þriðjudagur, ágúst 12, 2003



Baldur Páll er ábyggilega á leiðinni út á flugvöll í þessum töluðu orðum. hann er nefnilega að fara í háskóla í bandaríkjunum. skóli sem heitir D-school. svo ef hann er duglegur að læra heima fær hann að fara í C-school. svona er þetta kerfi þarna úti, alfeg satt.
ég kíkti til hans í gær og fékk kaffi í síðasta skipti þangað til um jólin. GRÁT OG GNÍSTAN! svo verður nú reyndar hálf lónlí ekkvað þegar hann er farinn, ég verð nú að segja það. bú hú.
en ef þú ert að lesa þetta væni, Góða Ferð (í 3ja skiptið) og Sparkaðu Í Rassa! þeir eiga það skilið, helv. kanarnir. :P

Engin ummæli: