miðvikudagur, ágúst 06, 2003

nordisk arkiv ráðstefnan í fullum gangi. eða svona þannig. er búið að vera opið hús hér uppá skjaló frá því kl. 1, svona fjórir búnir að mæta. reyndar skaust ég með Bjarna og Jóni uppá kjarvalstaði áðan, þeir þurftu að skoða ekkvað tölvukerfi og bladíbla og ég skoðaði aðstæður hvar best væri að spila.
við erum nefnilega að fara að spila. kvartettinn.
svo fengum við okkur ís í ísbúðinni faxafeni. kjörís, drullugóður. enda fékk maður dru.... stuttu seinna. ótrúlega heillandi að vera með mjólkuróþol, segi ekki annað.
en þetta var ferlega huggulegt allt saman, verð bara að segja það, jón borgaði meira að segja. hoho! en það var nú bara vegna þess að posarnir voru bilaðir.
yeah.
djövl langar mig samt heim og í sturtu, drekka ískaldan bjór og sitja í garðinum í netabol og stuttbuxum með einhverja þungarokkstónlist á blasti, þetta er akkúrat veðrið til að vera með soldið attítjút!
tjúttí frjúttí

Engin ummæli: