mánudagur, ágúst 11, 2003

Jón fór í hádeginu og keypti sér diskinn úr bíómyndinni "hable con ella" og svei mér þá andskotinn ef þetta er ekki bara fjári góður diskur. soldið klassískur, en ekki um of. þar er t.d. 8 mínútna strengja kvartett sem er bara mjög flottur, svo nottla helling af svona stemmingslögum. tsjekkið á lagi númer 7, það er geggjað!
mikið er kvikmyndatónlist skemmtileg.
jahá.
en í hádeginu fór ég líka og fékk mér tómatsúpu með honum eyfa mínum, sem er hreint alfeg ótrúlega sætur og skemmtilegur, góður, hjartahreinn, myndarlegur, hæfileikaríkur, örlátur og brosmildur (hann bauð ;) við fórum í bakarí sem er hérna rétt hjá og ég mæli sterklega með því. soldið skemmtilegt kaffihús líka og spennandi, því þegar við vorum að koma var ein afgreiðslukonan í miklum bardaga við 2 geitunga. hehe. svo hitti ég líka Öddu! mikið var það nú gaman, ég er sveimér þá farin að sakna hennar soldið. en hún vann hérna á skjaló þangað til núna fyrr í sumar. *snökt-snökt* en hún er búin að lofa að koma í heimsókn fljótlega, svo þetta ætti að bjargast fyrir horn.
jessör.

Engin ummæli: