mánudagur, júní 21, 2004


bless-bless
Posted by Hello
jæja sæta fólk, þá er miss tót farinn á vit frænda sinna í norðurlöndum. tek þó með mér nokkra íslendinga til fullþingis, enda vita vonlaust að vera einn í útlöndum. við hvern á maður að tala illa um útlendinga á íslensku ef ekki við íslendinga?
það held ég nú.
svo ætlar herra myndó að koma og hitta mig í Köben :) :) :) þannig að fyrirhuguð heimkoma mín er ekki fyrr en 13. júlí.

adíós

föstudagur, júní 18, 2004


180604
Posted by Hello

var að kaupa mér pils í Vera Moda á 3000 kall og það er alfeg glimrandi fínt. off tú ríhörsal, sí jú
ég held að það séu álög á afgreiðslunni hér á þjóðskjalasafninu, um leið og ég tek við símavörslu þagnar Símann (síminn... eins og Frímann...). hann sem er venju óvenju gjamm-mikill á föstudögum. jájá. eða kannski veit hann af því að ég svara hvort sem bara einhverju bulli og get yfirleitt ekki sent símtöl neitt án þess að skella á fólk að minnsta kosti tvisvar. úff.
annars var ég að spá í að fara í klippingu og kaupa mér pils á eftir. segiði svo að ég sé ekki brjáluð gella!

miðvikudagur, júní 16, 2004

nýr linkur
sæta sædís frænka mín er með blogg sem mér finnst nú alfeg nauðsynlegt að linka yfir á.
þess má til gamans geta að mamma Sædísar er í slagtogi (veit ekki hvort þau eru gift) með pabba hennar Önnu "Tuma" Tryggvadóttur. svona leynast nú fjölskyldutengslin víða. maður er bara hvergi óhultur, svei mér þá!


Örlög Tuma


Laugardaginn 19. júní 2004 klukkan 20:00 mun strengjakvartettinn Tumi ásamt djass-hljómsveitinni Örlög halda tónleika í Tjarnarbíó.

Tumi ætlar að spila Borodin strengjakvartett nr. 2 í D-dúr fyrir hlé og svo munu Örlögin taka völdin og spila nokkra vel valda slagara (meira að segja einn frumsaminn). í tvemur eða þremur lögum mun Tumi svo gerast svo djarfur að spila með líka. hvet alla til að mæta, kostar 1000 kall inn fyrir venjulegt fólk en 500 kall fyrir aumingja (námsmenn).

tónleikarnir eru til styrktar MS-félaginu á Íslandi en aftur á móti styrktir af Actavis.


Rokk og Ról, allir að mæta!!


...16. júní...
Posted by Hello
komin í vinnuna, var á tuma æfingu í morgun, sem byrjaði illa og svo gekk alltaf verr og verr þangað til allt í einu að allt varð frábært og svo hnökralaust að við trúðum varla eigin eyrum. svona geta hlutirnir nú verið sniðugir :)
en ég held það sé kominn tími á Plögg...

þriðjudagur, júní 15, 2004

jæja, þá er maður bara kominn í beina útsendingu frá íslandi í dag. í dag. við baldur erum hér í góðum fíling að bíða eftir ða lappað verði upp á guggý, ekki sjón að sjá hana, á ekki að sminka hérna eða hvað?
það held ég nú. við erum búin að sjá fullt af frægu fólki, veðurfréttamanninn og kallana í 70 mínútum, fréttamennina og gaurinn sem er í íslandi í dag. í dag.
stuð. jájá.
allir að horfa á ísland í dag, Í DAG, eða kvöld vegna þess að hljómsveitin Örlög mun taka eitt lag í lokin. með þeirri ágætu grúbbu spilar einmitt hinn undursamlegi strengjakvartett TUMI. þetta verður þvílíkur hitter að annað eins á varla eftir að reka uppí fjörur landsmanna.
jájá.
en nú verð ég bara að hlaupa heim í sturtu og falleg föt.... :D

mánudagur, júní 14, 2004

TTwisted
ó
TTrustworthy
AAmorous

Name / Username:


Name Acronym Generator
From Go-Quiz.com

soldið glatað...
klappstýra aldarinnar
ókei maður heldur að þetta sé djók svona fyrst.... en nei nei... it goes on and on! Eða það heldur áfram og áfram, í íslenskri þýðingu


Posted by Hello
eins og sést er ég mjög kát og brún. fórum sko í hvalaskoðun á Húsavík, sem er bæðevei ótrúlega flottur bær, og ég sólbrann. reyndar sólbrenn ég nú það snögglega að oft er nóg að spáin sé góð til að ég finni fyrir svíða í kinnum og nefi. það að vera sólbrenndur á nefinu er ógeð, var einu sinni með kvef og sólbrunnin á nefinu (hvað er málið með það?) og það var ekki skemmtilegt.
það var svo gaman á illugastöðum að ég á eiginlega erfitt með að segja frá því án þess að klökkna.
þvílík snild!
þvílíkur matur!
þvílíkt át!
þvílíkur svefn!
og þvílíkur maður!
Jón Viðar Þorsteinsson fær hér með verðlaunin "besti kærasti í heimi" fyrir bæði að borða meira og sofa heldur en ég, svo ég myndi nú ekki fá samviskubit. við tókum í kjölfarið þá ákvörðun að hætta að reyna ða komast í kjörþyngd... reyna frekar að komast í kjörþyngdir, þeas kjörþyngd tveggja manna. eða fjögurra ef við teljum okkur öll.
flókið?
ekki jafn flókið og að vakna skyndilega á mánudagsmorgni og átta sig á því að maður verður að fara í vinnu. oj bara.
ég tók reyndar eina ferska TUMA æfingu á þetta og var bara kát og hress, enda búin að steypa í mig kaffi á við alla kjörþyngdarmennina okkar jóns. plögg síðar. plöggplöggplögg

föstudagur, júní 04, 2004

tónó djamm á morgun, laugardaginn 5. júní!

verður við félagsheimili orkuveitunnar, Rafstöðvarveg í elliðaárdal. mæta 18:00 og vera reddí tú rokk!!
bið þá sem ég sendi sms velvirðingar á því að gleyma að taka fram hvenær djammið væri.
:D

mætið!
maður er bara þokkalega að passa Símann (einsog Frímann...) hérna á skjalasafninu, algjör snild. er líka búin að vera að ljósrita veðmálabækur og túnakort. allt að tryllast.
var annars áðan á æfingu með elsku Tuma mínum. úff hvað það var gaman, ég er alfeg á því að verða víóluleikari í strengjakvartett alla mína æfi, það er svo ógeðslega skemmtilegt :D :D
athöfnin í gær gekk bara ofsavel (þótt að jóni hafi fundist víólustykkið mitt leiðinlegt) og kökurnar og KAFFIÐ voru svossem enginn viðbjóður, mér fannst nú samt vanta soldið upp á stemminguna og var fljót að hlaupa heim og stúta kippu.
nei.
svo kom það uppúr dúrnum að frú Helga Guðmundsdóttir, sem sjóðurinn er skírður eftir og er í minningu um, er náskyld mér. eða svo gott sem. eða hvort það var maðurinn hennar? einhver langafi minn og jah... einhver pabbi hennar eða ble... tjah... báðar ömmur mínar útskýrðu þetta fyrir mér, amma D. kom meira að segja með mjög ýtarlegar útskýringar og rakti ættir okkar aftur í þónokkurn tíma. ég missti þráðinn hins vegar á öðrum eða þriðja lið og er því ekki til afspurnar. amma B. varð hins vegar yfir sig hrifin að hitta loksins fólk á sínum aldri (orðin nett pirruð á að umgangast okkur óþroskuðu mæðgurnar) og fannst allt í einu hugmyndin að fá sér ellismells-íbúð ekkert svo galin.
jábbjábbjább!

svo er það tónó-sumar-djamm annað kvöld! allir memm :D

miðvikudagur, júní 02, 2004

þriðjudagur, júní 01, 2004

PLÖGG-PLÖGG-PLÖGG-PLÖGG-PLÖGG (....mér líður soldið eins og trölli í blautum stígvélum)

eftir að hafa fengið 3 mismunandi dagsetningar hjá "tryllta tvíeykinu" var hin fjórða auglýst við skólaslit tónlistarskóla hafnarfjarðar að áheyrandi 400 manns, svo ég ætla að halda að hún standi.

FIMMTUDAGINN 3. JÚNÍ (daginn sem amma verður 75 ára, en það er leyndó) fæ ég styrk frá minningarsjóði Helgu Guðmundsdóttur og verður styrkveitingarathöfn í Hásölum Hafnarfirði kl. 17:00. ungfrú tótfríður harðdal mun að því tilefni spila 2. kaflann úr Marchenbilder eftir Schumann auk þess að syngja lagið Litanei eftir Schubert. svona schu-þema.
endilega mæta :) kökur og kaffi á eftir í boði tónó. vona ég allavega...
sleep
Oh no, you're always so sleepy- the Garfield who
naps the whole day long! Wake up, won't you?


What Garfield Personality do you Have?
brought to you by Quizilla

Posted by Hello
fór á KORN á sunnudagskvöldið með ása litla bróður og þórunni og bróður hennar. djöfulsins helvítis rokk og ról! algjörir snillingar verð ég að segja, það var klikkað að sjá þá á sviði! eiginlega uppáhaldshljómsveitin mín, svona svo maður sé nú væminn. en það var svo soldið mikið fyllerí, fannst það nú frekar leimó, hefði aldrei nennt að vera full á þessum tónleikum, vildi sko ekki missa af einni einustu mínútu eins og ein stelpa (sem ég reyndar veit hver er) sem lá upp við pallana hjá sviðinu útúr drukkin og allaveganna sá ekki neitt. en hún hefur kannski hlustað...
svo keyptum við systkinin okkur boli. eða ÉG keypti boli á okkur systkinin og pungaði út einum fimmara fyrir 2 stykki. keypti þó ódýrari týpuna. djöfull er maður geðveikur.
en nú er það bara Korn á fóninum 24-7, eða svo gott sem. og nýji diskurinn er svo gott sem keyptur! (bíð þó þangað til í fríhöfninni 22. júní....)