föstudagur, maí 07, 2004

mér finnst ég sjálf vera soldið fyndin og það angrar mig því ég hef alltaf haldið mjög mikið upp á málsháttinn "heimskur hlær að sjálfs síns fyndni". sérstaklega stundum. en nú hef ég staðið mig sjálfa að því að vera að flissa uppúr þurru trekk í trekk, (TREKK? ómæ, nú verð ég að fara að taka upp að nýju þáttinn "íslenska rökkuð niður") í allan dag, yfir mjög lélegum brandara sem ég sagði í tónheyrn síðasta miðvikudag. ég ætla að taka það fram að nöfnum hefur verið breytt til að vernda einkalíf og æru samnemenda minna og kennara.

GUNNhildur: jæja nú ætlum við að taka próf í hljómstöðu.
FReydís: SJETT! ég vissi að við myndum fara í próf í því! ég fann þetta á mér!
ég: jæja... en ertu nokkuð með fimmeyring á þér?

Engin ummæli: