föstudagur, febrúar 13, 2004

Purrrsell
það er eitthvað ógurlega sterkt á milli mín og Henry Purcell. sérstaklega uppörvandi og gaman svona í ljósi þess að hann dó 1695 í London. skelfingaróskup er ég alltaf óheppin með karlmenn. verst líka hvað hann er ljótur líka... *andvarp* en ég er s.s. að hlusta á hina yndisfríðu aríu "O Let me Weep" úr "The Fairy Queen" sem er svona dragsjó stutt-ópera um óhamingjusamar konur og skógarálfa. skildist mér allavega á librettóinu. en ég er nú ekkert rosalega klók í að skilja líbrettó, svona þegar maður hugsar út í það, svo þessi ópera er ábyggilega um ekkvað allt annað. en mér væri slétt sama þótt textinn væri tekinn aftan af finnskri hárnæringsdollu, lagið er yndislegt þrátt fyrir það. og ef það skyldi nú svo ólíklega vilja til að þarna úti sé atvinnulaus óbó-leikari sem vill gleðja hana tótu sína óendalega mikið, þá gæti velverið að ég kaupi mér þessar nótur og flytji herlegheitin fyrir fólk og fyrnindi. jafnvel bara á grafarbakkanum. væri það ekki góður endir á annars fáránlega tilgangslausri æfi? syngja eitt fallegt lag og skutla sér svo bara beint oní pósthólfið sitt? moka takk!
nei nú er ég farin að bulla allverulega. svona fer þegar maður hlustar á einhvern vesalings kellingargarm vorkenna sjálfum sér í 7 mínútna lagi, aftur og aftur á tóman maga....


O let me weep, for ever weep,
My Eyes no more shall welcome Sleep;
I'll hide me from the sight of Day,
And sigh, and sigh my Soul away.
He's gone, he's gone, his loss deplore;
And I shall never see him more.

Engin ummæli: