sunnudagur, desember 31, 2006

prumpandi velgengni

svaf 10 tíma síðustu nótt og lagði mig svo um 3 leytið og vaknaði við fréttirnar. dreyndi að gellan sem gaf út matreiðslubókina var að taka viðtal við einhverja starfssystur sína sem var á leið í skipti vinnu (svona eins og skiptinemi) til Keltlands og var mjög spennt yfir að læra keltnesku.
tryllt stuð.
svo bara gamlárs á morgun... hell yeah.
miss tót verður í trylltasta partýinu og býst klárlega við að smallaðar verði rúður og kveikt í öskutunnum, svo maður tali nú ekki um ofsadrykkju, eiturlyf og strippara.

verð semsagt hjá tengdó.
þau eru áttræð.

mánudagur, desember 18, 2006

stóóóóóóóóri laaaaampinn

jessör krakkar mínir... kellingin bara komin í vinnuna. fæ semsagt eitthvað lítið og löðurmannslegt að gera hér á í jólafríinu. veitir ekki af aurunum to tell the truth...
reyndar er soldið á huldu hvað það er sem ég á að vera að gera, en það kemur nú vonandi í ljós fyrr en síðar. allavega síðar ef ekki fyrr.
fór í hið huggulegasta kakó og kökuboð í gær hjá krútinu henni Guðný Birnu, eða DjíBí eins og hún er kölluð af gárungum. hitti þar fyrir hið myndarlegasta fólk og voru rifjaðirupp gamlir tímar. ennþá eldri en ég var búin að gera mér grein fyrir... vissuði að það eru 5 ár síðan það var árið 2001? nei bara svona pæling. allavega þá hefði ég gjarnan vilja vera mikið lengur og borðað mikið meira af lakkrís-smákökunum. sjett hvað þær voru góðar.
jamms í jamm jamm jamm.

fór í ræktina í morgun. það var hell boring. held ég einbeiti mér að því í framtíðinni að hætta að borða, svona í staðinn fyrir að lenda alltaf í þessu sprikli á nokkurra ára fresti þegar ég fatta hvað ég er orðin feit. hoho.

svo spilaði ég á tvennum tónleikum á sunnudaginn og það var mjög gaman. Hildigunnur tók reyndar athyglissýkikast rétt eftir hlé og lét fólk halda að hún hefði brotið fiðluna sína. sem hún var ekki búin að. hefði samt verið töff... sé hana ía anda standa bara upp og smalla fiðlunni á hausnum á sér, öskra svo eitthvað pólítískt.... "ÞJÓÐGARÐ Á KÁRAHNJÚKA!" eða eitthvað og bíta svo trélufsurnar sem eftir væru af fiðlunni og hrista hausinn í tryllingi eins og brjálaður hundur. neibara pæling...

ÞAÐ væru almennilegir SÁ tónleikar.

Guðný Guðmunds datt líka næstum því í uppklappinu svo að salurinn tók andköf.
Sif vorkenndihenni en mér fannst þetta bara fyndið og gott á hana. en ég er nú líka frekar mikið kvikyndi og illgjörn í anda.
jæja nú er best að þegja áður en viss hópur manna og kvenna nær í kaðal til að hengja mig með.

hmoooaaah.

ps- kaffi er gott og það á eftir að ryksuga ganginn heima hjá mér

laugardagur, desember 16, 2006

nammi nammi namm!

komin heim í heiðardalinn og er mjög kát með það allt saman.
lét svo plata mig í 2 gigg á sunnudaginn sem næstum því skarast, en þó ekki. smart :)
fékk æðiæðiæðislega crocs skó frá mömmu í afmælisgjöf (ok ég hjálpaði aðeins) og er ekki búin að fara úr þeim.
það er gaman.
er að bíða eftir jónisæta sem var að hjálpa vini sínum með einhverja tölvu útí bæ. venjulega er hann nú reyndar ekki mjög tölvu-hjálplegur, en þar sem það var víst honum að kenna að talvan var biluð þá gerði hann undantekningu. haha. en hann er nú samt á leiðinni heim og ætlar að kaupa eitthvað mæjhjong að borða á leiðinni. vona að það sé gott. annars er hinn sæti í einhverju brjálæðislegu heilsuátaki og maður er eiginlega neyddur til að taka þátt. svossem ekkert slæmt... bara erfitt að standast allt þetta góóóða ííííslenska nammi.
nammi namm.

en jæjajæja, wagner æfir sig ekki sjálfur.

ps- er með gamla númerið ef einhver vill heyra í mér hljóðið (er í h-dúr)

fimmtudagur, desember 14, 2006

á leiðinni...


sit við tölluna og legg Spider kapal, bíð í ofvæni eftir því að klukkan verði nógu mikið til að ég geti farið að leggja af stað :) tek lest hálf tvö beint á stansted. tekur reyndar 3 tíma og hálfan, en í staðinn þarf ég ekki að fara niður í miðju helvítis og ferðast fram og til baka í svokölluðu Tjúbi. mikill kostur.
svo er ég líka með víóluna svoég get kannski bara æft mig. hoho :) eða ekki.
reyndar er ég þvílíkt búin að undirbúa mig af því ég er svo stressuð að fólkið á flugvellinum reyndi að senda pólsku ástina mína í flugvélalestin :( en samkvæmt www.BBA.co.uk sem er síða fyrir alla flugvelli í bretlandi þá eru "musical instruments" leyft AUK einnar tösku í handfarangri. ég var náttúrulega mjög sniðug og prentaði þessa síðu út svo ég get bara troðið henni framan í fólk ef það fer að abba sig. svo ég er líka búin að skrifa iceland express og þeir sögðu þetta væri meira en lítið í lagi.
púha.
ég er bara ekki alfeg hress á að vera að rífast við eitthvað skrifstofufólk. en svona er nú það. svo er ég búin að downloada fullt af jólalögum svo ég verð í trylltu jólastuði þegar ég lendi um ellefu leytið í kvöld :)

sjáumst heima!

þriðjudagur, desember 12, 2006

taaaaakk

takk takk takk öll elskurnar mínar sem senduð mér sms eða comment eða bara hugsuðuð FALLEGA til mín!
þetta var sveimérþá bara ansi ágætur afmælisdagur... reyndar aldrei lent í þessu, en ég hlakka meira til að koma heima á fimmtudaginn heldur en að eiga afmæli. weird.
en það er nú kannski af því að ég fæ alla pakkana mína þá! :) hoho

elska ykkur öll
knús og...

ég á afmæli....

í dag!!
húrra húrra.
tilhamingju ÉÉÉÉÉÉG!

'myspace

mánudagur, desember 11, 2006

þessir tenórar!

http://mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1240786

þvílík drottning. best finnst mér samt síðasta línan. hvað ætli þeir hafi látið hringja lengi? og ætli einhver hafi setið við símann og hugsað með sér: "úff þettaer mogginn... ég ætla EKKI að svara"

hálftími

:)

sunnudagur, desember 10, 2006

held ég nú

er að teikna/lita jólakortin í ár. þau verða spes... alfeg búin að gleyma hvað er gaman að föndra, maður hættir alfeg að hugsa og bara dúllast eitthvað. aaah já, gott að hvíla toppstykkið aðeins.
keypti jólagjöf í dag. svo ætlaði ég að kaupa aðra, en búðin var lokuð (enda klukkan að verða 6 á sunnudegi). ég var reyndar soldið kát með að hún skyldi vera lokuð, vegna þess að hún opnar aftur á morgun og þá með HEVÍ útsölu.
soldið skrítin tímasetning... þetta er örugglega eitthvað sölutrikk hjá þeim, en sama er mér ef það sem ég ætlaði að kaupa verður fyrir vikið ódýrara. veitir ekki af þar sem ég er gjörsamlega hangandi á nöglunum og bíð í ofvæni eftir borguninni frá gigginu sem ég gerði um daginn uppísveit.
það held ég nú.
Barrokk kontrapunktur í fyrramálið, verð að fara að drífa mig í lúllann, vonandi þurftum við ekkert að læra heima... :s kemur í ljós, hoho.

laugardagur, desember 09, 2006

sjálf ég sjálf

ég er sjálfhverf. held það sé orð. allavega þá er ég að hlusta á jóladiskinn hennar Þórunnar Guðmunds og mér finsnt bara gaman að hlusta á lögin sem
1)ég gerði textann við eða
2) ég er að spila. hoho.
mér til afsökunar má taka það fram að þetta er eini jóladiskurinn sem ég er með hér í eymdinni (birmingham). óþarfi er líka að taka það fram það þetta ERU langbestu lögin ;)
svo er ég bráðum að fara að setja upp jólaseríu í herbergið mitt (þegar ég nenni... gæti verið eftir smá stund). maður er kominn í svo mikið stuð. reyndar er ekkert að marka neitt jólastuð fyrr en ég heyri Jólagesti með Björgvini Halldórs, þá fyrst blómstrar jólaskapið. það er Beeeeeesti jóladiskur í heimi (ekki satt mamma?) :D þá vil ég sérstaklega benda fólki á lagið þar sem aumingja Bó gengur um í rifnum fötum og börnin virðast vera "ekkert skaðleg".
mesta snilld í heimi.
annars er ég bara nokkuð hressá pakkanum, stakk af óperusenu sýningu í skólanum í hléi. þvílík hörmung. skil ekki alfeg hvað er í gangi með standardinn í þessum skóla. (hvað standard? þeir hleyptu mér inn hoho). svo bara styttiststyttist, kem heim 14. des :D

miðvikudagur, desember 06, 2006

sjö og hálfur

núna eru 3 þjóðverjar (að minnsta kosti, einhverjir gætu verið að fela sig) niðri í stofunni minni svo ég nenni ekki niður að fá mér að borða, þó ég sé solið svöng og alls ekkert í ófélagslyndu skapi.
en góðu fréttirnar eru aldeilis að hrannast uppp hjá mér :D búin að finna hvað ég ætla að gera jónisæta í jólagjöf (PÚÚÚÚ HAAA!), fékk bækurnar frá amazon sem ÉG ákvað að gefa MÉR í afmælisgjöf, æfði mig mjööög mikið svo ég er ekki lengur mjööög stressuð yfir að fara í tíma á morgun og uh... ég ´þurfti ekki að bíða eftir strætó, því hann kom um leið og ég var komin á stoppistöðina.
svona er nú mikið stuð í birmingham á miðvikudögum.

áf víder (eins og fólkið niðri myndi segja)

fly fly away... you´re a BUTTERFLY.

Derelieght!

aftur orðin ein af fjórum, David fór í morgun back to america, eins og segir í laginu. sumir eru örugglega ansi fegnir en mér finnst þetta eiginlega soldið sorglegt, hann tók líka allt draslið sem ég var að geyma fyrir hann undir rúmi svo nú er allt ennþá meira sorglegt. það er gaman að vera með gesti.
svo er ég að mana mig uppí að klæða mig og drífa mig í skólann. þarf að æfa mig í 15 tíma í dag svo égnái að vinna upp kæruleysið um helgina :S en mér til afsökunar hef ég stórtónleika sem ég spilaði á mánudagskvöld. það var nú meira ævintýrið og þarf held ég auka færslu fyrir sjálft sig...
jæjajæja af stað með þessa gæru.

mánudagur, nóvember 27, 2006

stuð á Milner Road


David kominn í heimsókn og strax farinn að láta eins og api.
nei djók :) brjálað stuð og við erum búin að fá hláturskast yfir enskum auglýsingum og tala illa um alla sem við þekkjum.... aaaah alfeg eins og í gamla daga :)

föstudagur, nóvember 24, 2006

ég nenni ekki að æfa mig og ég nenni ekki að það er sprungið á hjólinu mínu ÞRÁTT fyrir svaklegu slímslönguna :( ég er bara greinilega orðin of FEIT til að geta hjólað.
búhú

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

strengja nörda blogg

ég var að horfaá 10 fingur með Guðnýju guðmunds á rúv vefnum og þótti mér það mjög skemmtilegt og fróðlegt. sérstaklega fannst mér gleraugun hennar Kötu minnar skemmtileg þar sem hún situr í annari fiðlu á einhverri gamalli klippu frá sjónvarpinu.
Nú ætla ég heldur alls ekki að segja neitt ljótt um GG enda yrði ég hengd úr næsta tréi áður en ég næði að klára þessa færslu, en HVAÐ ermálið með fjórða fingur vinstri handar? :o Rrrrrivka Golani myndi fá brjálæðiskast.
"what is this? is your finger paralyzed? is it sleeping or hiding? it´s your finger, you control it!"
jájá.
mikið eru þetta annars skemmtilegir þættir, vildi það væri hægt að horfaá þá alla, ekki bara þann sem var síðast í sjónvarpinu.
rokk

viðbót 1) jú það er hægt að horfa á gamla þætti, bara ekki þætti sem á eftir að sýna. ég er s.s. soldið gráðug að vilja horfa á þáttinn með Ásdísi Valdimars :D hóhó hvað verður gaman hjá mér í kvöld!

mánudagur, nóvember 20, 2006

Call Fox Mulder.... NOW!

í morgun þegar ég fór á fætur þá var Mark sambýlingurinn minn að líma svartan ruslapoka á sturtuna okkar.
"jájá hanner breti greyið" hugsaði ég og var svossem ekkert að æsa mig, en svo tjáði hann mér það að gler í Nýju (varla 2 mánaða) sturtunni okkar hefði verið brotið þegar hann kom niður. við hváðum þarna hvert ofaní annað í smá stund en kenndum að lokum aumingjans þjóðverjanum um, af því að hún fer alltaf snemma í skólann. svo sópuðum við öllum glerbrotunum (eða svo gott sem) upp og mark fór í sturtu... mjög mikið í öðrum helminginum.
seinna mætti ég svo þjóðverjanum í eldhúsinu og hún var nývöknuð, enda soldið lasin. og hún hafði sko aldeilis ekki brotið sturtuna.
þannig að þetta er mikil mistería.
æj æj og ó ó.

fimmtudagur, nóvember 16, 2006

æj æj


ég fór á æfingu í morgun af nútímastykkinu sem ég er að spila í. píanó, flauta, klarínett, trompet, fiðla, víóla, selló og kontrabassi. og slagverk en það er nú eiginelga ekki hljóðfæri svo maður telur það ekkert með (hehe).
gekk svossem bara ágætlega sovna þannig. tónskáldið hefur greinilega ekki mikla trú á víóluleikurum því ég er nokkurn vegin alltaf að gera það sama og fiðlan eða sellóið. nema þegar koma reglulega erfiðir kaflar... þá er ég í þögn.
en maður svossem kvartar ekki yfir því :)
það semer meira merkilegt er að ég hjólaði í skólann og aftur heim og er þessvegna orðin mikið mjórri en í gær. ég er líka öllu meira illa lyktandi af því að ég svitnaði svo mikið. apalegt.
en svo er ég komin heim og ætla að fá mér góðan -EN kaloríusnauðan hádegismat og æfa mig svo geðveikt mikið þannig að fólk verði alfeg bara "vó... sjett..." næst þegar það heyrir mig spila.
jeh.
eina sem angrar mig smá, er að ég er eiginlega allt í einu orðin skítþreytt og rúmið mitt er meira en heillandi.
púúúúúú!

þriðjudagur, nóvember 14, 2006

ein, tvær og fjórar

hó hó ég er komin í víólu kvartett! gerist ekki betra en það. nema ef vera skyldi víólu kvintett.
ótrúlega magnað hvernig víóluleikarar ná einhvernveginn saman án þess að leggja neitt mikið á sig (örugglega af því að við erum svo frábær), en "venjulegi" kvartettinn minn er búin að vera að æfa on-off í meira en ár og ekkert gerist, eða svona næstum, maður er alltaf hálfvegis að óska þess að fólk bara drepist, nei kannski soldið ýkt, en á fyrstu víólukvartettæfingunni smullum við bara saman eins og púsluspil, æfðum í meira en klukkutíma, plönuðum svo 2 æfingar og útaðborða- svodjamm. og fengum svona 10 hugmyndir af tónleikum sem við ætlum að spila á (og ekki gleyma kammermúsík-keppninni sem við erum staðráðin í að rústa), verkum sem eru til og verkum sem við viljum útsetja eða láta útsetja. gigg sem væri hægt að redda og jólaprógramm sem mun RÚLA.
sumu er bara gjörsamlega hent upp í hendurnar á manni :)

ég er í ruglinu

nennir einhver að segja mér afhverju ég er, annað kvöldið í röð, ennþá vakandi þegar klukkan er farin að nálgast tvö?
ekki sniðugt fyrir litlar stelpur að vera að svona hangsi.
æj æj æj
ég þarf nú reyndar ekkert að vakna snemma í fyrramálið, þannig að þetta er nú svossem ekkert alfeg voðalegt, en júnó... samt bömmer. svo þyrfti ég að fara út með ruslið af því að ruslakallarnir koma á morgun.
æj nú fer ég að sofa.

mánudagur, nóvember 13, 2006

ó nei!

ég er alfeg að drepast (vægast sagt) úr hungri og ég á EKKERT að borða. nema 2 skinku og sif sneiðar. en ekki brauð. svo á ég reyndar epli.
en hverjar eru líkurnar á því að ég fái mér epli og skinku í kvöldmat?
litlar.
þannig að það lítur út fyrir að ykkar heittelskaða þurfi að bregða sér af bæ. neeeeenni því ekki... ooooh. svo þarf ég að fara á æfingu í kvöld. eða þarf... þetta er svona áhugamannaband sem ég hélt að væri bara gaman að gera en svo kom í ljós að það var það eiginlega ekki og æfingin er hinumegin í bænum svo það tekur mig örugglega klukkutíma að komast þangað. eða svo gott sem. æj ég ætti nú samt að drífa mig. aldrei að vita, kannski æfðu sig allir geðveikt mikið frá því ég mætti síðast og stjórnandinn ákvað að hætta að vera svona mikið fyrrverandi trompetleikari.
aaanywaaaays... útí búð með hana.

Pandora Internet Radio og nýjir nágrannar

þetta er ég
er frábær uppfinning og ég kvet alla til að skella sér þangað... Núna.
allavega.
nýjasta nýtt frá verbúðinni "veröld tótu" er svossem ekki mikið til að tala um. nýja talvan er ennþá eins og geimskip í miðju herberginu og kassinn utan af henni er svo stór ég sé ekki í hendi mér hvernig ég á að geta geymt hann "þangað til ég kem heim" eins og minn elskulegi heimtar. ég mun þó reyna mitt besta.
sem er það besta sem maður getur, ekki satt.
svo er nýjasta æðið hjá mér að slökkva öll ljós og horfa útum gluggan útí garð. soldið sikk ég veit, en nágrannar mínir eru svo "sniðugir" að setja ruslapokana sína útí bakgarð þegar þeir eru fullir. þegar pokarnir eru fullir, þeas, ekki nágrannarnir, held örugglega þau drekki ekki, þetta eru nefnilega kínverjar (eða eitthvað svoleiðis). aaaaallavega þegar pokarnir eru komnir útí myrkrið í bakgarðinum hætta þeir að vera leiðinlegir illa lyktandi pokar og breytast í girnilega exótíska veitingastaði fyrir villt dýralíf Birmingham B29 7RQ.
sem sagt rottur.
og við erum ekki að tala um litlar sætar ljósbrúnar rottur sem borða vínber og kúka í blómapotta. þetta eru stórar og myndarlegar, vel í holdum rottur sem tísta og hlaupa stundum á grindverkið svo að það heyrist svona "búmm" hljóð. einhverra hluta vegna finnst mér þetta mjög athyglisvert og er þessvegna oft útí glugga.
held pottþétt ég hefði farið í líffræði og síðan tekið mastersverkefni við að rannsaka atferli meindýra í framhaldi, ef ég hefði ekki lent í þessum sveitta tónlistarbransa.
annað sem er miður skemmtilegt að segja frá er það að ég ét svo mikið þessa dagana að ég er hætt að komast í nein föt og er orðið illt í hnjánum. held þetta endi með því að ég kem heim í svona börum eins og Keikó :) neidjók, megrun á morgun... lofa.

kyss until later...

ætla að reyna að ná mynd af nýju vinkonum mínum, læt ykkur vita.

laugardagur, nóvember 11, 2006

oh my god

ef þið sæuð tölvuna sem ég var að fá innum dyrnar þá mynduð þið öskra. ég gerði það. eða allavega svona smá. hún er HUUUUUUUUGE. en töff :)
tónleikarnir í gær gengu bara vel, jájájá, elgar var bara ekki eins hræðilegur og ég hélt. fórum svo aðeins á The Stage eftir tónleikana og svöluðum þorstanum.
enda er þynnka jóns í heimsókn og ég er að spá í aðfara út og kaupa mér eitthvað sveitt :) ef ég get rifið mig frá nýju óóógeðslega flottu DELL tölvunni minni.
gæti orðið erfitt.

sunnudagur, nóvember 05, 2006

brummm brummm

áðan þá var ég dugleg að æfa mig, tók hressilega í vinkonuna eins og hægt væri að segja ef maður væri sjómaður eða eitthvað svoleiðis. svo eftir á settist ég við traktorinn minn (tölvan mín gefur frá sér mikið hærri hljóð en eðlilegt er) og spilaði þónokkra pac-man leiki. metið mitt er 57 þúsund og eithvað.
allavega, þar sem ég sat þarna í tölvuleik tók ég eftir að ég var með fjörfisk í vinstri upphandlegsvöðvanum. þanig að mér leið soldið eins og bíl...

æj...
þetta hljómaði sniðugara áðan en núna.
allavega.

ekki borða pizzu fyrir háttinn

vaknaði í nótt við það að mér fannst rottur vera að skríða inn um gluggann minn. sem þær voru klárlega ekki aðgera, en samt var ég geðveikt hrædd og var viss um að stafli af geisladiskum í gluggakistunni minni væru rottur. sem þeir voru klárlega ekki.
með ótrúlega sterku átaki tókst mér að fara framúr og loka glugganum.
svo lá ég heillengi og var asnaleg, þangað til Christine meðleigjandi minn kom heim og þá var ég Alfeg viss um að það væri einhver að brjótast inn og stela sjónvarpinu sem er niðri. ekki skánaði svo hjartalínuritið þegar bófinn, sem var í raunninni ekki bófi heldur Christine fór að labba upp stigann.

en svo sofnaði ég að lokum og bara var að vakna :) svo er það bara ristað brauð, sódavatn, jógúrt og America´s next top model!!
húrrahúrra.

þriðjudagur, október 31, 2006

blogg í bili

mér er soldið illt í bakinu vegna þess að ég sat skakkt í strætó áðan.
það er asnalegt.

komin með "gömlu" tölvuna mína aftur, þeas tölvuna sem ég keypti fyrir rúmu ári og var svo voðalega ánægð með. hún er sem sagt núna komin með sitt ÞRIÐJA móðurborð en slekkur samt á sér svona eftir dúk og disk. óóóóóþolandi.
ég er búin að öskra og lemja í skrifborðið mitt, en það virðist ekki virka.

hún er reyndar "bara" búin aðgera þetta tvisvar, en það er tvisvar of oft. við jónsæti erum búin að skrifa mjög harðorðað email til Acer customer service í englandi, en mig grunar nú einhvernveginn að þeir eigi ekki eftir að gera neitt. svo er garmurinn náttúrulega komin úr ábyrgð svo ég sé ekki alfeghvert þetta stefnir.

allir að byrja að safna monní og gefa mér nýja tölvu í jólagjöf? nei segi bara svona.

annars er ég á barmi taugaáfalls, Rivka kemur á morgun og ég er eiginelga ekki búin að æfa mig neitt. þaðer svona þegar maður er að þvælast útum allar jarðir. púff, held ég skelli mér bara á hnéskeljarnar og biðji fyrir þessu, eiginlega það eina sem mér dettur í hug til að bjarga á mér rassgatinu. :)

laugardagur, október 28, 2006

Til Hamingju Með Afmælið Iðunn!!

myspace layouts, myspace codes, glitter graphics

biðst innilegrar afsökunar á að skrópa í partýið... er bara soldið upptekin við að knúsa einn kall sem ég þekki. :)
bæti þér það upp síðar, lofa!
:*

mánudagur, október 23, 2006

áðan fór ég aðeins að vorkenna sjálfri mér og finnast erfitt að vera ég.
en svo fór ég að spá hvað það væri nú mikið erfiðara að vera einhver annar... ég meina, maður myndi ekki vita neitt, kannski myndi maður hoppa ofan af stól og ekki vita að í raunni væri maður með bilað hné.
til dæmis....

sunnudagur, október 22, 2006

HJÁLP HJÁLP!!

England er að reyna að drekkja mér!
hér er mjög gróf morðtilraun í gangi og enginn sýnist ætla að koma mér til bjargar. nú er búið að rigna stanslaust í allan dag. og við erum ekki að tala um neinn úða eða smá skvettur, NEINEI! hér ganga Gusurnar hver yfir aðra svo maður sér varla útum gluggana, og mér sýnist bakgarðurinn okkar vera smá saman að breytast í sundlaugar busl-laug fyrir börn.
afar athyglisvert er líka að benda á það að ég er EKKI með þvott úti á snúru. aftur á móti gæti verið sniðugt hjá mér að hengja óhreina þvottinn minn út núna, skella á honum handfylli af þvotta efni og láta þessa niðurkomu sjá um afganginn.
jah eða bara leggja mig.... jább, Betra.

Bara í Bretlandi

í gær fór ég útí búð (með fjólubláa nectar kortið mitt :) og keypti fullt af allskonar dóti. m.a. þurfti ég að kaupa sykur.
eftir að hafa leytið mjög lengi um alla búð og þá sérstaklega í bökunarvörudeildinni spurði ég eina afgreiðslukonu. útí endarekka... við hliðina á TE-INU!
nema hvað?

laugardagur, október 21, 2006

letiblóðið punktur is

vaknað kl. 10 í morgun og fór í sturtu, ætlaði sko aldeilis að vera dugleg og byrja að æfa mig snemma og svona.
en núna, klukkutíma seinna er ég svo þreytt að ég er komin með krónískan geispa og næ varla að halda mér uppréttri. og ég er ekki einu sinni búin að pakka upp! hvað er eiginilega að? kannski lagast þetta ef ég fæ mér eitthvað að borða...ef ekki þá verð ég nú bara að fórna mér og hvíla hausinn á mér á dúnmjúkum kodda undir þéttri og góðri sæng.... mmmmmmm (betra)

fimmtudagur, október 19, 2006

mánudagur, október 16, 2006

þessi er fyndinn

púff + enn eitt vesen me ðhjólið

fór í Baroque Counterpoint í morgun og það var óóóógeðslega kalt, þannig að (útaf kuldanum) neyddist ég til að fara í Waterstones og kaupa 3 bækur (kauptu 2 og fáðu 3). svo kom ég heim og gladdist yfir því að Nectar kortið mitt var komið innum lúguna. svona afsláttarkort... algjörlega gangslaust, en ég meina hey hver vill ekki eiga fjólublátt kort í veskinu sínu með nafninu sínu á því?
svo ákvað ég að dagurinn í dag væri ekki rétti dagurinn til að byrja að fasta (útaf kuldanum) og fékk mér jógúrt. en mér var ennþá svo kalt (útafkuldanum) svo ég ákvað að fara aaaaaðeins uppí rúm og hlýja mér. það tók 2 tíma og ég náði að hvíla meðvitundina líka sem er gott. mér er samt ennþá kalt.
aaaaaaaallavega!
svo er það blessað hjólið.
vissuði að teinarnir innan í gjörðinni (þessir sem maður festir endurskinsmerki á) eru í rauninni það sem heldur gjörðinni saman og passar að hún sé ekki skökk? allavega þessir teinar voru allir mjög lausir á gjörðinni minni svo að hún var soldið skökk. ég hélt nú að þessi teinar væru bara eitthvað djók, en það er nú ekki. það var s.s píparinn sem endurgerði baðið okkar sem benti mér á þetta.
hann reyndi líka að laga hjólið fyrir mig... það er s.s. hægt að skrúfa til þessa teina. en honum tókst það ekki alfeg svo ég ákvað að reyna bara sjálf að rétta hjólið til.
hversu erfitt getur það verið, ha?
allavega er hjólið núna orðið svo skakkt að það minnir meira á égveit ekki hvað. bara alls ekki kringlótt hjól. en ég hringdi í Selly Oaks Cycles og maðurinn þar hljómaði mjög viðkunnanlegur og sagði mér bara að koma með það og hann myndi líta á það.
púff.

þannig að nú þarf miss tót að fara aftur út.
en þar sem ég verð með Nectar kort í veskinu hljómar það bara alls ekki illa, eiginlega bara vel. og drottinn minn dýri ef þetta verður ekki til þess að hjólið komist í lag og ég geti farið að hjóla í skólann þá veit ég ekki hvaða ógurlegu örlög eru á þessu dóti.

awesome :)

sunnudagur, október 08, 2006

sökkar!

fór í bað í morgun eftir að hafa hent ungfrú kónguló út í garð og fór svo á vigtina.
semsagt eftir að hafa hvorki borðað nammi né kók í 2 vikur, bara hollan mat og fullt af ávöxtum og drekka vatn eins og það sé enginn morgundagur, þá er ég búin að þyngjast um 0,2 kíló.
lífið er ósanngjarnt og ömurlegt og ég ætla að vera í fýlu í allan dag.

laugardagur, október 07, 2006

myspace layouts, myspace codes, glitter graphics
ég ætlaði í bað, en viti menn... ungfrú HLUSSUSTÓR KÓNGULÓ ákvað að hreiðra um sig þar. og ég bara var ekki í stuð til að veiða hana í glas og henda út.
fer bara á morgun. ekkert betra en að sofna í smá fýlu :)

púff

ég er að velta því fyrir mér:
1) hvort ég eigi að fara niður og horfa á sjónvarpið eða bara hafa það kósí hérna með tölvunni minni.
2) hvort ég eigi að fara með hjólið mitt inní bakgarð, eða taka smá áhættu og skilja það eftir fyrir framan hús, læst við grindverk.
3) hvort ég nenni í bað eða
4) hvort ég eigi eftir að deyja úr svitalykt

vá en erfitt hjá mér

fimmtudagur, október 05, 2006

Elgjarlega horrible

þeir sem hafa spilað Elgar symfóníu nr. 1 vinsamlegast hristið af ykkur viðbjóðshrollin, takið ykkur síðan til og sendiði mér samúðarskeyti, þar sem þið vitið hversu miklar hörmungar ég er að ganga í gegnum.
þessi "sinfónía" er gjörsamlega óspilandi og svo heyrtist hvort semer ekkert í neinu út af því að brassið ælir ofan á sjálft sig í öðrum hvorum takti.
hvað var maðurinn eiginlega að spá?
Hversu sterkum lyfjum var hann á, og var það í Alvörunni nauðsynlegt?
raddæfing á morgun.
ég kveð ykkur kæru vinir. Rivka á eftir að Stúta víóludeild tónlistarakademíunnar í Birmingham kl. 1400 á morgun.
adju.
NÁMSKEIÐ FYRIR KARLA
Allir velkomnir


Ath: Námskeiðin eru flókin þannig að aðeins átta geta sótt hvert námskeið
sem tekur allt að tvo daga.


Dagskráin er eftirfarandi:


Fyrri dagur


Hvernig á að fylla ísmolamót?
Skref fyrir skref með glærusýningu


Klósettrúllur vaxa þær á klósettrúlluhaldaranum?
Hringborðsumræður


Munurinn á ruslafötum og gólfi
Æfingar með körfuefni - teikningar og módel


Diskar og hnífapör: fer þetta sjálfkrafa í vaskinn eða uppþvottavélina?
Pallborðsumræður og nokkrir sérfræðingar


Að tapa getunni
Að missa fjarstýringuna til makans - Stuðningshópar


Læra að finna hluti
Byrja að leita á réttum stöðum í stað þess að snúa húsinu við gargandi -
Opin umræða


Seinni dagur


Tómar mjólkurfernur: eiga þær að vera í ísskápnum eða í ruslinu
Hópvinna og hlutverkaleikir


Heilsuvakt: það er ekki hættulegt heilsunni að gefa henni blóm
PowerPoint kynning


Sannir karlmenn spyrja til vegar þegar þeir villast
Sönn saga frá manninum sem spurði til vegar


Er erfðafræðilega ómögulegt að sitja þegandi meðan hún leggur bíl?
Ökuhermir


Að búa með fullorðnum: Grundvallarmunur á því að búa með mömmu þinni og
maka
Fyrirlestur og hlutverkaleikir


Hvernig á að fara með eiginkonunni í búðir
Slökunaræfingar, hugleiðsla og öndunartækni


Að muna mikilvægar dagsetningar og að hringja þegar þér seinkar
Komdu með dagatalið þitt í tímann


Að læra að lifa með því að hafa alltaf rangt fyrir sér
Einstaklingsráðgjöf og samtöl

miðvikudagur, október 04, 2006

SO true

myspace layouts, myspace codes, glitter graphics

allt að skána

keypti nýja slöngu í hjólið mitt, svo kallaða "slim in a tube" sem er gjörsamlega ótrúlega sniðugt fyrirbæri. það er semsagt eitthvað slím inní hjólaslöngunni svo þegar koma litlar holur (eins og þessi sem ég lenti í um daginn og var svo lítil að ég fann hana ekki) þá tekur slímið til sinna ráða og fyllir upp í gatið og þornar utan um það.
sniðugt?
held það nú.
svo keypti ég líka standara.
þannig að ef í fyrramálið EITTHVAÐ klikkar, þannig að ég get ekki hjólað í skólann þá get ég svo svarið það ég fer með elskuna mín og gef rauða krossinum og þeir geta sent það til afríku. með slíma-dekki og öllu.

þriðjudagur, október 03, 2006

:(

þegar ég vaknaði í morgun voru komnir kallar að rífa niður baðherbergið okkar svo ég gat ekki farið í sturtu, ég hringdi í fucking UCE og fæ ekki að taka aukaáfanga í ensku og allt loftið var runnið úr hjólinu mínu.
spurning um að ÆLA á einhvern af pirring?

mánudagur, október 02, 2006

tóta handlagna

hvað gerist þegar maður setur offitusjúkling á blöðru?
já það er rétt, það sprakk á nýja hjólinu mínu í dag :( sprakk er nú kannski ekki rétt orð vegna þess að þegar ég svo tók slönguna út til viðgerðar var ég í mestu vandræðum með að finna gatið. þurfti að lokum að beita "gamla góða" vatn í bala aðferðinni. og svo var ég alltaf að týna gatinu það var svo geðveikt lítið og það var ekki einu sinni hægt að finna það með fingrunum. hins vegar gat ég fundið loftstreymið með tungubroddinum, svo þarna stóð ég í eldhúsinu mínu með vatn í bala, öll útí hjólasmurningu ullandi á hjólaslöngu.
smart.
en mesta verkið var samt að losa aðra skrúfuna á sjálfu hjólinu. my god. ég sem hef nú alltaf talið sjálfa mig frekar sterka (get opnað marmelaði krukkur og svona) varð bara absalút að játa mig borna ofurliði. tók nú samt alfeg helling til og ég er með marbletti í öðrum lófanum og ég braut einn skiptilykil. svo kom þjóðverjinn sem er eins og fluga í kringum Christine húsfélaga minn og þóttist nú alfeg geta skrúfað eina skrúfu.
gat það ekki.
hmoah!
svo kom krúttið hann Mark og bauðst til að hjálpa mér. kom með góðan alvöru skiptilykil og hamar. náði s.s. með miklu átaki að lemja skrúfuna til hlýðni.
:)
en nú er hjólið mitt tilbúið (aftur) til reiðar og mun ég gera ÞRIÐJU tilraunina til að hjóla í skólann á morgun.
awesome.

sunnudagur, október 01, 2006

föstudagur, september 29, 2006

tóta tölvukall

dojo jojo joooon!
eða eitthvað. mér finnst ég bara verða að mega monta mig, en prentarinn/skannarinn sem darling David seldi mér í júní, vildi áðan bara prenta út (svo ég prentaði út blað sem á stóð "prump" ég=fyndin) en ekki skanna.
ég bölvaði mikið, fór á klósettið og fékk mér te. rístartaði svona þrisvar og fór í svo útí dramatískar aðgerðir eins og að spurja hina yndælu iðunni um hjálp sem ég og fékk. reyndar virkaði skanninn ekki eftir hina góðfúslega veittu hjálp og var honum því blótað enn meir. en ég, tóta tölvukall, gekk skrefinu lengra og fann hvað var að og lagaði það!
húrra fyrir mér.
ekki spurja mig samt hvað það var sem ég gerði, því ég veit það ekki. :)
en það sem ég vildi endilega, ENDILEGA skanna svona klukkan hálf eitt á föstudagskvöldi var þessi mynd hér:



bara svona sanna fyrir mér og öðrum að ég nota hendurnar ekki bara í að spila á þessa víólu, klóra mér í eyranu og búa mér til ógeðslega vondar samlokur í kvöldmat :)

fimmtudagur, september 28, 2006

ámm

ég bjó mér til grjónagraut með rússínum í kvöldmatog tróð í mig ristuðu brauði með osti með því. nammi namm.
einhverra hluta vegna stend ég á þvílíku blístri að ég get eiginlega ekki hreyft mig og finnst ég alfeg vera að sofna vakandi.
enda væri nú soldið að sofna ef maður væri sofandi, ekki satt?
allavega.
HJÓLIÐ MITT KOM Í MORGUN!!!
og það er ógeðslega flott og gott og sniðugt og skemmtilegt. ég var svo ánægð að ég var farin að minna mig sjálfa á tístudúkku. frekar púkó svona þegar maður er orðinn þokkalega gamall og virðulegur og hættur öllum svona skrípaleik. en ég fór s.s. í kjölfarið niður í bæ og keypti lás, ljós og körfu :) skildi hjólið eftir í stofunni, ohoh (var nú með smá bömmsa yfir því). en svo fór alfeg klukkutími í að skrúfa alla þessa aukahluti á, enú er fákurinn tilbúinn til reiðar.
svo fór ég í smá hjólatúr út í Co-op og keypti mjólk og rússínur. alfeg með körfuna og allt. vá ég er orðin svo pró-hjólagella. :) var samt alfeg með í maganum inní búðinni því að ég var viss um að einhver myndi stela hjólinu mínu þó það væri læst.... það var nefnilega myrkur.
:p
maður er ekki normal í þessu.
en svona getur nú verið gaman í Birm þó mðaur sé fjölskyldu, vina og kærastalaus :)

þriðjudagur, september 26, 2006

bömms

ég var að reyna að æfa mig en finnst ég geðveikt léleg svo ég hætti. svo kom Vicky og spurði hvort hún mætti endurraða í skápana sem ég var í 3 tíma í gær og einhverra hluta vegna fer það geðveikt í taugarnar á mér :p
soldið púkó, en svona er maður bara. stundum fara hlutir í mann án þess kannski að það sé mikil (eða nokkur) ástæða fyrir því. annars var ég mjög hugrökk áðan og handsamaði (með glasi og blaði) riiiisa stóra kónguló.
núna ætla ég útí búð og kaupa brauð og eitthvað að éta. og setja það svo í skápinn MINN, ekki skápana OKKAR :@

en hér fylgir svo mynd af (núna) frjálsu kóngulónni...


mánudagur, september 25, 2006

ó mæ god!


haldiði ekki bara að ég hafi verið að kaupa mér hjól.
online!
frá ARGOS!
og þeir ætla að senda það heim til mín!

ómæ þetta á eftir að enda í einhverju geðvonsku kastinu :) hef ekki mjög góða reynslu af svona senda heim fyrirtækjum hér í Bretlandi.
en þetta er samt ógeðslega flott hjól... sko alfeg þokkalega Ladies Comfort Front Suspension Cycle, ég get bara varla beðið :D

þeir sem þurfa að segja eitthvað ljótt um hluti keypta úr katalógum geta bara gjört sér svo vel og loggað sig inná www.kuktuathig.com, en þeir sem vilja koma í hjólatúr með mér eftir (vonandi, krossleggið fingur plís, jafvel tær) minna en 10 daga, eru meira en lítið velkomnir.

húrra húú!
ykkar einlæga,
hjóla-tóta

vídjó af fuglum

sem voru mjög frekir. við fórum sko í smá göngu, ég, David og Haniyyah. gáfum fuglunum rits kex og vorum næstum týnd :)

e: the video of the bitchy birds in the park :)

:(

búin að reyna að ná sambandi við þrjár manneskjur á msn en enginn svarar mér.
annað hvort er msn bilað eða ég mikið óvinsælli en ég gerði mér grein fyrir.
neinei þarna svarar ein :) núna önnur...
fyrsti skóladagurinn var í dag, fór í tíma af "baroque counterpoint" sem er mjög athyglisvert í ljósi þess að ég kann ekki kontrapunkt og hef lítinn sem engann áhuga á barrokk músík. en þetta var nú samt bara ok. svo hékk ég í miðbænum, æfði mig og drakk kaffi til hálf fjögur þegar ég hélt ég ætti að mæta í "professional development" en það var nú ekki aldeilis, kennarinn var svo huggulegur að hengja bara miða á hurðina með þeim skilaboðum að þessi tími yrði ekki kenndur fyrr en í næstu viku.
smart að setja það ekki á eina af þessum milljón töflum um allan skóla.
en svo hundskaðist ég heim og þreif eldhúsið. ef þið haldið að það sé að vaska upp, þurrka og setja uppí skáp þá er ykkur mikið að skjátlast. ég nefnilega tók alla skápa og þreif þá svo hægt væri að borða af þeim (ef maður er týpa sem fýlar sápubragð) og raðaði í þá.
ég er dugleg.
svo fór ég í geðvonskukast út af því að internetið virkaði ekki og lét það bitna á tvemur þjóðverjum sem ætla að sofa á gólfinu hjá okkur. en þeim var nú bara nær að vera svona helvíti hrokafullir og leiðinlegir.
svo var náttúrulega bara einhver snúra ekki tengd og svo var slökkt á einhverju. úff. mér fannst nú samt óþarfi af þeim að vera að segja mér hvernig ég ætti að setja upp ráderinn og passa eitthvað passport og ble. ég veit ekki einu sinni hvað ráter er!!! :@ apar.
en allavega... það er svossem ekki hægt að gera ráðfyrir að allir séu jafn sætir og skemmtilegir og svafa og sif sem báðar eru aðtala við mig á msn :D
en ég tók nokkrar myndir af kraftaverkinu í eldhúsinu og þær fara bráðum að koma inná flickr.
stay tuned!

laugardagur, september 23, 2006

komin aftur til Birmingham

já það held ég nú. búin að koma mér þokkalega vel fyrir í FJÓLUBLÁA herberginu. sem væri nú ekkert jafn hræðilega FJÓLUBLÁTT ef ekki væri fyrir þessa ógeðslegu pastel grænu lista meðfram öllu. svo maður tali nú ekki um hurðarnar og horror of-bleiku gardínurnar.
úff.
en gardínurnar fengu að fjúka og svo er bara að hengja sem mest á veggina, óska hér með eftir póstkortum, plakötum og fallegum teiknuðum myndum (ekki endilega eftir börn) til að bjarga sjóninni minni í vetur.
jess
annars er ég hálf sorgmædd, mamman mín besta var nefnilega að fara aftur heim til Íslands, búin að vera með mér í nokkra daga, fór með mér í IKEA (sem var nú heldur betur ferðalag... getur verið ég fari útí díteila á því seinna ;) og í leikhús og út að borða. svo þurfti hún líka greyið að versla sér föt.
það var næstum því fljótgert í HM. nema hvað.
ég ætti nú kannski að fara að róa mig í þessu svía-hatri mínu, ég geri ekki annað en að versla við sænsk fyrirtæki.
oh well.
en hann David óþolandi paranoju sjúklingur og dæet kók þambari verður mér til halds og trausts fram á mánudag, en þá þarf ég líklega að fara að byrja að vera vingjarnleg við annað fólk og eignast nýja vini. :(
djók, það er stuð líka. var t.d. að eignast húsfélaga í fyrradag. heitir Kristine og er frá Þýskalandi, lærir lögfræði og er mjög indæl. ljóshærð með stór blá augu og fyllti baðherbergið af snyrtivörum (það litla pláss sem var eftir þegar að David var búin að skella sínu dóti) þannig að þetta fer nú alfeg að verða eins og hús bráðum.
jámm.
fjórði fasti íbúi hússins, einhver kvenmaður sem heitir Vicky (kannski pollard?) hefur enn ekki sést og er það nokkuð spennandi að vita hvort hún sé í alvörunni til, því við erum búin að heyra helling um hana, tala við hana í síma (auðvelt að feika það) og ganga frá póstinum hennar hátt á fjórða mánuð en aldrei barið hana augum.
húrra fyrir því.
allavega, nú held ég að ég fari inná skólavefinn og skrái mig í þessi aukafög sem ég verð víst að taka til að ná árinu og svo er það morgun-lúrinn. það er náttúrulega snarfáránlegt að senda fólk í lest um sjöleytið svo það nái flugvélinni sinni.

until later (eins og hér er sagt)

yours tootie

miðvikudagur, september 13, 2006

hélt það myndi vera meira.... :/

You Are 58% Evil

You are evil, but you haven't yet mastered the dark side.
Fear not though - you are on your way to world domination.

rugluð kelling

já þau undur og stórmerki gerðust að við vellystingaparið fórum á fætur í morgun, ekki bara fyrir hádegi heldur vorum við komin útúrhúsi kl. 8.30!
það er ótrúlegt í meira lagi. en ég tók þá eftir (eða svo gott sem miðað við ástand meðvitundar minnar) að það er orðið ógeðslega kalt og einhvernvegin svona lykt eins og var alltaf þegar maður var á leiðina í skólann.
jessör.
en ég var nú bara að fara í vinnuna... held meira að segja að þetta verð minn síðasti dagur hér að þessu sinni, svo ótrúlega mikið af fólki sem ég er búin að lofa að hitta áður en ég hverf af skerinu að mér veitir ekki af tímanum. svo er líka leiðinlegt að vinna... ;)
eníveis pípól, hringið í mig og pantið tíma NÚNA.

rock

þriðjudagur, september 05, 2006

líf mitt....

ER bara sjö?! hvaða djöfulsins della. og hvað er málið með love? :@

This Is My Life, Rated
Life:
7
Mind:
7.3
Body:
6.5
Spirit:
8.3
Friends/Family:
5.3
Love:
2
Finance:
8.1
Take the Rate My Life Quiz

Til hamingju með afmælið


Freddie Mercury hefði orðið 60 ára í dag.
veit ekki með ykkur en ég ætla að hafa Queen á repeat í allan dag og ganga um með kolsvart yfirvaraskegg.

the Legend lives.

myspace layouts, myspace codes, glitter graphics

google

fyrir áhugasama er sniðugt að slá inn fuglinn "solitaria" í myndasíðu google. það er nefnilega ýmislegt fleira sem opinberast.... :)
ég er nú aðallega að skrifa eitthvað til að losna við þessa ógeðslegu mynd út af blogginu mínu. frekar ljót. eða svona. ég er mjög pirruð samt og svo hef ég áhyggjur af því að ég hef ekki æft mig í viku. sem er frekar hallærislegt.
fer að taka mig á. eða eitthvað.

annars bara tryllt stuð og allt að verða vitlaust

föstudagur, september 01, 2006

Going out with my homies!!!

er að fara út með hinum fimm fræknu, samt engar frænkur sko... snilldsnilldsnilld. ef þið sjáið rauðan bæ í kvöld.... þá vorum það við! :D





bjór...bjór....bjór....bjór....bjór

fimmtudagur, ágúst 31, 2006

þarftu að létta af þér?

og þá er ég ekki að meina svona sem er vond lykt af...

http://grouphug.us/

FFF #3

ókei ókei, kannski er ég orðin steikt í hausnum (ætti nú ekki að vera ólíklegt) en ég er búin að vera í hláturskasti út af þessum ljótu öndum í svona hálftíma.
þetta eru ekki lítið asnalegir fuglar...


gleymdist að láta þessa hafa háls



þessi fékk óvart lappirnar uppí rass




hvað er málið með nefið á þessari?



samkvæmt fuglalýsingabókinn sem ég er með, er auðvelt að þekkja toppöndina af því að hún er með "...strýkenndan topp". minna má núsjá!

ok ok... ekki meira kaffi fyrir mig

linka lögun

öppdeitaði BaldurPál
henti út aumingjabloggurum (afhverju finnst mér soldið eins og ALLAR GELLURNAR séu hættar að blogga? grrr...) og bætti við takmæli og nótnablöðum. svona af því maður ernú einu sinni í smá tónlistarnámi. eða eitthvða.
annars er égbara alfeg að skíta í mig... AB mjólk er alfeg rosaleg...

miðvikudagur, ágúst 30, 2006

ó je

haldiði ekki baraað miss tót (sem er ég) sé að fara í rockstar supernova partý?
ég sem hvorki þoli magna né neinn af þessum dómurum (hvað þá hina keppendurna) og finnst þessi þáttur líka asnalegur.
Kaus ekki.
en jæja... þetta verður stuð :)
býst nú samt ekki við að allir sem viðstaddir verða nái að halda sér vakandi...

mánudagur, ágúst 28, 2006

BLÓÐUGT...

...er til tannlæknis að fara
af því bara.

líður illa og var að eyða 12.000 kalli í tönn sem ég nota hvort sem er aldrei því að hún er lengst oní koki, fokkin endajaxl. og afhverju þurfa þessir læknar alltaf að troða einhverri járntöng á milli alla tanna á manni upp í góminn svo að það er blóð útum allt? oj bara.
svo er ég þreyttog leið og langar heim í hafnarfjörðinn minn :(
bú húúúú

föstudagur, ágúst 25, 2006

Your smile is just a careless yawn

ég er komin með nýtt uppáhaldslag, það heitir "you´ve changed" og er eftir einhverja menn sem heita Bill Carey & Carl Fischer. namminamm... allt svona voða slómó og sjöundarhljómar.
er að hlusta á það núna í útsetningu með George Micheal, hann gerir þetta temmilega hommalega en sumter mjög töff og ég kann að meta hvernig hann breytir merkingu textans... án þess að breyta textanum. með þessu móti getur maður sungið sama erindið aftur og aftur án þess að það komi endilega eitthvað niður á laginu sjálfu. það gerir hann allavega í þessari útgáfu. ekki algengt að "svona" lið geri eitthvað sem er soldið smá oggu kretíft og þarfnast smá heilastarfsemi.

algjörlega óháð þessu að mestu leyti þá ég er hins vegar alfeg búin að ákveða það að kaupa mér harmónikku þegar ég kem til Birmingham og verða fúlbufær á hana á örskömmum tíma. svo í framhaldi ætla ég að verða fyrsti djass-harmónikkuleikarinn sem á ljósbláa kínaskó. bara svona smá info...
myspace layouts, myspace codes, glitter graphicser það bara ég og NÍ eða er netið alfeg að syngja sitt síðasta núna í dag?

Varst þú í Laugardagslauginni í morgun kl. 9?

Ert þú sækó tanaður kall á fertugsaldri sem heldur að þú sért 18?
ert þú með gerfilegasta hár í heimi og hökutopp sem lítur út eins og matarleifar framan í fésinu á þér?
ert þú hálfvitinn sem stoppaðir mig þegar ég var að taka frammúr gömlum kalli á braut 1 í Laugardagslauginni í morgun?

þá má ég til með að segja þér að það að taka frammúr fólki sem syndir hægt er ekki bannað, það er eiginlega ætlast til þess svo fólk sé ekki með andlitið í iljum hvors annars. og þó það væri bannað, værir þú svo sannarlega ekki manneskjan til að framfylgja því banni því þú ert greinilega snargeðbilaður.

En ég vil nú samt þakka þér fyrir þetta, því að ég varð svo reið að ég syndi auka 400 metra á trylltum hraða gnístandi tönnum.

og já... það fannst af þér áfengisbrælan.
ég vona að þú drukknir í baði bráðlega eða kafnir í egóinu þínu.
kær kveðja

fimmtudagur, ágúst 24, 2006

aaaaaawww (F.F.F #2)

æj það er nú ekki allt apalegt sem tengist þessari fuglavinnu minni... sjáiði tildæmis þetta ótrúlega mikla krútt:


og það er auðveldast að þekkja hann af því að hann syngur öðruvísi en allir aðrir fuglarnir... ææææj hvað það er sætt! og svo er hann líka með efstu handflugsfjaðrirnar styttri en hinar. hversu dúllulegur getur maður verið? Verst að hann heitir Gransöngvari, það er nefnilega eiginlega ekki neitt krúttlegt (heldur ekki latneska nafið phylloscupus collybita, en ég meina hey þaðeruekkialltafjólin).

Þessi er hress!

http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1219971
svona á að gera þetta :D (eða þannig)

mánudagur, ágúst 21, 2006

aha!

ég er nú ekki mikill íslensku fasisti, hvorki í máli né myndum (eða tali) þar sem ég hef engan vegin efni á því vegna vankunnáttu minnar í virkri heilastarfsemi, en áðan rakst ég á þessa ljúfu línu á prjónablaðsvefsíðu:

"mikla athygli vakti peysa þessi á tískusýningunni á Hótel Sögu."

kannski er það bara ég, en hljómar þetta ANkannanlega? segir maður það ekki An nars? svo er ég búin að vera að tuldra þetta svona með sjálfri mér í smá tíma og alltaf hljómar þetta verr og verr. merkilegt.
en nú þarf ég að fara að sinna verkum mínum sem vinkona sifjar og hitta hana á kaffi húsi! húrra!

F.F.F.*

það er til fugl í suður evrópu sem heitir Pungmeisa.
legg ekki meira á ykkur.

*Fánýtur Fróðleikur um Fugla

týpískt fyrir..

...þessa heimsku útlendinga. getur þetta lið ekki bara verið heima hjá sér?

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1219175

laugardagur, ágúst 19, 2006

mmmm hmmm

haldiði ekki bara að miss TINNA hafi gert lítið fyrir og bara Gift sig í dag! voða pen á því, bauð bara fólki að koma í Skírn og smá afmæli á eftir. ekki ætla ég samt að gera lítið úr því, enda var bæði skírn og smá afmæli... en þetta var alfeg brjálað :) meiri kellingin. en takktakktakk fyrir mig!
og já, litla dóttirin fékk hið fagra nafn Jana, ber það með rentu, yndislega falleg.
Einnig fékk ég að líta fyrrum fegursta mann kópavogs, nú stúdentagarðanna. og ég get svo svarið það, hann blikkaði mig!
svo er ég núna komin heim og búin að skúra eldhúsið, það var ógeðslegt gólfið (ég nefnilega steikti egg og beikon í morgun) og setja kerti á víð á dreif. fattaði það að ég á ekki nógu marga kertastjaka fyrir spritt kerti (týpískt... bretar kalla þetta TE-kerti) þannig að nú geta allir skrifað hjá sér hvað má gefa mér í afmælis- og jólagjafir ;)
jónsæti fór niður í bæ með kalla vini sínum, ætlaði kannski meira að segja að fara á nasa :D hörku stuð. ég aftur á móti læt sko Aldrei Aldrei Aldrei plata mig útúr húsi á menningarnótt.
of mikið af fólki á of litlu svæði og þar sem íslendingar eru (upp til hópa) geðvondir, frekir, leiðinlegir og tillitslausir líður mér mjööööööög illa, verð geðvond, frek, leiðinleg og tillitslaus :)
en ég fékk mér nú samt einn bjór og er að rippa nokkra klassíska diska til að setja á mp3 spilarann minn.
þannig að ég er nú ansi menningarleg þó ég sitji heima :)

föstudagur, ágúst 18, 2006

hell yeah!

ég er að fara í partý í kvöld....

myspace layouts, myspace codes, glitter graphics

get varla beðið :D

fimmtudagur, ágúst 17, 2006

Garth Knox er

hetjan mín

oj bara

er fólk ekkert að djóka með þessa uglu?


þetta er varpgestur við ísland og allir að tryllast úr stuði að hún fari nú að gerast almennilegur varpfugl. ég vil nú bara helstekki fá svona asnaleg dýr í íslensku dýraflóruna takk fyrir. ég meina hver vill eiga fugl sem er með EYRU? svo eru þetta ekki einu sinni eyru til að heyra með, bara svona eitthvað fjaðraskúfur. svo eru uglur ekki einu sinni með symmetrísk eyru, vinstra eyrað er ofar og snýr niður en hægra er neðar og snýr upp.
hvað er eiginlega að? hver hannaði þetta skrípadýr?

miðvikudagur, ágúst 16, 2006

hætt að kvarta

"Kynmök stuttnefja eru talin mun tíðari en langvía, ef marka má rannsóknir. Hvort sem það er rétt eða ekki eru athafnir stuttnefja á þröngum syllum stundum broslegar þegar karlfugl missir jafnvægið í miðjum klíðum og fellur fram af."

(úr fuglabókinni hans guðmundar)

nú væri hún Eydís í nostalgíu-

-kasti af því að það er verið að spila pláneturnar á Rondó (klassísk rás ríkisútvarpsins) ég er aftur á móti að rifja það upp hvað þetta er nú fallegt verk.
Holst?

iceland express

er búið (eru búnir) að svara:

Sæl Þórunn,
takk fyrir póstinn þinn,
ég hef talað við stöðvarstjórann í Keflavík og hann sagði mér að þetta ætti ekki að vera vandamál fyrir þig jafnvel þótt það séu hertar öryggisaðgerðir. Fólk er að ferðast með stærri hljóðfæri þannig að þetta á að vera allt í lagi.
Þú getur hringt í okkur þegar þú hefur bókað, gefið okkur bókunarnúmerið og við getum ítrekað það við innritunina í Keflavík.
Eigðu góðan dag og ekki hika ef þú hefur frekari spurningar.

svo er að sjá hvað hitt liðið segir... :)

mánudagur, ágúst 14, 2006

næs

"fyrir kemur á sílamáfar ræni granna sína eggjum eða ungum og það getur þýtt nokkurra daga illindi."

já gleymi því ekki hvað nágrannakonan okkar varð fúl í NOKKRA daga þegar mamma át eitt barnið hennar...

20 cm

ég var að senda flugfélögunum bréf...

ég þarf að ferðast með hljóðfærið mitt. þetta er víóla og kemst í alla farangursrýmisskápa en er örlítið lengri en standard stærðin sem þið gefið, (lengd 75 cm, má vera 55 cm). Ég hef aldrei lent í vandræðum að ferðast með hljóðfærið í handfarangri hingað til, en hef áhyggjur út af hertum öryggisaðgerðum. Væri möguleiki að fá einhvert bréf eða undirskrifað plagg til að forðast misskilning í innritun? Hljóðfærið getur alls ekki farið niður í lest og mun það algjörlega ráða úrslitum hvert ég sný viðskiptum mínum varðandi flug, hvernig flugfélögin ætla að taka á þessu máli. kær kveðja, Þórunn

...ef þeir ætla í alvörunni að láta mig kaupa aukasæti út af 20 cm þá flyt ég til útlanda og kem aldrei aftur.

huh?

"Það er þessum hópi líkt að vilja særa og meiða á gleðidögum," segir Hrafnhildur Gunnarsdóttir, formaður samtakanna '78, um auglýsingu á vegum Samvinnuhóps kristinna trúfélaga sem birtist í Morgunblaðinu á laugardag.

bíddu nú við? má fólk ekki hafa skoðanir lengur á þessu landi? ég veit nú ekki betur en þetta lið sé bara að reyna að hjálpa... kannski soldið á kjánalegan hátt, en það var án efa ekki að reyna að særa eða meiða neinn. og hefur það aldrei hvarflað að neinum að kannski er fólk þarna úti, sem yfirlýsir sig samkynhneigt og er það svo kannski bara ekki?
en þetta er náttúrulega algjörlega alröng sjónarmið, miðað við það sem ÖLLUM ÖÐRUM finnst og nú verð ég án efa úthrópaður rasisti, nasisti, hommahatari og þröngsýnisseggur.
því það er nefnilega svo mikil réttsýni og umburðarlyndi í samfélaginu að viss sjónarmið og skoðanir eru bannaðar.

föstudagur, ágúst 11, 2006

best að gleyma ekki...

...afmælisbarni dagsins sem er hún elsku besta Þórunn mín :D
til hamingju með daginn!


myyyyyyyyyyyyyyyyyyndir

komnar af síðasta brjálaða partý sem ég fór í.
ekkert nema hresst stuð og gleði, enda fór fjörið fram í tvemur mismunandi kaupstöðum og einni höfuðborg...


fimmtudagur, ágúst 10, 2006

Lau-hau-ha-har

fór s.s. í Laugar í gær. alfeg í augnskannann og allt. brjálað stuð. mesta stuðið var þó á pínulitla, grindhoraða asíumanninum sem gekk um og skúraði í allar þær 30mín sem égvar á hlaupabrettinu. mér leið eins og ógeðslegum, feitum og spilltum ríkum manni sem á þræla.
en hlaupabretti eru samt til margra hluta nytsamleg, tjekk þiss át...

miðvikudagur, ágúst 09, 2006

ho ho :)

Sérsníða þurfti búninginn og minnka bunguna stafrænt til að fólki svelgdist ekki á poppkorninu.

http://mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1215446

níundi ágúst

er í dag. síðast þegar var níundi ágúst var fyrir ári.
svona er ég full fróðleiks litlu börn. ég er soldið skrítin núna í hausnum og ringluð, vona þið ljáið mér það ekki. svo borðaði ég hálf-þurrkaða gráfíkju í gær og hún var mjög vond. annað hvort alfeg þurrkaða eða ekki, segi ég nú bara eftir þessa reynslu.
en Guði sé lof fyrir þetta hér.

þriðjudagur, ágúst 08, 2006

Blau-haut Verslunarmannahelgi

reyndar ekki jafn blaut innra... þ.e.a.s. miss tót gerði sér lítið fyrir og fór á Kristilegt mót í Kirkjulækjarkoti. ekki mikið um fyllerí þar, enda allir í stuði með Guði og engin aukaefni þörf :)
en almáttugur minn hvað rigndi mikið, púha! minnti mig helst á GayPride gönguna 2004, hoho. þetta var samt yndisleg helgi og miss tót komst að ýmsu í sambandi við sjálfa sig sem hún ekki vissi og mun það frá og með þessu mómenti gera hana sterkari og betri. og vonandi ekki svona fáránlega ófélagslynda.
veit bara ekki hvað í óskupunum er búið að vera að mér í sumar, ermeð 20 manna lista sem ég var staðráðin í að heimsækja og eyða "kvolití tæm" með, en svo er ég bara als ekkert búin að því. hins vegar er ég búin að þyngjast um 5 kíló og farin að hata sófasettið mitt út af lífinu.
En núna er ég í vinnunni og komin með mitt eigið ótrúlega flotta horn, sem er útí horni (duuh) og þar er STÓÓÓR lampi sem ég ætla að taka mynd af bráðum og sýna ykkur af því að hann er svo ótrúlega stór að ég fer alltaf að flissa þegar ég kveiki á honum. ég breyti líka alltaf röddinni þegar ég segi "kveikja á lampanum" sem mér finnst líka fyndið.
sad.
vinnunni, já, best að halda áfram (eða réttara sagt fara aðdrullast til að byrja) og skella inn nokkrum nausynlegum staðreyndum um fugla, inná svokallaða Staðreyndasíðu Fugla, sem mun kannski innan tíðar verða online.
sem minnir mig nú á það að ég þarf að downloada msn :D hohoho, sé ykkur það.

kær kveðja, Ríkisstarfsmaðurinn

fimmtudagur, júlí 27, 2006

ég er ekki í jafn mikilli fýlu og áðan.
en ég er líka búin að fá mér langloku með pepperóni og osti og einhverri dularfullri sósu. ég keypti líka súkkulaði en ég er ekki búin að borða það... ho ho ho!
svo var ég líka að bemerkja að það er ekki lengur rigning. ætli kannski að Rigning = Skúli?
jah nú er mér spurn.

hrumpf

sveimér þá andskotinn ef að Skúli Fúli er ekki aðeins farinn að láta á sér kræla hér á miðjum fimmtudegi. óþolandi karakter.
lætur mann pæla í asnalegum hlutum og leiðinlegum, minnir mann á allt það sem maður þyrfti nauðsynlega að vera að gera (ener ekki að gera, er ekki einu sinni að hugsa um að fara að gera) og kórónar svo allt með því að benda manni á blogg hjá fólki sem gjörsamlega virðist ekki stoppa í því aðvera duglegt og komast langt áfram í lífinu án þess að vera geðveikt gamalt.
en þar sem ég fór upp á Snæfell þá ætla ég að reyna að bola burt þessum Ekkivini mínum og kannski gera lista yfir það sem ég þyrfti nauðsynlega að gera til að vera ekki í svona fýlu.
Byrja á því að fara útí 11-11 og fá mér hádegismat.

koma svo!

rigning

á leiðinni í vinnuna í morgun sá ég stelpu frá vinnuskólum reykjavíkur (eða eitthvað svoleiðis) þrífa umferðarmerki.
með vatni.

ég fór uppá Snæfell :)

þriðjudagur, júlí 18, 2006

úbbs!

er að reyna að byrja heilbrigðan lífstíl í dönskum anda og fékk mér því brauð með osti, sódavatn, epli og gulrætur í hádegismat.
og kaffi.
En núna er mér svo ógeðslega óglatt að mig grunar þetta muni enda illa og hef í því tilefni opnað fram á gang og tekið alla hluti úr gangveginum svo bein braut liggi inná klósett.
ætli líkaminn minn sé að afneita hollustu? þannig að ef ég ét eitthvað sem ekki inniheldur vist hlutfall af sykri eða fitu þá heldur maginn að þetta sé eitur?
eða voru gulræturnar eitraðar? þær eru innfluttar sko...
jahérna nú er bleik brugðið. (aldrei skilið þennan málshátt)

mánudagur, júlí 17, 2006

fuglarnir slá sig ekki inn sjálfir

í gagnagrunn Náttúrufræðistofnun Íslands, svo ég, miss tót, er komin á staðinn til að bjarga málunum. eða svo gott sem.
er hérna í góðum rólegheitum alein í húsinu að fletta upp latneskum ættbálkaheitum hinna ýmsra fuglategunda. stórkostleg skemmtun, mæli með þessu við alla.
En við þessa iðju mína rakst ég á þessa önd hérna sem myndin er af. kvak-kvak. hún heitir því virðulega nafni "Bucephala clangula" á latnesku en "Hvinönd" á íslensku. aftur á móti er hún kölluð því ofursvala nafni "Goldeneye" á ensku.
afhverju var þetta ekki notað þegar James Bond myndin var sýnd?

"...nýja James Bond myndin, "Hvinöndin" slær öll met í sprengingum og æsilegum eltingaleikjum..."

nei bara pæling sko

mánudagur, júlí 10, 2006

komin heim

á hjarðarhagann og það er æði :) talvan mín gamla virðist hins vegar vera aftur komin í sitt fyrra horf og slekkur á sér svona þegar henni sjálfri hentar. mjög óhentugt fyrir mig aftur á móti og frekar svekkjandi eftir 2 vikna viðgerðarferli úti í birmingham og svo 6 þús króna viðgerð hjá Svar.is
afhverju geta tölvur bara ekki verið í LAGI? :@
grrr!
en endilega hringiði í mig og pantið tíma, er með gamla góða númerið ;)

miðvikudagur, júlí 05, 2006

sccccccchiphol

jájájájájá
við jón sæti sitjum hér í góðu yfirlæti á netkaffi í amsterdam flugvellinum og erum að gæða okkur á gúrme ungversku snakki. með paprikubragði.
nema hvað
vorum svo grand á því að kaupa bara 24 tíma af netaðgangi svo nú verður aldeilis hangið á netinu í þessa fjóra tíma sem við heiðrum hollendinga með dvöl okkar. annað á dagskrá mun vera að fara á klósett og bíða eftir flugi.
brrrjálað stuð svo ekki sé meira sagt. svo er það Birmingham í kvöld og nótt (í NÝJA húsinu mínu notabene) og Loooondon á morgun. ætlum að gista á hóteli þar sem frægur íslengdingur dvelur venjulega á ferðum sínum og fengum við þessa ábendingu frá manni sem vinnur í kópavogi.
ekki mjög heillavænlegt, en þetta er ódýrt svo við látum slag standa. nema náttúrulega þetta sé eins og ógeðslega mellu hótelið sem við lentum á síðast.
tryllt stemming og whitney houston syngur í bakgrunninum.
síðar....

miðvikudagur, júní 28, 2006

soldið löt

við að blogga þessa dagana enda er hinn sæti kominn í menninguna, þeas í heimsókn til sinnar og sefur bara stórvel í herbergi 433. þó það sé að sjálfsögðu algjörlega bannað. svona er maður wild.
tónleikar á föstudaginn og svo er þetta ár bara búið. tóta 1, birm 0
eh...
allavega :p
svo ekkert heyrist frá mér þá skal ég láta ykkur vita að ég kem heim hinn fagra 9. júlí.
húrrahúrra!

miðvikudagur, júní 21, 2006

uh....

... já takk!

naaammm!

Haniyyah fær stimpilinn bestíheimi í dag þar sem hún bjó til Flapjacks
naaaaaammi namm
og já ég er búin að fá uppskriftina :D

oj bara

ég er búin að éta svo mikinn ruslmat síðustu viku að mér er stanslaust óglatt. get samtekki hægt og fékk mér t.d. frappútsjínó með karmellu og bananabragði. oj oj. svo er ég núna að spá hvort ég eigi að fara út að skokka og sjá hvort þetta lagist ekki, en ég er samt mjög þreytt og langar helst að fara að sofa, samt svaf ég í klukkutíma í hádeginu (mozart var svo indæll að sleppa því að hafa víólur í Vespers og hljómsveitin er að æfa það, þannig að Við fengum að fara snemma heim).
svo þarf ég að fara útí búð og kaupa í matinn. á ekkert nema frosið brauð og pakka súpu. oj.
eða jú svo á ég krukku af jarðarberjasultu. mér finnst sulta reyndar góð.
jeminn hvða lífið manns er erfitt þessa dagana :p

mánudagur, júní 19, 2006

aaaaw

var ða horfa á monsters inc.
já aftur.
vá hvað hún er ógeðslega skemmtileg og krúttleg. mér er farið að finnast teiknimyndir miiiikið skemmtilegri heldur en alvöru myndir. ég meina hver vill horfa á Ben Afflekk þegar hægt er að horfa á eineygt grænt skrímsli?
:)

sunnudagur, júní 18, 2006

einhverra hluta vegna finnst mér þetta ótrúlega asnalega orðað

"Markalaust í hálfleik hjá Japan og Króatíu
Japönum og Króötum mistókst að skora í fyrri hálfleik liðanna í F-riðli á HM í Þýskalandi."

og F-riðill hljómar líka mjög dónalega

blogg hérna

fór í messu áðan og það var einhver kelling að glápa á mig og það fór geðveikt í taugarnar á mér. svo voru endalaus atriði þar sem einhver börn sungu lög og það fór líka í taugarnar á mér og svo var ég nú næstum farin þegar einhverjir gaurar stilltu upp marki og létu svo aðra tvo skjóta í mark.
var þetta messa eða hvað?
almáttugur minn er hvergi hægt að fara án þess að heyra eða sjá fótbolta?
mér fannst þessi íþrótt allt í lagi áður en þessi viðbjóðslega HM keppni byrjaði, en núna HAAAAAATA ég fótbolta. út af lífinu.

annars er allt gott að frétta, var að borða subway og súkkulaði svo ekki grennist maður í dag hoho

mánudagur, júní 12, 2006

helgin var æææææði

held sveimmér þá þetta hafi verið með bestu dögunum mínum hér í uk þetta árið :)
fór með Alinku, Rachel og Hanyyiah að heimsækja Zarah sem býr með okkur hér á hæðinni. svona þegar hún býr ekki í Cheltenham... ef þið skiljið.
allavega þá var veðrið Geeeeeðveikt og ég var svo fegin að sjá loksins eitthvað af bretlandi sem ekki er 90% steypa og malbik. þetta er í rauninni mjög fallegt land svona þegar maður pælir aðeins í því. en við fórum semsagt í "smá" göngu á laugardeginum (klifruðum upp snarbratta hlíð inni í skógi, mættum illilegum hundi (sem var svartur), róluðum og borðuðum brauð og salat) og vorum svo bara rólegar á sunnudaginn, sátum heillengi í einhverjum garði, prófuðum að drekka "holla" vatnið sem er einkenni Cheltenham, spiluðum Uno (ALLT of lengi.... alinka neitaði að hætta fyrr en hún myndi vinna a.m.k. einu sinni) og svo eldaði Russ kærasti Zarah fyrir okkur voða góðan kjúkling. njammnjamm.
komst að einu og öðru varðandi malasíu, einu og öðru varðandi dramadrottningar, og einu og öðru varðandi það að ég er greinilega mjög léleg stelpa...

en það var óóóóóóótrúlega gaman og núna er RAUÐI liturinn orðinn næstum því fjólublár! hohoho!

myndir hér (vonandi)

fimmtudagur, júní 08, 2006

loksins kemst hann í gang

blesaður blogger. búinn að vera leiðinlegur við mig í gær og í dag :@ urri urr!
eins og ég ætlaði nú að blogga skemmtilega í gær. en svona er þetta víst... lítið við því ða gera.
hmm.
veðrið í börm hefur aldeilis tekið stakkaskiptum og nú skín sólin alla daga og hitinn er hátt á þriðja tug. eða svona allavega í áttina. þannig að tótan skellti sér í brjálaðan göngutúr í engu föruneyti nema sjálfs síns og þar náði hún sér í fyrsta bruna sumarsins! húrra fyrir því :D
reyndar held ég að það hafi verið nokkuð langt síðan fyrstibruninn sé í júní...
aaaaallavega þá er ég búin að kaupa after-sun og þetta er allt að jafnast út svona smá saman. en göngutúrinn lá semsagt í einhvern grasagarð hérna í börm sem var síður en svo áhugaverður... eða svona þannig. ég hef eiginlega ekki gaman að blómum nema ef ég hef ræktað þau sjálf. soldið selfish... en ég meina hey.
en svo er nú bara skollin á hljómsveitaræfingasyrpa sem mun engan enda taka fyrr en í mánaðarlok. þannig að endilega hugsið hlýtt til baksins míns, eða öllu heldur sálarlífsins. ekkert jafn ömurlegt eins og að setjast niður kl. 10.30 og vita til þess að maður kemst ekki út í sólina fyrr en 16.30.

mánudagur, júní 05, 2006

góð og vond dýr

ég skellti mér í gær í sunnudagsferð til höfuðborgarinnar með henni Alinku vinkonu minni. vona ég hafi ekki móðgað neinn með því. fórum aðsjá uppfærslu af don giovanni í óóóóótrúlega litlu "leikhúsi" með bar á efri hæðinni. var nú eiginlega frekar bar með leikhús á efri hæðinni. sniðugt samt... og það var frekar notalegt svona í leiðinlegustu resitatívunum að vera með einn kaldan í hendinni og vita það væri ekki nema 10 sek. hlaup niður stiga ef hann kláraðist.
söngvararnir voru (svo maður noti nú söngvaraslangur) La-la og var hann þarna hvað hann nú heitir sem er kærasti Donna Önnu, áberandi mest leiðinlegastur. en það er nú kannski bara af því að hann er tenór greyið. Ali benti mér reyndar á að hann væri nákvæmlega eins og kóngurinn úr Shrek og eftir það fannst mér hann alls ekki jafn pirrandi. hoho. en veikleiki minn fyrir ljóshærðum síðurensvoveiklulegumkannskisoldiðíhinaáttina karlmönnum ölli því að uppáhaldssögupersónan mín var þjónn Don Giovanni, Lepparetto eða eitthvað. aaaaaalgjör sjarmör. og skeggjaður! úff ég hélt mér nú fast í sætið þegar hann byrjaði.
svo var píanó dúett sem spilaði hljómsveitarpartinn og þeir voru svo arfalélegir að ég held sveimér þá að fjórðastigs söngnemandi úr söngskólanum hefði getað spilað betur. og píanóið var falskara en brosið á halldóri ásgríms (svo maður sé nú soldið pólitti-kal). samt var þetta bara stuð þó ég hafi borðað Burger King á leiðinni heim í lestinni og þrusað steinvölum í kjölfarið langt fram á nótt.
Svo ég fari nú að vitna í titil póstsins þá mættum við Ali tvemur nagdýrum á þessari ferð okkar, báðum á nákvæmlega sama stað (sem gerir þetta soldið spes skiliði). gott dýr: hið fyrr var grár íkorni sem stóð á barminum á ruslatunnunni fyrir utan húsið okkar. voða sætur og svo skoppaði hann svona líka íkornalega upp í næsta tré og sagði "skvíkití skví, skvíkskví svkíkjur!" (fyrir þá sem ekki hafa séð nýja stíl keisarans og kunna þar af leiðandi ekki íkornamál, þá þýðir þetta "góða ferð sætu stelpur". við töluðum líka stuttlega við öryggisvörðinn og hann sagði okkur að þetta væri mjög svo staðbundinn íkorni og þeir kölluðu hann Frank. Gerist ekki mikið krúttlegra.
vont dýr: á leiðinni heim þegar klukkan var orðin rúmlega tvö mættum við hins vegar nagdýri sem er ekki með loðið skott og frekar illilegt til augnanna. það dýr var að éta rusl uppúr ruslatunninni og hljóp oní næsta niðurfall þegar það sá okkur.
namm...

laugardagur, júní 03, 2006

blogg barlómur

voða er ég orðin löt að blogga og það verður alltaf leiðinlegra og leiðinlegra með hverjum deginum.
en svona er þetta bara, if you don´t like don´t read it, eins og maðurinn sagði. eða svona.
annars er það helst í fréttum að ég mun flytja út af skólagörðum UCE við Brindley Drive og búa einhversstaðar lengst útí rassgati í húsi sem er á Milner street í Sally Oak hverfinu... er að fara að skrifa undir samning í næstu viku.
sem þýðir 20 mín í strætó eða klukkutíma labb í skólann. sem þýðir líka ekkert fokkin helvítis ógeðslegt brunavarnakerfi sem fer í gang ef fólk ristar óvart brauðið sitt í 20 mín og enginn skemmtistaður hinumegin við götuna og brjáluð hraðbraut þar sem allavega 10 sírenubílar keyra um á hverjum degi, svo maður minnist ekki á strætóana.
þetta þýðir líka pláss í ísskápnum, þvottavél sem ekki kostar 1 pund og 40 pence, digtal sjónvarp, þráðlaust GOTT net (ekkert proxy rugl), BAÐKER og garður.
deili þessu himnaríki með Rachel, Mark og einhverji stelpu sem ég veit ekkert hver er en Rachel segir að hún sé fín (sem þýðir örugglega að hún sé í alvöru fín af því að Rachel er ekki týpan sem lýgur mikið að manni).
vá hvað það verður líka gott að komast aðeins úr miðbænum, er alfeg búin að fá nóg af steypunni.
það besta er náttúrulega að það verður NÓÓÓÓG pláss fyrir alla að gista hvenær sem er og ENGINN getur sagt eitt einasta orð!
pantið flug núna...

:)

fimmtudagur, júní 01, 2006

kata lata

reyndar heiti ég tóta, en það rímar ekki við lata svo ég ætla að kalla sjálfa mig kötu í smá tíma.
eða ekki.
úff. ég þyrfti eiginlega að fara að sofa, en nenni því bara alls ekki. sem er mjög asnalegt. svo svaf ég reyndar í allan dag svo það er nú kannski ekki skrýtið að maður sé hress á pakkanum. svo er ég með hausverk. :( alltaf soldið fríkí að vera illt í hausnum svona þegar maður pælir í því, vegna þess að í rauninni er hann bara fullur af einhverju svona gumsi, engir vöðvar eða liðamót eða neitt svona sem manni er venjulega illt í. strange.
en well well....

laters (lei-örs)
Þekkir þú fínar dömur og alvöru konur í sundur?

Fínar dömur: Ef þú hefur ofsaltað matinn sem þú ert að elda, þá skaltu
setja kartöflu í pottinn. Hún dregur saltið í sig.
Alvöru konur: Ef þú ofsaltaðir matinn er það bara assgoti pirrandi.

Fínar dömur: Það er auðvelt að lækna höfuðverk með því að skera límónu í
sundur og nudda henni á ennið.
Alvöru konur: Taktu límónu og blandaðu henni við tekíla og salt og
drekktu. Höfuðverkurinn hverfur sennilega ekki, en þér verður alveg sama.

Fínar dömur: Ef þú setur sykurpúða í botninn á vöffluformi, þá lekur ísinn
ekki í gegnum það.
Alvöru konur: Sjúgðu bara ísinn úr vöffluforminu. Þú liggur hvort eð er
örugglega með fæturna upp í loft í sófanum og borðar hann.

Fínar dömur: Þú getur komið í veg fyrir að kartöflur spíri með því að
setja epli í pokann með þeim.
Alvöru konur: Kauptu karföflumúspakka, hann geymist í heilt ár í
eldhússkápnum.

Fínar dömur: Kökur fá jafna, slétta áferð ef þú penslar þær með eggjahvítu
áður en þær fara í ofninn.
Alvöru konur: Betty Crocker segir ekkert til um penslun á kökunni. Slepptu
þessu bara.

Fínar dömur: Ef þú átt erfitt með að opna sultukrukku er gott að setja á
sig gúmmíhanska. Þannig færðu betra grip..
Alvöru konur: Biddu myndarlega, ríka og einhleypa nágrannann um að opna
krukkuna!

Fínar dömur: Ekki hella afgangs rauðvíni. Það má frysta í ísmolabakka og
nota í sósur seinna.
Alvöru konur: Hvað er afgangs rauðvín?

þriðjudagur, maí 30, 2006

nýju lögin!

við nágrannarnir sömdum nokkur lög í gær svona í tilefni þess að við nenntum ekki að æfa okkur.

Sunny Rain þetta lag er um daginn í gær þar sem sólin skein sem mest hún mátti á milli þvílíkra úrhellisrigningarskúra

In hell lag um hvernig við höfum fundið ástæður til að losna við að spila í hljómsveitinni

jessöríbob

haldiði ekki bara að hún tóta ykkar sé búin í prófinu sínu!
gekk ótrúlega vel, ég er þvílíkt ánægð með mig :) held mér hafi aldrei gengið svona vel á prófi spilalega séð. ekkert stress, ekkert óöryggi, ekki neitt bull. :D
víííhííí!
svo nú er það bara sólbað og kokteilar.
eða þannig.

mánudagur, maí 29, 2006

Hell Yeah!

prófið mitt er á morgun og ég er svo fokkin löt það hálfa væri nóg. ætla að spila fyrsta kaflann úr Víólu Sónötu eftir Rebeccu Clarke og svo fyrstu selló svítuna, en samt ekki alla af því að "my recital" má bara vera 20 mín. MEÐ bili milli verka.
þvílíka recitalið eða hitt þó heldur. en allavega.
David er með masters recital á miðvikudaginn og það er heilar 45 mín. algjört pöff. hverskonar masterspróf er það? æj ble.
en við erum s.s. búin að finna okkur ýmislegt til dundurs á þessum ögurtímum... erum t.d. búin að semja þrjú ný lög á plötuna okkar sem mun vonandi aldrei koma út.
stuð stuð stuð. getur vel verið ég skelli þeim á netið.
eða ekki...

laugardagur, maí 27, 2006

búúú húúú

skype er leiðinlegt við mig svo ég get ekki talað við jónsæta :(
ó aumingja ég.

en tjekkið á my space síðunni minni, hún er awsome
(linkur til hægri)

fimmtudagur, maí 25, 2006

Neeeeeenni ekki

að gera neitt. vaknaði rétt fyrir ellefu í morgun og er núna, um hálfsex leytið gjörsamlega að drepast úr þreytu og leti. samt er ég eiginlega ekki búin að gera neitt í allan dag nema drekka te.
og kaffi.
já hey ég er búin að finna uppáhaldskaffidrykkinn minn! en fyrir þá sem þekkja tótuna/skúlafúla þá vita þeir hinir sömu að hún/hann drekkur ekki neitt sem mjólk hefur verið blandað útí svo þetta er frekar flókið þegar kemur að kaffi drykkjum.
jájá
en drykkurinn er semsagt, americano MEÐ auka skoti af espresso.
mjög frumlegt en AKKÚRAT passlegt fyrir mig. svo nú megiði bara gjöra mér svo vel að koma í heimsókn og gefa mér kaffi.
eða eitthvað, ég er allavega alfeg að sofna... púúúú

miðvikudagur, maí 24, 2006

Leiðinda Rigning

hæ hó hér er lagið sem við Skúli sömdum saman saman áðan... (vona þetta virki :S )

http://totaviola.badongo.com/


það eru soldið léleg gæðin á því og það heyrist eiginlega ekkert í mér af því að míkrafónninn var svo langt frá. eða svona. en textinn er:

Ég vildi að sóli skini
innum gluggan minn, beint á mig
en úti er allt blautt
allt á kafi í regni.

bara í smá stund, sjá sólina,
bara aðeins, stutta stund
tréin myndu glöð vilja
aðeins fá smá sól
það er ekki alltaf nóg að
fá bara regn

bráðum held ég
að ég drukkni,
drukkni í vatni, aumingja ég
því að sólin hefur ekki
sést hér lengi
það er alltaf bara engin sól
bara regn helv** regn...


ætla að biðja plötuútgefendur um að tala bara beint við markaðsstjórann minn... þeas ef hann á lausa stund. skúli vill heldur ekki tala við neinn. bara ALLS ekki.

atlaga gerð að skúla

ég og Margaret, í slagtogi við Schubert, Strauss og Mahler, gerðum MJÖG góða tilraun til að losa okkur við Skúla Fúla í dag. Löbbuðum sem leið lá í úthverfi eitt sem heitir Bourneville og er bara ansi langt frá. allavega vorum við svo orðin svo þreytt við tókum lestina til baka.
og nei ég sá enga götubardaga, var ekki rænd og það eru ekki bara verksmiðjur útum allt. ég sá reyndar eina verksmiðju, en ákvað að strunsa framhjá henni og ímynda mér að hún hefði alls ekki verið þarna.
þegar ég kom heim fékk ég mér svo baunir í matinn sem voru alls ekki góðar og tuggði heila agúrku. en agúrkur eru uppáhaldsmaturinn hans Finnboga.
svo fór ég inní herbergið mitt og samdi lag á gítarinn minn um það hvað ég hata rigningu mikið... getur vel verið ég reyni að skella því á netið, það var nefnilega soldið skemmtilegt.
en Skúli situr sem fastast og til að vera ennþá meira til leiðinda ákvað hann að prumpa geðveikt mikið inní herberginu mínu útaf öllum baununum svo ég sé fram á að þurfa að eyða nóttinni frammi í stofu með tappa í ra.... jah allavega er fýlan hérna inni hræðileg.

reyni eins og rass við setu
rembist eftir bestu getu,
en þótt ég við það púli
þrjótinn út að bera,
þá virðist hann kominn til að vera
vondi, ljóti, skúli fúli

þriðjudagur, maí 23, 2006

mrs. Price

þegar ég er orðin stór ætla ég að verða Dame Margaret Price.
nei ég ætla ekki að vera EINS og hún, ég ætla AÐ VERA hún. það er gella sem segir sex. og þá helst á þýsku eða eitthverju svona dramtísku tungumáli.
tjekkiði bara á kjólnum! sjæse, svona klæðast bara Scnhillingar. ég var s.s. að kaupa disk þar sem hún syngur nokkur vel valin og er gjörsamlega heilluð.
ég þ.e.a.s. er heilluð, Margaret hefur nottla heyrt þetta áður þar sem hún var á staðnum þegar gaurinn var tekinn upp. þetta er life sko, ekkert fokking remix eða klippt til kjaftæði. Margaret er echta.
svo ætla ég að láta gefa mér þennan dvd disk.

herra Fúli reynir að borða epli

ég var svona að spekúlera hvort það væri hægt að fá ælupest nema...
... bara útúr öfugum enda?
virkar þa...
...nnig að hvað sem maður setur ofan í sig, vill synda með fi.... ...skunum strax.
og þá meina ég strax.

mánudagur, maí 22, 2006

ég er alfeg búin að ákveða það að í næsta lífi sem ég fæðist, þá ætla ég ekki að eignast neina vini, heldur búa ein einhversstaðar uppá fjalli.
kannski eiga kött.

hrumpf!
-Skúli Fúli

föstudagur, maí 19, 2006

ég veit ekki hvað í andskotanum ég er að gera komin og fætur og búin að klæða mig og ég veit ekki hvað oghvað. flugið mitt er ekki fyrr en kl. 10 og ég er svona 10 mín að labba á lestarstöðina og 9 mínútur þaðan út á flugvöll.
en maður er bara svo fjandi spenntur! hohoho
er sko að fara til Kjöben að heimsækja hommana mína. ég er náttúrulega yfir mig hneyksluð á að ísland skyldi ekki komast áfram í júró, þetta er greinilega ekki alfeg alltílagi lið sem dæmir þetta... var fólk í alvörunni að hlusta á lagið frá tyrklandi?
ég hef nú reyndar ekki heyrt það sjálf, en ég veit að það var ömurlegt og sylvía okkar mikið betri.
jammsííí...
en nú eiga allir að hugsa vel til skýjanna sem eru í köben og reyna að lokka þau út á atlantshaf því ég nenni ekki að þurfa að fara að kaupa mér hlýja peysu þegar ég kem þangað.

túúúúrílúúúú!

miðvikudagur, maí 17, 2006

what the?

já ég geri mér fyllilega grein fyrir því að ég hef bara búið í Bretlandi frá því í september.. en í alvöru talað... Frank Skinner? þetta getur ekki verið alvöru nafn!
og Benjamin Zephania?
ég er nú bara fegin að þekkja ekki neinn sem heitir svo skuggalegu nafni.


UCE Birmingham will be launching the New Generation Arts Festival on 31st May 2006. The festival includes over 1,000 arts based students, some 200 alumni in over 30 exhibits in 25 venues around Birmingham. The festival is backed by big names like Frank Skinner, Betty Jackson, Ruby Turner, Philip Pullman, Jim Crace and Benjamin Zephania to name but a few.

sunnudagur, maí 14, 2006

meiri tónlistarsöguprófs undirbúiningur

rakst á þessa góðu grein:

"Berlioz was a French composer. Berlioz had a son, two sisters, two wives and many friends. He had lots of people close to him die. Berlioz was a very good friend to everybody. As a musician he went to Italy, Germany, and France."

er ekki soldið erfitt að eignast einn son ef maður á tvær konur? líka leiðinlegt ef fólk sem kemur nálægt mann er bara sísvona að deyja.
en þetta er bara svo vel orðað... fer með þetta í prófið, ekki spurning.

laugardagur, maí 13, 2006

aaaaawwww

"Haft er eftir Bach að hann hafi sagst semja góðar bassalínur guði til dýrðar og fallegar laglínur í efstu rödd til að gleðja mannfólkið. " (tekið af tónlistarvefnum)

fann mestu snilld í heimi tilað hjálpa mér fyrir tónlistarsöguprófið. þessi vefur er víst fyrir grunnskólanemendur, en það segir nú bara ansi mikið um þennan ljóta áfanga sem ég er í og standardinn á þessu "háskólanámi" mínu. hoho!

Stephan Fry er snillingur

er að lesa bók eftir hann sem heitir "Stephen Fry´s incomplete & utter history of classical music" og er (hence the name) um sögu klassískrar tónlistar. kannski ekki alfeg besti undirbúningurinn fyrir tónlistarsöguprófið mitt á mánudaginn, en allavega í áttina...
allavega, hann er að tala um hvernig óperan byrjaði og alla þessa geldinga...

"But nevertheless, opera was here to stay, and, with opera, came egomaniac primadonnas. But, as we´ve said, not female ones. In fact, arguably, much worse: egomaniac primadonnas with a grudge. In fact, with a grudge and no balls. what an awful combination."

Egomaniac primadonna with a grudge but no balls, er frá og með deginum í dag uppáhaldsorðið mitt.

föstudagur, maí 12, 2006

próf og prump

var í 2 prófum í dag. í sama áfanganum samt. "þessi þarna" áfangi sem ég er búin að vera að blóta HÁSTÖFUM í allan vetur. gekk frekar illa :S en maður á nú ekkert að vera að segja frá því, þá heldur fólk kannski að maður sé vitlaus.
svo er mér illt í maganum og blá á litin... :(

er nefið á mér að stækka?


þriðjudagur, maí 09, 2006

ókei ókei, ég er alfeg að fara að sofa...

This Is My Life, Rated
Life:
6.9
Mind:
6.7
Body:
6.6
Spirit:
8.3
Friends/Family:
5.6
Love:
4.6
Finance:
4.5
Take the Rate My Life Quiz