fimmtudagur, september 29, 2005

Breskur póstur #2

var að stofna bankareikning og þjónustufulltrúinn minn heitir McGurk.

án djóks

miðvikudagur, september 28, 2005

ég var að fá mér svona Tesco kort. þá safnar maður punktum og eitthvað sona útí matvörubúð. svossem ekkert eitthvað voða merkilegt neitt, en maður kannski fær þá 50 hvert epli frítt eða eitthvða svoleiðis... munar nú um minna. en ég var að skoða "personal" dálkinn þeirra og þar er þetta:

Funerals

It's not something anyone wants to think about, but now Clubcard can help give you peace of mind and save money on a Dignity Funeral Plan.

þannig að ég gerði greinilega góðan díl, fæ meira að segja afslátt af jarðarförinni minni :)
ég var að fá tölvupóst frá sinfóníunni, greinilega sú eina á íslandi sem saknar mín og lætur heyra í sér....
nei djók. en þar stendur:

* * STÓRKOSTLEGT VERK EFTIR TÓNSKÁLDIÐ ÞORSTEIN HAUKSSON * *
Síðast en ekki síst verður verk Þorsteins Haukssonar, Bells of earth, á
dagskránni. Gagnrýnendur hafa keppst við að lofa verkið og sumir vilja meina að
það sé ?hápunkturinn á glæsilegum tónsmíðaferli Þorsteins Haukssonar,?
stórfenglegt verk...? Þorsteinn er kominn til landsins til þess að vera
viðstaddur flutninginn.

aumingja þorsteinn, það býst greinilega enginn við því að tónsmíðar hans verði betri en þetta...

ÞÚ TAPAÐIR!!!

í keppninni "hver verður fyrstur til að senda tótu sinni bréf til Birmingham".
hinn ÓTRÚLEGA HEPPNI var sjálfur Eyjólfur Eyjólfsson, tenórsöngvari sem er með belju á náttborðinu sínu.
:)
en svona til að þið gefið ekki upp alla von hef ég ákveðið að breyta keppninni í "hver sendir tótu sinni FLEST bréf á meðan hún er í Birmingham".
byrja

þriðjudagur, september 27, 2005

vó x2

ég get því miður ekki státað mig af því að vera mannglögg, heldur ekki get ég munað nöfn, símanúmer, dagsetningar, tímasetningar, atburði sem gerðust fyrir lengur en 10 dögum, fjölskyldutengsl, kjaftasögur, afmælisdaga, sögulega mikilvæg ártöl, æsku mína eða staðreyndir. nema þær séu mjög rökréttar.
staðreyndirnar sko.
en ég man soldið eftir andlitum.
og í dag var ég að labba niðrí bæ og sé nefnilega konu sem er að vinna á bókasafninu hérna í B´ham. sá hin sama og lét mig fá bóksafnskort. sem hún á nú örugglega eftir að sjá eftir. en allavega.... ekki nóg með það, heldur var konan tvær!
þeas ég sá tvær svona konur.
með SAMA andlitið!
þannig að gellan er bara tvíburi.
ekki svo merkilegt segið þið... mikið til af tvíburum, jájá. en málið var að þær voru NÁKVÆMLEGA eins. hárið, hausinn, ÖLL fötin, meira að segja skjalatöskurnar og SKÓRNIR voru nákvæmlega eins. og við erum að tala um rúmlega sextugar konur.
ætli þær vinni báðar á bókasafninu?
ætli þær fái sér alltaf það sama í morgunmat? ætli þeim verði mál að pissa á sama tíma? ætli þær verði skotnar í sömu mönnunum? ætli þær hafi valið sér að verða svona eða verið píndar til þess í æsku og ekki losnað úr farinu? (smá drami) ég er næstum því viss um að þær heita svo líka nöfnum sem ríma. eða byrja á sama staf.
susie og lusie. eða Beatrice og Bertha.
nema náttúrulega ég sé endanlega farin yfirum og sé farin að sjá tvöfalt...

föstudagur, september 23, 2005

miðvikudagur, september 21, 2005

B.Britten/Benjamin B.

fallegasta lag sem ég veit um þessa dagana er úr "Suite of Songs from Orpheus Britannicus" hvað svo semþað er nú eiginlega og heitir "So when the glittering Queen of Night".
sem er einmitt fyrsta ljóðlínan í laginu. eitthvað sem mér sýnist bretar vera voðalega hrifnir af. leti? hagkvæmni? hefð? eða kannski bara eitthvað sona skrýtið og asnalegt breskt eins og að sulla ediki yfir allt?
nú spyr ég mig.
en þetta lag er einkar vel til þess fallið að grenja sig í svefn yfir. ég er reyndar í rosalega góðu skapi, þannig að ég veit ekki hvað ég er að rípíta þetta inní hausinn á mér.
oh jæja, það var svossem enginn að halda því fram að ég væri eðlileg.

"So when the glittering Queen of Night
With black eclipse is shadowed o´er,
The globe that swells with sullen Pride,
Her dazzling beams to hide,
Does but a little time abide,
And then each ray is brighter than before."
-Thomas D´Urfey

úbs!

ég var að velta því fyrir mér af hverju enginn hefur HRINGT í mig og sá þá að ég hafði gefið upp vitlaust símanúmer.
hehe.

búin að laga.
hringiði!

mánudagur, september 19, 2005

fánýtur fróðleikur #1

er í boða herra Finnboga.

Definition
larynx (plural larynxes or SPECIALIZED larynges)
noun [C] (INFORMAL voice box)
a muscular hollow organ between the nose and the lungs which contains the tissue that moves very quickly to create the human voice and many animal sounds

Velkomin á Skype!

já ég bið sjálfa mig innilega velkomna á þetta mikla og frábæra fyrirbæri. eftir mikið tuð og já... grátur, tókst mér að finna villuna sem gerði það að verkum að ekkert virkaði.
ég, *ehemm* hérna skrifað óvart nokkur leyniorð vitlaust.
vá maður, við skötuhjónin vorum farin að spá í að setja upp annað stýrikerfi á Nýju Tölvuna mína og ég veit ekki hvað. svona er maður hress :)
en nú óska ég eindregið eftir því að fólk sem notar skype að ADDA mér inn á sig.

húrra!

en nú þarf ég að ná í þvottinn minn í Þurrkara Cambrian Hall. held þetta sé í fyrsta skipti á ævinni sem ég set föt í þurrkara. vona þau séu í lagi :S

ekki gleyma að ADDA!

laugardagur, september 17, 2005

ég get ekki sofnað :( sem er ömurlegt. og mér er ógeðslega kalt á tánum og á puttunum. sem er heldur ekki gott. ble. það er samt ógeðslega gaman að eiga svona tölvu alfeg sjálfur :) ég er bara endalaust eitthvað að musast. búa til skrínseiver og svona. úff þvílíkt fjör.
borðaði matinn minn með tvemur ungverskum stelpum áðan. fjandi eru ungverjar alltaf skemmtilegir :) ótrúlega líbó fólk sem er geðveikt þægilegt að vera í kringum (ertu ekki sammála mér SIF?). vorum einmitt að hrylla okkur við því að núna á mánudaginn hættir þetta að vera "international" campus, því hitt liðið er að koma þá. kannski verður það bara fínt. þá þarf ég reyndar að fara að banka alltaf áður en ég skelli mér á dolluna, frekar leiðinlegt. það er sko nefnilega eitt klóst fyrir tvö herbergi. og það er ekki hægt að læsa! ómæ. reyndar getur maður læst klósettinu ef maður er inní herberginu sínu, en ekki ef maður er inná klósettinu.
meikar þetta einhvern sens?
held ekki. en mér er svossem nær að vera að röfla þetta, klukkan langt gengin þrjú. ég sem ætlaði að vakna eldsnemma, æfa mig og fara á bókasafnið... það var nú svossem ekki meira planað. er búin að kaupa allt sem ég taldi vera mjög NAUÐSYNLEGT fyrir mig sjálfa að kaupa.
fullt af drasli sem sagt.
þannig að ég veit ekki hvað gerist hjá manni næst... kannski fari að kynnast fólki eða eitthvað. nje.
meira gaman bara að hanga heima og vera í tölvunni. eða svona. ég er að reyna að skella myndum inná flikkið, gengur óóóóóóótrúlega hægt.
oh well.... can´t be always christmas

föstudagur, september 16, 2005

breskur póstur #1

Twinings tepokar duga ekki í 2 könnur af te

Room 433

hó hóhó!
nú erhún tóta ykkar komin til Bretlands og búin að stússast heil ósköp! er meðal annars búin að kaupa mér pottablóm (hvítbleik rós), kerti og 4 rauðvínsglös. svona ÞEGAR sæta fólkið mitt kemur í heimsókn, þá verður maður að geta gert soldið rómó. ég er svo líka búin að kaupa mér fartölvu :) Acer Ac 5012 WLmi og hnífaparasett. ég held í alvörunni að það hafi verið meira mál að finna þetta helvítis hnífaparasett. ég vildi nefnilega bara kaupa eitt sett, ekki 20 í pakka. oh well, can´t be always christmas.
en annars er allt gott, ef ekki bara betra en það, finn Strax hvað ég er að verða betri víóla, eftir bara 2 tíma! kreisí stöff. hún kann greinilega sitt starf gellan hún Rivka Golani. :)
en ég skrifa nú meira seinna, þarf að skjótast í kynningarskoðunarferð um "The Sinfony Hall" sem er ein brjálaðasta bygging sem ég hef séð. svo er víst annað eins innan í og svo ætlar einhver gaur að spila á orgelið fyrir okkur inni. það er víst annað eins kreisístöff.
kysskyss, sakna ykkar allra!

laugardagur, september 10, 2005

farin :(

gleymdi að plögga tónleikana mína í gær, var bara svo fjandi bissí. en það gekk geðveikt vel og ég er ekkert smá ánægð með mig núna :) þakka öllum hjartanlega fyrir komuna og líka þeim sem hugsuðu hlýtt til mín, það komst svo sannarlega til skila. mér hefur eiginlega bara aldrei liðið svona vel. vá hvað er gaman að halda tónleika :D
og ekki var partýið verra, dýfði kannski tánni Aaaaaaðeins og djúpt oní rauðvínsglasið þarna rétt undir lokin og bið alla sem reyndu að tala við mig á því tímabili innilegrar afsökunar :p jeminn.
en útí aðra, sorglegri sálma.
nú er ég bara farin til fjandans englands, birmingham og kem ekki aftur til íslands fyrr en 17. des :(
ó ó
en ég ætla nú að láta heyra í mér svo þið losnið ekki. læt það verða mitt fyrsta verk (allavega eitt af þeim) að kaupa mér laptop tölvu :D húrrra húrra!

en í bili... túrílúúú

fimmtudagur, september 08, 2005

TÓNLEIKA-Plögg #1

Annað kvöld mun ÉG, misstót og mín góða vinkona Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir (sjá mynd) halda tónleika í Aðventistakirkjunni Hallveigarstíg kl. 20:00.
við erum að fara spila verk eftir djonní bee.
sóló verk.
eingöngu.

Endilega mæta, hljómburðurinn þarna er ólýsanlegur.

laugardagur, september 03, 2005

snillingar í ættinni

allar systur mínar eru snillingar. ein var þó áberandi mesti snillingurinn í kvöld þegar hún sagði mér að á hverjum degi liði heilt ár.

fimmtudagur, september 01, 2005

ég veit þetta er gömul tugga, en mér er í alvörunni ógeðslega kalt
og við erum að tala um að BOMBA
hey ég er að bomba myndum inná Flikcr dótið mitt, tsjekk i át

næturbröltarinn



í gær þegar ég var komin uppí rúm, búin að hrekkja manninn minn með köldum tám og segja góða nótt heyrði ég skrítið hljóð koma að utan.
"æj lítil kisa að garfa í ruslinu... mússí múss"
hugsaði ég og skammaði eigendur þessarar svöngu litlu vinu að skilja dýrið eftir í svo miklu hungri að það neyðist til að tæta ruslatunnur nágranna síns.
skiptir engum togum að litla krúttið virðist að hljóðinu að dæma, draga uppúr ruslinu tóma kókflösku, stíga ofan á hana til lofttæmingar og setja ofan í poka.
runnu nú á mig allavega tvær grímur þarna undir rúmfötunum, þetta var engin kisa, þetta var manneskja að leita í ruslinu að flöskum!
hvað er eiginlega í gangi í samfélaginu? er velferðarkerfið í alvörunni svo mikið í molum að fólk getur ekki annað en gengið um á nóttunni og rótað í ruslafötum?
aldrei myndi maður búast við af íslendingi að gera svona.

svo fór ég aðeins að pæla, kannski er þetta ekki mitt samfélag sem lætur svona, kannski var þetta ekki íslendingur.
þið megið kalla mig rasista, en ég er viss um að hér á landi er fólk frá öðrum löndum sem ekki VILL aðlagast íslandi, skilur ekki og vill ekki skilja samfélagið, lifir í sárri fátækt af því að því finnst það bara fínt og flöskusöfnun er þeirra aðalstarf. ég er viss um að þessi einstaklingur var einn af þeim.
íslendingur, þeas sá sem hefur lifað það lengi á íslandi að hann er orðinn hluti af samfélaginu, myndi aldrei fara að leita að flöskum í ruslageymslum fjölbýlishúsa einfaldlega vegna þess að hann veit betur. þetta er ekki einhver hroki eða stolt eða eitthvða svoleiðis, það er bara hagkvæmara að fá sér vinnu.