stýrimenn rokka
stundum hefég (og sumir aðrir) pælt í Stigsprófakerfinu frábæra sem lýðst við marga tónlistarskóla. margt vont er sagt um þau og annað gott. sumum finnst þau frábær og sumir hata þau. sumir hafa bara als ekkert álit á hlutnum og finnst hann eitthvað sem enginn hefur not fyrir.
sjálf er ég nokkuð fylgjandi þessu síðastanefnda, en það er nú bara ábyggilega afþví að ég hef tekið svo fá stigspróf og er búin að gleyma adrenalín kikkinu sem fylgir því að spila fallega tónlist fyrir eina manneskju sem situr fyrir fram blað og penna. eins og það sé hægt að lýsa getu fólks í orðum! úff. en allavega.
stundum hef ég líka hugsað út í það hvernig í ósköpunum þetta hafi allt saman byrjað. hver var það sem sagði fyrstur manna "hey, látum alla tónlistarnemendur spila próf og köllum það stig!" ? hvaðan höfðu þeir fordæmið?
nú kemur sér vel aldeilis vel að vera að vinna á sagnfræðingasetri, þar sem ég hef fundið svarið (allavega þetta sagnfræðilega) við spurningunni. íslenska stjórnardeildin lýgur ekki krakkar mínir. svo saaaaaaaaaannarlega ekki.
Matthías Þórðarson stýrimaður sækir um að fá styrk til að taka 2. stig í stýrimananaskólanum í Bogö. Hinn 15. desember 1880. Með fylgja uppköst.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli