fór á KORN á sunnudagskvöldið með ása litla bróður og þórunni og bróður hennar. djöfulsins helvítis rokk og ról! algjörir snillingar verð ég að segja, það var klikkað að sjá þá á sviði! eiginlega uppáhaldshljómsveitin mín, svona svo maður sé nú væminn. en það var svo soldið mikið fyllerí, fannst það nú frekar leimó, hefði aldrei nennt að vera full á þessum tónleikum, vildi sko ekki missa af einni einustu mínútu eins og ein stelpa (sem ég reyndar veit hver er) sem lá upp við pallana hjá sviðinu útúr drukkin og allaveganna sá ekki neitt. en hún hefur kannski hlustað...
svo keyptum við systkinin okkur boli. eða ÉG keypti boli á okkur systkinin og pungaði út einum fimmara fyrir 2 stykki. keypti þó ódýrari týpuna. djöfull er maður geðveikur.
en nú er það bara Korn á fóninum 24-7, eða svo gott sem. og nýji diskurinn er svo gott sem keyptur! (bíð þó þangað til í fríhöfninni 22. júní....)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli