fimmtudagur, apríl 28, 2005

eydís var að senda mér brandara.

hann er svona

"Tvær vinkonur fóru saman út á djammið og fóru heldur óvarlega í
kokteilana á Thorvaldsen. Pissfullar og flissandi á leiðinni heim í
vesturbæinn þurftu þær báðar að pissa og ákváðu að klifra inn í
kirkjugarð og skvetta úr henni þar á bakvið einn legsteininn. Sú fyrsta
var ekki með neitt til að þurrka sér á svo hún fór úr naríunum, þurrkaði
sér og henti þeim svo. Vinkona hennar var í spari undirfatagallanum og
tímdi ekki að þurrka sér á djásninu og var það heppin að það var borði
á kransi einum sem hún náði sér í og þurrkaði sér með. Næsta dag hittast
mennirnir þeirra í boltanum og annar
segir: Þær eru rosalegar þessar kjéddlingar okkar. Anna kom heim í gær
nærbuxnalaus - þetta verður að hætta. Þá sagði hinn: Það er nú ekkert.
Ragnheiður kom heim með samúðarkort á milli rasskinnanna sem á stóð


"Frá öllum í Sorpu - við munum aldrei gleyma þér".

Engin ummæli: