það er kominn nýr maður í sætið hans jónsæta! :( nú er ég að sjálfsögðu að tala um sætið hans hér í vinnunni, hann er löngu búinn að fylla svo vel upp í sætið sitt "í hjarta mér" (sagt með óperudrama rödd) að hann á aldrei eftir að komast uppúr því.
en þessi nýi strákur er kominn og er voða almennilegur, kynnti sig og ég veit ekki hvað og hvað.
en ég er búin að GLEYMA því hvað hann heitir! ég meina, þetta var klukkan NÍU ímorgun, ég var svo sannarlega ekki búin að ræsa upp skammtíma (hvað þá langtíma) minnið og nú fær það sko aldeilis að bitna á mér.
nú verð ég bara að "play it clever" og reyna svo að hlera það einhversstaðar hvað fólk kallar hann.
eða bara kalla hann Bubba.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli