áðan fór ég upp á efri hæð til að fara að ljósrita sem mér finnst svo æðislegt og af því að eg er so tillitssöm setti ég gsm símann minn á silent en það hringdi hvort semer ekki neinn svo ég veit ekki hvað ég var að ómaka mig.
en allavega. það var fundur við hliðina á ljósritunarvélinni svo ég ákvað að koma bara seinna, fór samt inná kaffistofu og fékk mér kaffi. þar var húsvörðurinn í leðurvestinu sínu (nó vorrís, hann var líka í hinum fötunum sínum) og í svona meters-radíus í kringum hann var þykkt ský af rakspíra. sem er svossem barakúl. en hann var að setja kex í körfu. út af fundinum? hugsaði ég með mér en hló svo og skellti mér á lær, nei hér á bæ er sko ekki verið að bera kex í fólk nema það sé mjög merkilegt eða komið í heimsókn frá einhverjum öðrum vinnustöðum. við almenningurinn fáum sko ekki kex.
svo labba ég aftur niður og í stiganum mæti ég týpu (a.k.a. sagnfræðingi) og kexið fekk tilgang.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli