mánudagur, október 31, 2005

aaaahhh....


Ég hélt ég væri orðin of gömul fyrir svona, en hún spyr víst hvork´um stétt né stöðu... aldur, kyn né starfsreynslu. ég er nefnilega orðin ástfangin.
*andvarp*
Brahms píanó kvartett í A-dúr, op. 26 hefur laumað sér inní hjartað á mér og er alfeg að gera mig óða.
ástæðan að ég hélt mig of gamla var vegna þess að þegar ég var yngri var þetta alltaf að gerast, ég kolféll fyrir einhverjum verkum og gerði stundum ekkert annað heilu oghálfu næturnar.... hvernig læt ég?! heilu og hálfu mánuðina sat ég og horfði með heimskulegu unglinga-augnaráði út í loftið og fannst ég hafa fundið hina einu og sönnu hamingju.
núna er maður orðinn mikið "þroskaðri" og "vandlátari" og í stuttu máli svo uppfullur af sjálselsku og skít að maður sér (heyrir)ekki lengur það einfalda. er svo upptekin af bulli eins og borgareikninga, fara snemma að sofa, drekka 2lítra ádag af vatni, og þannig hlutum að svona gull gerast ekki lengur.
nema núna! hohoho! ég fékk óvart lánaðan Brahms disk um daginn af því ég hélt að hann væri með píanó kvintett á, en nónó miss stupid, þar var ekkert annað en 2 píanó Kvartettar. tilviljun? nei ég held sko aldeilis ekki. svo núna sit ég tímunum saman (er ennþá of upptekin við að hugsa um asnalega hluti til að leyfa mér lengri tíma) og glápi útí loftið með ennþá heimskulegri svip.

aaaaah....

sunnudagur, október 30, 2005

núna er ég búin að setja upp svona ONLINE dagatal. voðalega sniðugt, segi ekki annað. og það sniðugast við það er að þið, mínir kæru vinir, getið skellt einhverju þar inn líka (eða ættuð að geta ef þetta virkar almennilega). þannigað nú hvet ég alla til að setja afmælisdagana sína og komandi partý og fleira í þeim dúr :)
húrrahúrra!

skoðunarkönnun

Nú er ég búin að setja upp skoðunarkönnun af því að ég er búin að vera í stökustu vandræðum með að hlusta á tónlist í tölvunni minni. annað hvort virkar dótið ekki eins og ég vil, eða það er bara asnalegt og OF merkilegt með sig.
eh...
allavega, allir að vóta

laugardagur, október 29, 2005

lincoln bílar...

gaurarnir hjá lincoln bílaumboðinu á íslandi eru ekki bara bílasalar, heldur skáld.... tjekkið á þessu:

"Lincoln er handverk sem er unnið af alúð og myndar glæsileika sem á sér enga fyrirmynd. Tilfinningin er einungis þeirra sem reynt hafa. Þú ekur Lincoln og heldur þig á flugi og mjúkum skýjum. Veldu LIncoln."

síðan fyrir áhugasama

föstudagur, október 28, 2005

fékk mér dæet kók, 175 grömm af matlesers kúlum og talaði við jónsæta á skype.
þannig að ég er ekki lengur í fýlu :)
er að fara að horfa á futurama. víííí haaaaa!
ég er í fýlu.
af því bara.

fimmtudagur, október 27, 2005

um daginn stóðst ég ekki lengur freistinguna og keypti mér intense XXL, volume + length micro fibre maskara. hljómar soldið eins og nafn á klámmynd eða rosalega sterkt efni til að eyða bílalakki, en neineinei, þetta er sko maskari. strákar: svona svart til að setja á augnhárin.
þetta mikla undratæki sem ég keypti hefur verið auglýst óendanlega mikið og allar auglýsingarnar eiga það sameiginlegt að vera hroðalega hallærislegar og eiginlega bara hálf vandræðalegar. eru að reyna að ná fram einhverjum voðalegum kontröstum með því að hafa allt svart eða hvítt. eina svarta stelpu og eina hvíta. ein í röndóttum bol og hin í doppóttum. úff. en þetta keypti ég mér nú engu aðsíður og prófaði að klína þessu á mig áðan. sem var reyndar bara mjög fyndið.
fyrst setur maður sko eina umferð af hvítum maskara sem lítur út eins og jógúrt og svo bíður maður smá stund og lítur út eins og afturganga á meðan og svo setur maður svarta umferð. þetta er nú meira ferlið. en ég er bara sveimmér þá mjög sæt... eða hitt þó heldur.
lít út eins og einhver hafi kramið 2 kóngulær sitthvoru megin við nefið á mér, augnhárin á mér verða svo löng að þau rekast í augabrúnirnar á mér.
brjáluð stemming.
tók svo myndir af mér bara afþví að mér leiddist svo. :)




mánudagur, október 24, 2005

tony fair

ég var áðan í röð aðfara á kassann í Tesco. auðvitað sveiflandi Tesco-kortinu góða (er nú þegar búin að safna mér 40 punktum! þarf ekki að safna nema 60 viðbót og þá ég EITT PUND inni hjá tesco búðunum. þvílíkur sparnaður. en allavega ég var þarna í röðinni í góðum fíling og fer að glápa á sjónvarpið sem hangir þarna einhversstaðar. þar var viðtal við herra Tony Blair sem er svona einhversskonar stjórnmálamaður eða eitthvað... og hann sat í rósóttu herbergi í pastelgulum sófa (með blúndum), var með rosa fínt bleikt bindi og ég get svo svarið fyrir það hann var með maskara.
bara smá saga í boði tesco...

eh
fór á bömmer aldarinnar í gær af því ég er búin að vera svo löt. sniðug eða hitt þó heldur, vorkenna sér og væla í staðinn fyrir að drífa sig bara af stað og GERA hlutina. úff hvað sunnudagar fara stundum í mann. en í dag dreif druslan sig bara af stað mjög snemma... (lesist fyrir hádegi) og æfði sig eins og manneskja. þó ég hefði verið andvaka hálfa nóttina. kannski þarf maður að vera hálf meðvitundarlaus til að drullast til að gera það sem maður þarf að gera?
aaaaaaaaaallavega. svo rignir og rignir og rignir.
það kemur ekki nógu skýrt fram á þessu bloggi, en þegar ég skrifa rignir, lítur það stundum út alfeg eins og vignir af því ég skrifa svo "gleið" err. en hann hringdi einmitt í mig um daginn og á hrós skilið :) svo hringdi reyndar Arnar í mig líka um daginn og leyfði mér að tala við Palla minn sæta.
þannig að ég veit ekki hvaða skítabömmer þetta var að læðast svona uppað mér í gær án þess að vera boðinn... en nú ætlar ungfrú dugleg í ræktina áður en hún sofnar ofan á sjálfa sig.

túrílú!

ps-já jón minn þú ert líka frábær :*

sunnudagur, október 23, 2005

haldiði að maður sé kúl á því... er að hlusta á lag sem heitir sunday og jah.... er ekki bara sunnudagur í dag?

föstudagur, október 21, 2005

jahérna

You scored as Christianity. Your views are most similar to those of Christianity. Do more research on Christianity and possibly consider being baptized and accepting Jesus, if you aren't already Christian.

Christianity is the second of the Abrahamic faiths; it follows Judaism and is followed by Islam. It differs in its belief of Jesus, as not a prophet nor historical figure, but as God in human form. The Holy Trinity is the concept that God takes three forms: the Father, the Son (Jesus), and the Holy Ghost (sometimes called Holy Spirit). Jesus taught the idea of instead of seeking revenge, one should love his or her neighbors and enemies. Christians believe that Jesus died on the cross to save humankind and forgive people's sins.




Christianity


92%

Judaism

75%

Islam

58%

Paganism

58%

Buddhism

54%

agnosticism

50%

Satanism

29%

Hinduism

21%

atheism

17%

Which religion is the right one for you? (new version)
created with QuizFarm.com

tóta dulle

gerði mér lítið fyrir og pantaði mér pizzu! :) nú þarf ég ekkert að fara útúr húsi fyrr en á mánudaginn! oh ho ho ho

mánudagur, október 17, 2005

heitar lummur verða úreldar eftir að þið lesið þetta hér....

ég er af sumum (meðalannars mér sjálfri, en það er nú bara af því að ég er svo mikill api) talin mjög fyndin og segi ég oft eitthvað fyndið.
ég er samt síður en svo að grínast þegar ég segi ykkur það að þegar ég komúr ræktinni um NÍU leytið var teið í tekatlinum undir teketilshúfunni sem ég heklaði volgt.
vatn sem hafði verið sjóðheitt kl. FIMM.
og reikniði nú!

ég tek við pöntunum milli 22.16 og 23.30. viðkomandi verður samt að senda mér 2 dokkur af íslenskri ull og einhverja flík sem hann/hún er hætt að nota.

tóta dulleh!

já hún er bara búin að vera reglulega dugleg hún tóta. gerði mér svo lítið fyrir og heklaði mér teketilshúfu.
til að setja á teketilinn minn.
skiljanlega, fyrir þá sem ekki þamba tugi lítra te daglega (eins og virðist vera bretum mikið kappsmál), þá kann þetta að þykja mjög skringilegt.
en málið er að ef maður drekkur te ekki þeim mun hraðar, (eins og virðist vera bretum mikið kappsmál) þá verður teið kalt í teketilinum.... NEMA maður sé svo forsjáll að eiga teketilshúfu. :)

sem ég á núna.
sjáið myndir...

sunnudagur, október 16, 2005

spurning til mín frá mér

af hverju ertu að fara á fætur á morgnana ef þú nennir svo ekki að gera neitt?

lúði
ég verð að fara að sofa núna. ég vil það samt ekki.
ég verð af því að ég er þreytt og illt í bakinu.
og eyrunum. heyrnartólin mín eru nefnilega soldið þröng.
mig langar soldið til að vera aftur 18 ára...

eels

er besta hljómsveit í heimi. þeir sem ekki hlusta á eels ættu að skammast sín. var að kaupa "nýja" diskinn sem heitir blinking lights.
og hann er tvöfaldur.
eels er ein af mjööööööög fáum hljómsveitum sem komast upp með að gera tvöfalda plötu. hún er líka ein af fáum sem getur notað asnaleg hljómborðshljóð án þess að verða eins og hálfviti. notar m.a. sintesæseraðan baritón. ótrúlega töff.
eels er samt eiginlega ekki hljómsveit, þetta er aðallega einn gaur sem gerir allt og kallar sig E.
eels er með æðislega texta.
já.

mánudagur, október 10, 2005

jónminn farinn :´(

æj hvað helgin mín var æææææðisleg, æðisleg, æðisleg. það eina vonda við hana er að hún er búin og ég er hálf vængbrotin hérna í litla herberginu mínu á Cambrian.
en við sköturnar, gerðum okkur lítið fyrir og skelltum okkur á sveita hótel rétt fyrir utan Birmingham. heitir Bosworth Hall Hotel. mæli eeeeeindregið með því.
nú kunna kannski einhverjir að fussa og segja "eyða eyða, ertu ekki í námi" og allskonar svoleiðis, en þetta hótel var eiginelga bar gefins, fengum 2 nætur á 120 pund (15.000 isk) og innifalið var morgunmatur OG kvöldmatur. bæði geeeeðveikt gott. herbergið var risastórt með sjónvarpi, síma og brjáluðum fataskáp, kommóðu og ég veit ekki hvað og hvað. klósett, besta sturta sem ég hef farið í hér á Englandi og Baaaaaaaaaaaaaaað. svo gat maður farið í ræktina (já ég fór!! dulledulle!), þar var líka gufubað og sána og heitur pottur og 12 metra sundlaug.
og nú er ég ekki að tala um ólýsanlega útsýnið út um gluggann okkar. við erum eiginlega að spá í að fara þarna viku í sumar. einhver með? :) rétt hjá var svo krúttlegasti bær í heimi... Market Bosworth. ég hélt fyrst þetta væri svona markaður og var voða spennt. en varð samt ekki fyrir vonbrigðum, fundum sætasta te/kaffihús í heimi og minnsta bankann. svo var þarna bar sem hét "red lion" og við alfeg æst, héldum að bjarni fel væri mættur, en þá var þetta bara venjuleg bresk búlla.
svo átum við HRÆÐILEGA mikið nammi og drukkum dæet kók, sögðum hvort öðru kjánalega brandara og fylgdumst með Snóker langt fram á nótt eins og við ættum lífið að leysa.
æj úff það var svooooo gaman :)

en nú sakna ég hans helmingi meir en áður og er helmingi meira einmana. aumingja ég aumingja ég. og hvað gerir maður í fýlu nema hlusta á hræðilega sorglega og væmna tónlist. er að hlusta á Elgar sellókonsert útsettan fyrir víólu. gerist ekki mikið meira blátt en það....
jú annars, klósett pappírinn er búinn :(

laugardagur, október 08, 2005

klukkuð!

loksins klukkaði mig einhver, ég er alfeg búin að vera næstum því í fýlu að allir bloggarar væru að klukka hvern annan og allir svona saman í klukki nema ég.
svo tók Berglind sig til og klukkaði töðuna (mig)

1. kærastinn minn kallar mig tótu töðu. en ég kalla hann líka afa önd.
2. ég er að læra á víólu í Birmingham og það er ógeðslega gaman.
3. mér finnst fátt skemmtilegra en að skrifa fólki bréf eða senda póstkort. nema þó kannski að fá bréf eða póstkort sjálf. drekka kaffi með og sódavatn með sítrónu.
4. ég borða sítrónur, og ef stuðið er mikið, börkinn líka
5. mig langar rosalega mikið í harmónikku (og læra á hana).

þetta var nú ekki erfitt :) svo þarf maður að klukka einhvern annan...

ég klukka: Eydísi, Döggu systur og Siggu óléttu (mér er alfeg sama þó þú þykist vera hætt að blogga þarna!)
ég var að kaupa mér skó! þeir eru óóóóógeðslega flottir. um leið og ég fór oní þá visi ég að þetta voru þeir. skórnir sem myndu veit mér ómælda ánægju.
aaaah það er svo gaman að kaupa skó :)

fimmtudagur, október 06, 2005

somebody stop me!

elskuelskuelsku jónminn er að koma í heimsókn eftir rúman klukkutíma og ég er hreinlega að míga á mig af eftirvæntingu. og er að Hakka í mig einhverjar ógeðlegar hnetur sem eru hér fyrir framan mig. oj. það er ekki gott að borða of mikið af hnetum, maður verður skrítinn í maganum. svo hleyp ég á klóstið í tíma og ótíma. það er nú reyndar ekki út af hnetunum, geri þetta alltaf þegar ég er stressuð.
stressuð?
æj bleh...
ég hlakka bara svo ógeðslega mikið til að sjá hann :D
samt er ég soldið stressuð út af:

1) að ljóta fólkið við lestarstöðina berji mig ekki meðan ég bíð eftir að lestin komi
2) öryggisvörðurinn hérna á skólagörðunum verði með stæla (má sko ekki vera með næturgesti)

en þetta er nú bara prump í poka, tek með mér árásar-væluna sem skólinn gaf mér og lýg einhverju að öryggisverðinum. eða fer að grenja ef í hart fer. hoho! ráð undir rifi hverju.

jæja.... upp með maskarann og brilljantín í hárið... "því Jóóóóón er kooomin heeeeim" eða allavega heim til mín. þar sem ég bý í augnablikinu.
argh!

miðvikudagur, október 05, 2005

breskur póstur #3

í dag og í gær hef ég tekið eftir tvemur bæjarvinnuhópum hér í birmingham. annar flokkurinn var svona Blómaflokkur, sem tók sig til og skipti út næstum því orðin soldið sjabbí sumarblómum fyrir utan skólann hjá mér yfir í rosalega sumarleg blóm.
og vökvaði og arfahreinsaði.
svo var það hinn hópurinn, sem vitist mestmegnis aðhafast á kvöldin, en sá hópur var að setja upp jólaskraut í aðalgötuna.

5. október gott fólk.

sunnudagur, október 02, 2005

í dag er SUNNUDAGUR!

vá vá vá hvað ég verð að fara að æfa mig. nenni því bara allsallsalls ekki. æfði mig samt EKKINEITT í gær (Sem er fáránlegt) og á morgun ætlar víólubekkurinn að hittast og ég verð að spila eitthvða fyrir þau, bara svona til að tjekka hvort ég sé almennileg...
svo er ég eiginlega komin með illtí rassinn af því ég er búin að sitja svo lengi. var vakandi langt fram á kvöld hangadi í tölvunni eins og eitthvað strangepeople...
æj úff.
svo þori ég eiginlega ekki á klósettið af því að foreldrar klósett/sturtu félaga míns eru í heimsókn og í morgun labbaði einhver næstum inná mig.
ég varð frekar pirruð og urraði eitthvað á íslensku. og svo gat djöfls fíblið ekki lokað hurðinni almennilega! ég hefði átt að taka brjálaða prump sessjón, kenna þessu fólki að loka klósetthurðum almennilega.
hmmm.
oh well.
en ungfrú tótfríður tók til í gær í herberginu sínu og viti menn, það er bara nokkuð næs :) ryksugaði og allt!
svo fékk ég bréf frá mömmunni minni með gráum lopasokkum, lýsisperlum og súkkulaði með rússínum. hvað annað þarf maður til að vera hamingjusamur? :)
(og þá meina ég svona án þess að vera bara heima hjá sér umkringdur sætu fólki)

laugardagur, október 01, 2005

þó hann sé nú að koma á fimmtudaginn þá er ég alfeg að gubba yfir mig alla ég sakna hans svo mikið...
hann er bara svo sætur :)
allavega... tsssjekk ðiss át

http://www.ilovejohn.com/


:)