farangursgjöld ofþungrahljóðfæra hljóðfæraleikara
já baráttan um gjöld á farangri hefur staðið lengi í hjörtum og hugum tónlistarmanna. einna versta hafa útúr þessu farið, sellóleikarar, kontrabassaleikarar, túbuleikarar, svo maður minnist nú ekki á þá guðsvoluðu aumingjans menn/konur sem plokka á hörpur. ég gleymi seint þeirri ferð til þýskalands þegar vinkonur mínar þær Sif og Fríða drusluðust (og ég er ekki að ýkja hérna) með svo stóra og þunga sellókassa að þeim var boðið að taka þátt í "miss heavy weight lifting contest". eða svona næstum því. sértaklega er mér minnistæð huggulega þýska lestarfreyjan (eins og flugfreyja, nema í lest) sem kom til mín, af því að hún hélt að ég talaði þýsku (sem er misskilningur og hún skipti svoaðsegja yfir í ensku) og sagði mér að selló kassarnir voru of stórir.
og við vorum hálfa leið frá Dusseldorf til Hamborgar. ég sagði nottla bara "yes they are" og hélt áfram að drekka bjórinn minn.
en ég var að slá inn einn aumingjans organista, sem hefur átt í þessum hvimleiða vanda að ferðast með ofstórt, ofþungt, ofasnalegtílaginu hljóðfæri og fengið (að því virðist) að borga það dýru gjaldi.
Isl. Journ. 11, nr. 688.
Pétur Guðjohnsen organisti sækir um lækkun á greðslu fyrir flutning á farþegafarangri með gufuskipinu til Íslands. Hinn 26. febrúar 1866. Með fylgir uppkast.
vona samt að uppkastið sé ekki ÚR pétri sjálfum...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli