fimmtudagur, apríl 28, 2005

what the?

áðan var ég að hlusta á útvarpið í bílnum.
sem er nú ekki í frásögur færandi þannig séð. nema það að ofur leiðinlegt lag kom og ég skipi um stöð.
sem er heldur ekki í frásögur færandi. voðalega er ég lengi að koma mér að efninu, og ekki batnar það með langar leiðinlegar setningar sem segja ekki neitt.
eh...
allavega!
ég var þarna í rólegheitum mínum og skipti yfir á einhvern mann sem var "miðill" í beinni útsendingu. allt sem hann sagði var bull. tildæmis spurði hann konuna sem greinilega var í yngri kantinum, hvort hún væri eitthvað með hugann við utanlandsferðir. hvaða íslendingur í lok maí er ekki með hugann við utanlandsferðir ég spyr? svo var hann með allskonar asnalegar staðhæfingar sem áttu "akkúrat" svo vel við allt í lífi hennar að hún átti bara ekki eitt einasta orð. hvernig getur fólk eiginlega trúað svona bulli?
ég er ekkert að afneita öllum miðlum og fjarskiptafrömuðum milli þessa heims og hinna... en vó. í beinni útsendingu á útvarpsstöð gegnum síma?
ætli amma gamla geti ekki með einhverju móti fundið AÐEINS skárri leið tilað segja afkomendum sínum hvar týndu bíllyklarnir eru?
besta setningin (og sú eina sem ég man orðrétt -tilviljun?) var samt:

"og hérna kemur eitthvað gamalt. eitthvað gamalt úr fortíðinni."

hvernig getur það sem kemur úr fortíðinni verið annað en gamalt? æj ble. en nú er ég farinn að setja krem á putann á mér. ég klippti nefnilega oní kviku og það var allt í læ fyrst en núna er það ógeðslega vont.

Engin ummæli: