þriðjudagur, ágúst 26, 2003

Vignir hringdi í mig í gær og sagði mér að hundskast niður í tónó vegna þess að þar væri fundur með nemendum Þórunnar. drottinn minn dýri! sagði ég, þurrkaði slefið framan úr mér (ég var sofandi) og lympaðist niður í tónó.,svo hlustaði ég á fólk segja hvað það gerði í sumar og hvað það ætlar að gera í vetur, næstum því án þess að vera andstyggileg og illkvittin og fékk svo tíma hjá blessuninni á föstudagsmorgnum kl. 11. kúl!
eða það hélt ég þar til núna rétt í þessu að ég fattaði að ég er að fara í leikfimi á föstudögum hjá henni Báru Beibí kl. 12:05 á umræddum degi.
ég er snillingur!
skólinn er ekki byrjaður og ég er strax búin að tvíbóka mig! og ekki bara í eitt skipti, heldur á hverjum föstudegi í allan vetur. getur maður ekki sótt um að fá einhverja viðurkenningu eða ekkvað fyrir svona svakaleg afrek?
svo gæti ég nú líka svossem talað við drottninguna og fengið þessu skipt....

Engin ummæli: