mánudagur, febrúar 23, 2004

hin hryllilega ákvörðun ...
var með sanni mjög hryllileg. eftir að hafa hugsað málið allþokkalega mikið (Vægast sagt) í 2 vikur, næstum 3 og velt fyrir mér öllum hliðum málsins, ástæðum og ákvörðunum, göllum, kostum, tímasókn og ástundun, áhugasviði, tækilegri getu, líkamsburðum, andlegu jafnvægi mínu og annarra, litarhaft, skóstærð og tungutaki, tók ég þá ákvörðum kl. 19:30 í gærkvöldi að hætta í Hljómeyki.
þykir mér þetta mjög miður og bið ég alla sem hugsanlega kunna að verða fúlir, innilegrar afsökunnar. ég hef bara of mikið að gera, á of mörgum sviðum, á of mörgum stöðum og á of miklum tíma. Hildigunnur tók þessu nú bara létt, þrátt fyrir að vera þriggja barna móðir á töffarabíl og létti það myllustein hjarta míns um nokkur kílógrömmin. en þetta var skelfingilega erfitt símtal og eftir það fór ég beint á klóstið (leið tótunnar til að tjá stress er einmitt að pissa) og þá tók ég eftir að ég var komin með rauða flekki á bringuna. segiði svo að þið séuð ekki hjarta mér nær, elsku Hljómeykis-krúttin mín. kysskyss.

Engin ummæli: