þriðjudagur, febrúar 03, 2004

stelpur eru sniðugari en strákar
nei reyndar eru stelpur ekkert sniðugari en strákar, bara ÖÐRUVÍSI sniðugar en strákar. ég hef aldrei fílað þetta stelpur vs. stráka stríð sem hefur verið í gangi frá því hér um daginn. strákar eru ekkert betri en þeir eru heldur ekkert verri en stelpur, við erum bara mismunandi. guði sé lof.
en allavega, þegar ég var í mogun að labba í rólegheitunum mínum niður í tónlistarskóla hlupu 2 stelpur framhjá mér á mjög miklum hraða. þó hraðinn hafi verið gífurlegur tókst mér samt að heyra aðra þeirra segja:
"hey við verðum að flýta okkur!"
þá sagði hin: "við sjáumst samt ekkert ef við förum þessa leið...",
"flýtum okkur samt" sagði þá þessi fyrri og meira sá ég þær ekki því þær hurfu (á ógurlega hraðanum) bak við næsta hús. ég var vitaskuld ekki almennilega vöknuð þar sem þetta var mjög svo árla morguns (um 10) svo ég gat með engu móti fest hugann við samtal stúlknanna, né uppgvötað hvað þessi skrýtna orðahrina ætti að þýða. á það nefnilega til að vera heiladauð til hádegis. en svo kem ég neðar í götuna og sé þær stöllur standa við gaflinn á íþróttahúsinu við strandgötu og eru að öskra á nokkra stráka sem voru að koma úr hinni áttinni.
"sko! þessi leið er miklu fljótlegri!"
"við höfðum rétt fyrir okkur, ekki þið!"
"HE HE!"
ég heyrði ekkert hvað strákgreyin muldruðu þessu til foráttu, en mér fannst þetta mjög sniðugt. það er nottla ekki furða að stelpurnar hafi orðið á undan, þar sem þær HLUPU alla leiðina. ég var mest hissa á hvað þær gátu öskrað hátt um afrek sín, ég hefði verið móð í hálfan annan tíma eftir svona sprett. en þetta fannst mér mjög Sniðugt og datt í hug að deila með ykkur. en sé nú eiginelga soldið eftir því þar sem þetta er alls ekki jafn sniðugt núna eins og mér fannst það í morgun. oh well....

Engin ummæli: