fimmtudagur, ágúst 14, 2003


úr mér voru teknir 80 ml af blóði. afar skemmtilegt. reyndar þurfti ég að liggja útaf, svo ég gat ekki séð blóðið streyma í öll 10 glösin sem gellan var með, en mér finnst það alltaf jafn skrítið. sjá blóðið úr manni sjálfum bara renna útúr manni eins og ekkert sé. sumir eru hræddir við blóð, mér finnst það heillandi. kannski soldið weird... oh well..... en það er aldeilis þeir þurfa að rannsaka!
úff. ég hélt það þyrfti bara nokkur blóðkorn til að athuga fólk, allt þetta DNA kjaftæði og það. svo er bara glas eftir glas fyllt af blóði. drottinn minn.
en allavega.
þetta var bara ágætt, fólk kynnti sig og var almennilegt. tók leigubíl báðar ferðir á kostnað hjartaverndar. HA HA! einn leigubílstjórinn var stór og feitur og greinilega fastakúnni hjá hjartó, rataði beina leið og heilsaði skrifstofukonunum með nafni. sá sem keyrði mig heim var töffari í leðurjakka og hvítum gallabuxum með gæjagleraugu, samt ábiggilega hundrað ára. ferlega fyndinn. opnaði fyirr mig allar hurðir og spurði hvað svona ung fröken væri að gera á stað eins og þessum.
einn greinilega fastur í pikkupp línum.
svo þegar ég sagði honum að ég væri offitusjúklingur í athugun vegna hjarta- og æðasjúkdóma, hætti hann alfeg að tala við mig. gerði sér örugglega grein fyrir því að ég væri ekki megabeib.
skemmtilegir þessir gömlu kallar.

Engin ummæli: