fimmtudagur, september 01, 2005

næturbröltarinn



í gær þegar ég var komin uppí rúm, búin að hrekkja manninn minn með köldum tám og segja góða nótt heyrði ég skrítið hljóð koma að utan.
"æj lítil kisa að garfa í ruslinu... mússí múss"
hugsaði ég og skammaði eigendur þessarar svöngu litlu vinu að skilja dýrið eftir í svo miklu hungri að það neyðist til að tæta ruslatunnur nágranna síns.
skiptir engum togum að litla krúttið virðist að hljóðinu að dæma, draga uppúr ruslinu tóma kókflösku, stíga ofan á hana til lofttæmingar og setja ofan í poka.
runnu nú á mig allavega tvær grímur þarna undir rúmfötunum, þetta var engin kisa, þetta var manneskja að leita í ruslinu að flöskum!
hvað er eiginlega í gangi í samfélaginu? er velferðarkerfið í alvörunni svo mikið í molum að fólk getur ekki annað en gengið um á nóttunni og rótað í ruslafötum?
aldrei myndi maður búast við af íslendingi að gera svona.

svo fór ég aðeins að pæla, kannski er þetta ekki mitt samfélag sem lætur svona, kannski var þetta ekki íslendingur.
þið megið kalla mig rasista, en ég er viss um að hér á landi er fólk frá öðrum löndum sem ekki VILL aðlagast íslandi, skilur ekki og vill ekki skilja samfélagið, lifir í sárri fátækt af því að því finnst það bara fínt og flöskusöfnun er þeirra aðalstarf. ég er viss um að þessi einstaklingur var einn af þeim.
íslendingur, þeas sá sem hefur lifað það lengi á íslandi að hann er orðinn hluti af samfélaginu, myndi aldrei fara að leita að flöskum í ruslageymslum fjölbýlishúsa einfaldlega vegna þess að hann veit betur. þetta er ekki einhver hroki eða stolt eða eitthvða svoleiðis, það er bara hagkvæmara að fá sér vinnu.

Engin ummæli: