mánudagur, mars 02, 2009

allt að koma

dagarnir líða án þess að maður panti það, sem er nú eitthvað annað en flest annað sem þarf að gera. annars gengur það bara ágætlega, er meira að segja búin að hringja nokkur símtöl. ok kannski ekki nokkur.
jónsæti er reyndar laaaaaasinn sem er sorglegt og sefur eins og lasinn einstaklingur uppí rúmi. ég þykist ekki hafa tíma til að leggja mig, er samt svo mygluð og þreytt að ég get ekki gert neitt af viti.
systur mínar 2/3 kíktu í heimsókn ásamt handhafa sameiginlegs Y-litningis okkar á laugardaginn og það var mikið skemmtilegra en að fá konuna frá orkuveitunni sem kom fimmtudaginn á undan því. en við systur ákváðum að taka eina photo-session, sem er klassík og ALLTAF jafn fyndin og skemmtileg. komumst að því (aftur) að við erum ógeðslega sætar.

svo (góð tímasetning) er ég forfallin í photoshop og windows movie maker næstum því uppúr þurru. á að gera "stuttmynd" í skólanum og ákvað ða gera músíkvídeó við dúett úr óperunni Lakmé. já ÞANN dúett. hann er bara fallegastur í heimi, alfeg sama hvað er búið að auglýsa mikinn klósettpappír með honum. svo var ég að skoða myndir á netinu og fannst þær allar svo ljótar að ég er búin að teikna þetta allt. svo er skannerinn bilaður svo að ég er búin að þurfa að taka myndir af öllum teikningunum. spes. samt búið að ganga nokkuð vel. hendi sýnishorni hingað við tækifæri.
jæja, best að fá sér ristað brauð og pespí.

hin tilvonandi.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

NICE!!!!
skemmtilegar undirhökur þarna á ferð..
kv.
Dagga

drekinn sagði...

Hurrðu!
Helduru ekki að mig hafi ekki bara verið að dreyma hann Óskar í nótt! Við vorum að rúnta á gamla hvíta bílnum hennar mömmu þinnar á hringbrautinni með Guðnýuna afturí að LEITA AF ÓSKARI! Vaknaði svo.....þannig veit ekki hvort hann fannst! Er hann nokkuð týndur?

tóta sagði...

nei óskar fer bara úr rúminu uppí sófa. inná milli étur hann eða skítur. beisiklí 4 staðir sem hann gæti verið á :)

drekinn sagði...

Hjúkkkkkkkkkkkkket!
Var daudhraedd um hann! Anginn okkar!
Samt kann hann líka ad fela sig inni á badherbergi og hraeda ur manni liftóruna!!!!!!!!!!!! Usssssssss

Nafnlaus sagði...

Ég er alveg sammála þér með þennan dúett. Hann Delibes gerði svosem ekki mikið annað merkilegt, en þarna hitti hann beint í mark! Mér finnst líka Gymnópedía númer 1 eftir Satie mjög falleg, þó að hún sé fyrst of fremst þekkt úr sósuauglýsingu;)