PLÖGG-PLÖGG-PLÖGG-PLÖGG-PLÖGG (....mér líður soldið eins og trölli í blautum stígvélum)
eftir að hafa fengið 3 mismunandi dagsetningar hjá "tryllta tvíeykinu" var hin fjórða auglýst við skólaslit tónlistarskóla hafnarfjarðar að áheyrandi 400 manns, svo ég ætla að halda að hún standi.
FIMMTUDAGINN 3. JÚNÍ (daginn sem amma verður 75 ára, en það er leyndó) fæ ég styrk frá minningarsjóði Helgu Guðmundsdóttur og verður styrkveitingarathöfn í Hásölum Hafnarfirði kl. 17:00. ungfrú tótfríður harðdal mun að því tilefni spila 2. kaflann úr Marchenbilder eftir Schumann auk þess að syngja lagið Litanei eftir Schubert. svona schu-þema.
endilega mæta :) kökur og kaffi á eftir í boði tónó. vona ég allavega...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli