst mér þó þessi spurning hér...

"Til að ná athygli þess sem að mér finnst aðlaðandi nota ég allan líkamann ( t.d. strýk yfir fötin mín, strýk yfir glasabarminn, leik við hárið á mér)"
hvar er glasabarmurinn á konum?

miðvikudagur, ágúst 06, 2003

Hmoaah!
hún Björk er svo mikil ljóska!
ég myndi nú reyndar ekki vera neitt mikið gáfulegri ef einhver myndi spyrja mig um þetta. djöfls snild að vera 12 ára....
bald



No Hair for You, Thanks


You like to rock out and stand out even further...

You don't care about your "image," and people think you kick ass just because of the awesome person you are inside.

You like to walk on the wild side, and a little flirting can go a long way for you, in fact, it can go EITHER way!

You're unique and exciting and you're more than just pretty hair and sexy ways! ROCK ON!



What's *Your* Inner Hair Color?

More Great Quizzes from Quiz Diva


HA HAAAH! sagði ykkur að það færi mér vel að vera krúnurökuð. sockers!
nordisk arkiv ráðstefnan í fullum gangi. eða svona þannig. er búið að vera opið hús hér uppá skjaló frá því kl. 1, svona fjórir búnir að mæta. reyndar skaust ég með Bjarna og Jóni uppá kjarvalstaði áðan, þeir þurftu að skoða ekkvað tölvukerfi og bladíbla og ég skoðaði aðstæður hvar best væri að spila.
við erum nefnilega að fara að spila. kvartettinn.
svo fengum við okkur ís í ísbúðinni faxafeni. kjörís, drullugóður. enda fékk maður dru.... stuttu seinna. ótrúlega heillandi að vera með mjólkuróþol, segi ekki annað.
en þetta var ferlega huggulegt allt saman, verð bara að segja það, jón borgaði meira að segja. hoho! en það var nú bara vegna þess að posarnir voru bilaðir.
yeah.
djövl langar mig samt heim og í sturtu, drekka ískaldan bjór og sitja í garðinum í netabol og stuttbuxum með einhverja þungarokkstónlist á blasti, þetta er akkúrat veðrið til að vera með soldið attítjút!
tjúttí frjúttí
lærðu að búa til Fugl, jeeeii





06-08-2003
Gay-pride með Páli Óskari laugardag
Hinsegin dagar fara fram í Reykjavík um helgina og lýkur með stórdansleik á Nasa á laugardagskvöldið. Sjálfur Páll Óskar verður í búrinu og má búast við honum í sérstöku stuði á laugardaginn. Þeir sem hafa verið á Nasa þegar Páll Óskar er að spila vita að stemmingin er óviðjafnanleg.

Húsið opnar á miðnætti og miðverðið er þúsundkall.

Yeah baby Yeah! allir að mæta og geð sitt bæta, kyssa alla sæta...
öoooh kveðjur frá Berlín.
dúllurassgötin mín

www.fss.hi.is
OJ!!!
JÓN ER AÐ JÓRTRA HÉRNA!

þriðjudagur, ágúst 05, 2003

2.3.3.2 Ef útkall hefst á tímabilinu 00:00 - 08:00 frá mánudegi til föstudags, kl. 17:00 - 24:00 á föstudegi eða á almennum eða sérstökum frídögum skv. gr. 2.1.4.1 og 2.1.4.2, skal greitt yfirvinnukaup fyrir að minnsta kosti 4 klst. nema reglulegur vinnutími hefjist innan 3 og 1/2 klst. frá því að útkall hófst en í þeim tilvikum skal greiða 1/2 klst. til viðbótar við unninn tíma.



wow... ælti þeir séu á lausu?

"...talið er að tekjur Google muni nema frá 700 milljónum til 1 milljarðs dala á þessu ári. Fyrirtækið hefur skilað hagnaði undanfarin tvö ár og því hafa þeir Larry Page, sem nú er þrítugur að aldri, og Sergey Brin, 29 ára, sem stofnuðu Google á heimavistinni í Stanfordháskóla árið 1998, ekki þurft að leita til fjárfesta undanfarin tvö ár...."

af hverju þekki ég ekki neina svonasniðuga stráka?
oh, bömmer!
þeir eru nú reyndar að auglýsa eftir fólki, maður ætti kannski að skella sér. það er líka svo girnilegur matseðill hjá þeim.... hmm....
svo held ég þeir hljóti að vera GEGGJAÐIR húmoristar.... það eru nottla bara snillar sem semja auglýsingar eins og þessar:

Can you make computers do amazing things?
...já vó! þú ættir bara að sjá hvernig ég hef þjálfað lyklaborðið mitt fara í tvöfalda slaufu, kollhnís og lenda svo beint í ruslafötunni án þess að skvetta rifnum pappír útum allt

Can you look across a crowded landscape and spot the partnership opportunities that best fit Google's business strategy?
...ÞARNA!! ég sá einn bak við hólinn! komiði með háfinn strákar! HANN ER AÐ HLAUPA BURT Á MILLI HÆÐANNA!

Want to claim new territory for Google?
...ég skíri þig hér með Googlaniu, land hinna frjálsu, land hinna góðu, sætu, skemmtilegu, land hinna hárprúðu, land hinna...

Do you know a lot of great people?
...þokkalega! mamma og ási bróðir, so er það nottla eyfi, vignir, guðný, maggi, dagga systir, iðunn frænka, krakkarnir í tónó.....

Are you a superstar when it comes to communicating at all levels of a growing organization?
... já ég er superstar. svara ekki í símann án þess að vera með skikkju, í þröngum sokkabuxum og í stígvélum.

Markmið:
Keppnin er fyrir sjálfstæðar ungar konur sem vilja læra og fá
þjálfun í því að ná markmiðum sínum. Auk þess öðlast sigurvegararnir tækifæri til að ferðast til fjarlægra landa sem fulltrúar Íslands og láta þar gott af sér leiða í þágu líknarmála og góðgerðarstarfsemi sem er aðalmarkmið alþjóðlegra fegurðarsamkeppna.

þetta er málið. algjörlega.

Take the 100 Acre Personality Quiz!


BIT SLOW!
djíses maður!
helgin var hreint út sagt óhugnalega skemmtileg, held ég hafi ekki djammað svona vel síðan í kórpartíunum hér í den. hoho! :D
snilli tilli. fór á laugardaginn með palla og eyfa í bæinn og hittum Hjört, voða gaman. svo er bara að sækja í sig veðrið og gera sig reddí í slaginn fyrir næstu helgi. tíhí hí!

sunnudagur, ágúst 03, 2003

er Á stuðlaberginu að sötra rauðvín og hlusta á eminem, snild. guðný búin með hvítvínsflösku og fer örugglega að sýna hér skemmtiatriði innan tíðar.
hehe.
ég er búin að reyna að ná í eyfa í allan dag, en hann er sambandslaus blessaður. er skuggalega mikið að hugsa um að skella mér á tónleikana hans ámorgun í skálholti. jemen.
svo er ég reyndar að fara aðvinna á mánudaginn, hrumpf. þetta er nú meira plássið þarna á skjaló.
oh...
svo er ég soldið aum í hjartanu. muh. af hverju er lífið svona erfitt stundum?

erfitt er í svartnætti að svífa
og sorg í hjarta bera.
vertu hlið minni hjá
hjarta mitt vernda þá
lát mig ekki eina eftir vera