ég er soldið þreytt. stemming í því samt. er að hlusta á "habla con elle" sem er diskur úr myndinni "habla con elle". sniðugt hjá þeim að nota bara sama nafn á diskinn og var á myndinni, þá er maður ekkert að ruglast. alfeg stórheppilegt.
það er töffarinn Alberto Iglesias sem samdi tónlistina. hann er nú örugglega ekkert skyldur þessum fæðingarbletta-feðgum vegna þess að þessi tónlist er alfeg barasta drulluflott. segi nú bara það. sérstaklega einn strengjakvartett sem er fyrir miðjum disk, heitir El Almante Menguante... mæli með honum fyrir strengja-aðdáendur, sérstaklega töff sellópartur. jammjammjamm.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli