þriðjudagur, apríl 26, 2005

fyrir þá sem búa undir steinum má kannski auglýsa það hér að fyrstu helgina í júní verður víólu ráðstefna í reykjavík. herra bashmet og garth knox eru að fara að trylla lýðinn. eða allavega víóluleikara. brjálæðir spilarar. húff.
svo ætlar bara glimmer-stjarnan sjálf herra B. að vera með masterklass. og þar sem ég er Gildur Virkur þáttakandi í mótinu öllu fæ ég frítt á það, get meira að segja kannski tekið þátt.
veit samt ekki alfeg.
hvað spilar maður á masterklass fyrir besta víóluleikara heims? mér finnst þetta soldið skerí. spurning um að spila bara góða mamma eða kópavogur hopp stopp...

Engin ummæli: