mánudagur, febrúar 23, 2004

Víólusamkenndin í fullu fjöri


ef þetta er ekki kover "to die for" þá veit ég ekki hvað. enda kepyti ég mér þetta og á von á því uppí bréfalúgu 10. mars. veiveiveivei. en þetta var pantað áður en ég fattaði hina mjög svo sparsömu millilendingu í London.

andvarp*

en hvað gerir (borgar) maður ekki fyrir víólu sónötur eftir miss bjútíful Rebecca Clarke? talandi um víólur þá var ég þessum töluðu orðum að senda email á víóluleikara sem ég veit hver er en þekki ekki baun í bala. og ég vissi eiginlega ekkert hvað ég átti að skrifa henni, eða hvað ég vildi vita. einsog skilja má, þá var bréfið frekar skrýtið og asnalegt. en ég treysti heilum hug á innritengingu sem stuðlar að samkennd allra víóluleikara og vona að hún svari og verð almennileg vimmig. úff já. svo er ég líka að safna kjark áður en ég blogga um hina hræðilegu ákvörðun sem ég tók í gærkvöldi kl. 19:30.

*andvarp*

Engin ummæli: