fimmtudagur, júlí 31, 2003


ég er að fara á hvammstanga í kvöld.
ííííhaaaaa!
það verður nú anskotanum huggulegra svo ekki sé meira sagt. ég ætla að taka með mér penna, blýant og svo mikið af blöðum að pabbi á eftir að æja og óa. ég er líka að spá í að stela prófessjónal flottu góðu trélitunum hennar mömmu, hehehe! svo þegar ég kem heim, verð ég orðinn svo góður manga teiknari að fólk á eftir að keppast um að fá mig til að teikna fyrir sig. en ég kem heim á morgun, svo óttist eigi. ég veit nú samt ekki hvort ég mæti í vinnuna, fer eftir því hvenær við Dagbjört drullum okkur af stað í fyrramálið. jedúdda mía. seint fáum við verðlaun fyrir mikla morgungleði, systurnar...
en allavega.
helgin er alfeg óplönuð, hvurslagseiginlega er þetta? ég bara spyr mig sjálfa. baldur er búinn að hóta einhverju afskaplegu sukki, vill helst ekki æfa kvartettinn aftur fyrr en seint á þriðjudagskvöld og tekur fyrir að gera nokkurn skapaðan hlut fyrir hádegi út allan ágúst mánuð (kannski oggu ýkjur), arnar kærastinn minn (sá sem er mér kærastur, við erum ekki saman, hann á kærasta)vill fara í útilegu, maggi á afmæli á morgun, er að nálgast þrítugt á þvílíkum blússandi farti að maður nær varla að skrifa á afmæliskortin hans, og þá er strax árið liðið! hjartaGullið hann Vignir er að fara til BERLÍN á laugardaginn, ætlar að halda fyrirlestur með nöktum manni (það er mynd af nöktum manni í fyrirlesturinn, hinn fyrirlestrarmaðurinn verður að öllum líkindum í einhverjum fötum) og svo verður þarna sér samkynhneigður skemmtigarður þar sem öll leiktækin spila annað hvort justin timberlake eða britney spears, nema hvort tveggja sé, en það er hræðilegt draugahús sem kemur hörðustu leddara-hommum til að skæla (þetta er ekki satt) en mikið skelfing á ég eftir að sakna hans! við sem erum ekki búin að tala illa um Legally Blond 2 í nema svona 40 mínútur! alls ekki nóg. svo maður minnist nú ekki á Undramund sjálfan sem unir sér vel við leggi og skel í mömmuleik við skálholtskirkju og er búinn að eyðileggja 5 mánaða vinnu fornleifauppgreftrarfólks (þetta er kannski ekki alfeg satt heldur).
æjh, ég segi nú bara eins og hún hjartans Svafa mín sagði á Eiðum hér eina nóttina, þegar dramatíkin stóð sem hæðst og sem minnst var eftir af nýmjólkinni:

"dæs! Það er bara full-time job að vera manneskja..."



annars er ég að fara héðan af skjaló... þetta fer að verða gott. næstum því 10 manns búið að hringja í dag, ég fer að fá blöðrur á eyrun! (ekki gott)
túdílí dúdí lí


ég er í svo mikilli norrænni stemmingu út af þessum blessuðu/bölvuðu skjaladögum hér á skjalóað ég hef bara sjaldan, ef ekki aldrei, upplifað annað eins. rakst hér á (reyndar ekki, ég leitaði að henni) H&M síðuna. mjög skemmtileg og fín. skemmtilegast fannst mér þó það sem kemur á forsíðunni... ljósmyndasessjón fyrir alla fjölskylduna í stokkhólmi, færð kynnisferð um borgina (kjötbollur ábiggilega innifaldar) og maður fær að EIGA fötin! það liggur næstum því við að maður hafi alls engan áhuga á því að sækja um.
reyndar sé ég þetta alfeg í anda. mamma og ási að rífast HÁSTÖFUM um hvað sé flott og hvað ekki, hann næstum því grenjandi úr reiði yfir að þurfa að fara úr gömlu, rifnu druslunum, amma að gera verðsamanburð og enda svo á því að fussa og sveia og fara bara í Fjarðarkaup, ekkert væri til nógu stórt til að tröllið ég kæmist í það og óskar væri undir eins búinn að finna einhvern voðalega fínan kjól til að brýna klærnar á.
og svo borðar ekkert okkar kjötbollur :) fjölskylda dauðans.
norðmenn alltaf hressir og umburðarlyndir.
Diskotek utestenger "gamle griser"
það er margt vont í heiminum. saddam hússein, hitler, davíð oddson, unnur maría ingólfsdóttir, satan og fleiri. En ekkert er jafn illt og Legally Blond 2.
ég sem sagt varð fyrir þeirri ógæfu að fara á myndina í gærkvöldi, reyndar í fríðu föruneyti og með frímiða, en ég þurfti að hofra á hryllinginn engu að síður og sitja út myndina, þar sem ég var inní miðri sætaröð og engin leið að hlaupa út án þess að traðka á þeim örfái aumingjum sem urðu fyrir þessari mynd líka.
þetta er SVO ógeðsleg mynd að mig skortir eiginlega bara orð til að lýsa henni. legally blond 1 var mjög fín, horfði á hana um daginn með mínum ástkæra og hafði gaman af/að. þar eru skemmtilegir karakterar, blessunin hún Elle Woods tekur þónokkrum breytingum til hins betra, dömpar kærastanum, eignast vinkonu, verður lögfræðingur, blah blah blah, skemmtileg, fyndin og bara sallafín skemmtun.
Legally Blond 2 hefur ekkert af þessu. hún reynir ekki einu sinni. kellingarálkan hún Elle Woods verður óþolanlegri með hverri mínútunni og gengur svoleiðis fram af manni í hallærisleikanum að undir lokin langaði mig til að Öskra. væmni getur verið fyndin, sé rétt með hana farið.
í Legally Blond 2 er ekki vel farið með neitt. persónusköpunin engin, gömlu karakterarnir (elle, skrítna kellingin, gaurinn sem hún ætlar að giftast, vinkonur hennar úr snyrti-skólanum) virðast öll hafa týnt persónuleika sínum við gerð myndarinnar, plottið er Viðbjóðslega þunnt (öll vandamálin leysast á svo ódýran hátt að ætla mætti höfundur handrits hafi fengið magnafslátt í Gripið&Greitt) föðrunin , sviðsmyndin ljót, meira að segja hundurinn er farinn að fara í taugarnar á manni.
svo er ekkvað svona "homma-þema", einkaritarinn hennar Elle er gay og hverfur algjörlega með húð og hári eftir fyrstu senuna, hundurinn hennar verður ástfanginn af öðrum karlkyns hundi og eigendurnir eiga að stæla viðbrögð foreldra við samkynhneigð.
tekst ekki.
ALLS ekki.
farið er í kröfugöngu með öllum systrunum úr Delta Nu og svo er auðvitað dansatriði, eins og í öllum unglingamyndum nú til dags. nema þetta er hundrað sinnum verra en allt sem maður hefur á ævinni séð.
vont-vont-vont!
ekki fara á þessa mynd þótt líf ykkar liggi við. ekki einu sinni hugsa úti í að kannski fara á hana. ekki taka hana á vídeói. ekki horfa á treilerinn og ekki svo mikið sem gjóa augunum í áttina að auglýsingaplakatinu! þá mun sál ykkar kannski komast hrein í gegnum hreinsunareldinn.
kannski

æj hann Gulli er ágætur :) við höfum allavega sömu skoðun á helv. andsk. fréttamönnum...

"Fréttamenn eiga frekar að setja lag á heldur en að blaðra um hluti sem þeir þekkja ekki. Á meðan lagið spilast geta þeir fengið smá tíma til þess að hugsa eða lesa sér til."
stórvinurminn hann Snorkólfur á afmæli í dag. huggulegt aldeilis (til lukku). svo er hann líka með þessa líka frambærilegu heimasíðu.
það er aldeilis maður ætlar að græða á honum Atla í dag...
ótrúlegt álag á mig hérna! 5 manns búnir að hringja, þar af 2 á sama tíma!
svo þurfti ég að setja blöð og kort í möppur. jah, ef einhver á skilið stóran, ískaldan bjór... þá er það ég.

miðvikudagur, júlí 30, 2003

http://www.howtodrawmanga.com/tutorial
bætti inn link á stelpu sem heitir Guja og er að minnsta kosti að læra söng. veit ekki af hverju. en svona er maður... veit ekki ástæðu fyrir helmingnum af því sem maður gerir. ég skildi t.d. víóluna mína eftir niðrí tónó í gær. ég veit nú ástæðuna (leti/tímasparnaður), en djö líður mér illa.
hún er það eina sem ég á!
http://www.beneathmyfeet.com
þetta er algjörlega það Flottasta semég er búin að skoða á netinu í dag (og trúið mér, éger búin að vera að hanga). semsagt gaur að taka myndir af því sem er undir fótunum á honum.
útvarpsfréttirnar á gufunni voru snilld. þar var einn gaur sem "gat ómögulega tjáð sig vitsmunalega um málið" en svo koma annar sem "varpaði einlægu ljósi á málið". þvílíkir íslensku snillar að vinna á þessum stað!
eða er þetta kannski sumarstarfsmannafnykur?


guði sé Lof!!
mig langar í ÓGEÐSLEGA mikið af bókum. af hverju getur maður ekki keypt allt sem manni langar til?
óskalistinn minn á amazon


þetta er sem sagt ég í "my Virtual model". voða sæt ha? :) þetta er reyndar ofsalega sniðug síða, en maður þarf að kunna á HITT mælikerfið (inches og pounds og hvað þetta nú allt saman heitir),svo getur maður skellt fötum á gelluna og ég veit ekki hvað og hvað. svaka næs :)
HOHOHO!!
ég vissi þetta! éger búin að vera að segja öllum þetta!
sneeeeeellld!
tattoo artist Andy Sakai, I salute you!
Vor langer, langer Zeit lebte ein hubsches Madchen mit dem Namen Aschenputtel.

ég er að passa símann á skjaló, geeeeggjað fjör. eða svona þannig. reyndar er ég hérna með alfeg hreint ótrúlega huggulega bók, nefnilega hina stórkostlegu Supermalbuch og svo 36 creola tréliti. veivei.
ég og Grand fórum í kaffi til Elínborgar, Dagmar og Ásgeirs í gær, alfeg óvart. það var stórkostleg upplifun, held ég hafi aldrei hitt þau öll á sama tíma og á sama stað. eða svona þannig. púki kíkti meira að segja við og var sætur. einu sinni fannst mér púki vera stæðsti köttur í heimi, en hann er nú bara hrísgrjón meðað við hlussuna mína, hann Óskar. en þetta var voða fínt, fengum bæði kaffi og djús, 2 gerðir af súkkulaði og ég veit ekki hvað og hvað. örkuðum síðan uppá blómsturvelli og vöskuðum upp, töluðum svo af okkur tuskurnar þangað til klukkan var farin að verða ískyggilega nálægt þrjú. og við vorum ekki einu sinni með Te-bolla! ótrúlegt.
Svo er hann að fara til Skálholts í dag, blessaður drengurinn, svei mér þá, kemur ekki heim til tótu sinnar fyrr en á sunnudaginn næsta. en þá verður líka Tekið Almennilega á því ;) ho-ho-ho!!

svo vil ég biðja fólk endilega um að hætta að bjóða mér í party eða samkundur helgina 8-10. ágúst. ég er nú þegar þríbókuð og það eru allt uppákomur sem ég get með engu móti sleppt (verð nú samt að gera það, ekki satt?) Hvað er annars málið með tímasetningar? stundum líða heilu ÁRIN án þess að manni sé boðið í skrall-fest (sagt með norskum hreim) svo kemur ágúst upp að manni og BÚMM! það er eins og fólki detti bara ekkert annað í hug en að halda veislur! þetta er bara tillitsleysi við mig persónulega og ekkert annað. ef mér þætti ekki svona vænt um vini mína, væri ég búin að stúta þeim öllum, þetta er meira pakkið!

;) híhí, *knús*

þriðjudagur, júlí 29, 2003

stundum er maður reiður út í einhvern eða er að rífast og langar til að segja ekkvað voða ljótt. þá dettur manni oft ekkvað svo asnalegt í hug.
en þessi síðahér http://joe.monkeydepartment.com/toys/insult/insult.php gerir þetta fyrir mann, fléttar saman blótsyrði af þvílíkum myndugleik að ég efast um að nokkur sjóari myndi geta framkallað annað eins. Yeah!
þannig að næst þegar maður þarf að rífa kjaft, þá biður maður viðkomandi um að bíða eins og nokkur augnablik, stekkur í næstu tölvu og voilá! maður er kúl, flottur, hipp og hopp og ENGINN getur sagt neitt. HOHOHO!!
jeminn hvað ég hafði það gott í gær!
gargh..... ég get ekki annað en lyngt aftur augunum á nautnalegan hátt og ropað hástöfum svo undir tekur í stóra glugganum á Þjóðskjalasafninu við tilhugsunina.
eftir vinnu fór ég á kvartett æfingu sem gekk vægast sagt mjög fölsk fyrir sig þó allir væru nú mættir og svona, síðan hljóp ég heim og fór í sæta bolinn minn, arkaði eina 5 metra og réðst inní eldhúsið á Blómsturvöllum. þar stóð hinn Mountain-myndarlegi Eyjólfur og átti í engum erfiðleikum með að skella tvemur miðaldakjúklingum inní ofn. ég þóttist þó aðstoða í smá stund svo ég fengi bjór (sem reyndar ég átti) og höfðum við varla hlegið að einhverju bulli nema í örfáar mínútur þegar að Finnbogi svaka-sjarmör kom hress inn með Grískan forrétt sem var sveimmérþábara djövl góður. enda hvítlaukur í ómældu magni.... mmmmm. forrétturinn þá... ekki herr Bogesen.
vignir kom stuttu seinna með kók og perusíder og í kjölfarið hún hjördís með dýrindissallat. við hlóum að Jóðl drottningu ástralíu (ekki spyrja) í 20 mínútur og settumst svo við át.
síðan var bara setið og setið, 2 rauðvíns flöskur og 1 hvítvín gjörsamlega gufuðu upp á nó tæm og síðan þegar öllum var orðið svo bumbult af ofáti að nokkrir máttu sig vart hræra, svonanæstumþví stökk tenórinn frái inní eldhús og kom til baka vopnaður ís og ótrúlega góðu eplapæ. þá var bara að taka á honum stóra sínum og þjappa svolítið í forðabúrinu... sem við og gerðum. en eftir það var ekki hægt að hreyfa sig fyrr en klukkan var farin að ganga 2 um nóttina.
taaaaakk fyrir mig eyfi, Gargh hvað þetta var gott. :D

mánudagur, júlí 28, 2003

http://whitedawn.com/frame.htm
http://borammy.nahome.org/
http://badcomix.tripod.com/
ég er ennþá þreytt.

Kristinn Vikar til hamingju með nafnið þitt!
*knús knús* til Ráðhildar og Jóns :)

fór á laugardeginum á leiksýninguna "draumur á Jónsmessunótt" hinn fyrrum hárprúði hugleikari Toggi var leikstjóri með miklum mikilleik og ég þekkti miklu fleiri leikara en ég gerði mér grein fyrir. þarna var nonni gamli góði hafnfirðingur, ingó-vinurinn Kjartan (sem ég reyndar þekkti ekki fyrr enég sá ingó og fjólu og þau sögðu mér hver hann var), nokkrir gamlir hugleikarar og síðast en ekki síst svili minn hann Snorri. ég verð nú bara að segja að minn næstum því ættingi átti einn allra besta leikinn á svæðinu. mjööööög mjög mjööög góð sýning og mæli ég með henni óspart. hérna getiði lesið viðtal við Togga leikstjóra, Gumma álf og Aldísi einafaðalsögupersónunum.
ég fór með honum Eyfa mínum, sem alltaf er yndislegur, líka þegar hann er óþolandi og strax eftir sýninguna fórum við í mat heim til Stefaníu, Víkings og Önnu Völu og borðuðum svo mikið að við gátum varla hreyft okkur.
enda gerðum við það ekki neitt, hlömmuðum okkur bara í sófann og töluðum fram á rauða nótt. eða svona blágráa öllu heldur, enda enn sumar hér á Íslandi eins og sjá má á dagsetningunni hér efst á síðunni. yeah. en auk okkar sátu boðið Tobba, Snorri og Sigga. mikið skelfingar ósköp var gaman. svo á leiðinni heim hringdi Baldur Bomsa, í beinni frá Þingeyri og var varla búin að heilsa þegar frænkan frækna, Iðunn reif af honum tólið og átti fjörugt samtal við okkur Eyfa. aaaafar skemmtilegt svo ekki sé meira sagt. fólk þarf endilega að vera ófeimnara við að hringja í mig af fylleríum, það er svo skemmtilegt :)

nú á ég bara eftir að segja frá föstudeginum og þá er helgin koveruð hér á blogginu. en ég man ekki nóg til að geta verið með einhver smáatriði, HOH! gott hjá mér.
The Tao that can be followed is not the eternal Tao.
The name that can be named is not the eternal name.
The nameless is the origin of heaven and earth
While naming is the origin of the myriad things.
Therefore, always desireless, you see the mystery
Ever desiring, you see the manifestations.
These two are the same--
When they appear they are named differently.

This sameness is the mystery,
Mystery within mystery;

The door to all marvels.

ég ætla að gerast búddisti
ég gat ekki sofnað í nótt. rétt svo missti meðvitund milli fimm og sex í morgun. þetta var mjög leiðinlegt og ég held það eigi eftir að hafa áhrif á daginn framundan.

föstudagur, júlí 25, 2003

æj maður ætti kannski að fara að drulla sér heim til sín... klukkan farin að ganga sex. og ég þarf að fara í ríkið og kaupa mér linsur. ekki í ríkinu samt. linsurnar þú veist... æj sveiattan svei! maður er orðinn ómáll hér í beinni útsendingu.
en það verður vængefið stuð í kvöld! hringið í mig ef ykkur leiðist :D
góða helgi ljósin mín, kyss kyss





ég er komin með manga teiknimyndir á heilann... nú geri ég ekkert annað en að skoða manga myndir á netinu. þetta er svo töff, ég ætla að gerast manga teiknari þegar ég er orðin stór og feit.
yeah!
hér er ein djövl flott síða, sumar myndirnar eru líka aaaaalfeg á mörkunum ;) einmitt eins og maður vill hafa það
ætli þetta sé satt? www.starblogger.com/friends
Ein af þremur Þórunnum Guðmundsdætrum (einhvað á málfarslöggan eftir að tuða núna...) sem ég þekki, sú sem er að vinna með mér hérna á skjaló, sendi mér feminista email áðan, af því að hún vorkenndi mér svo yfir að vera ein hérna í tölvu herberginu... :)


The CIA had an opening for an assassin.

After all the background check, interviews, and testing were
done, there were three finalists. Two men and a woman. For the
final test, the CIA agents took one of the men to a large metal
door and handed him a gun.

"We must know that you will follow your instructions, no matter
what the circumstances. Inside this room, you will find your wife
sitting in a chair. Kill Her!!!"

The man said, "You can't be serious. I could never shoot my wife."

The agent said, "Then you're not the right man for this job. Take
your wife and go home."

The second man was given the same instructions. He took the gun
and went into the room. All was quiet for about five minutes. Then
the man came out with tears in his eyes. "I tried, but I can't kill my
wife."

The agent said, "You don't have what it takes. Take your wife and
go home."

Finally, it was the woman's turn. She was given the same instructions,
to kill her husband. She took the gun and went into the room. Shots
were heard, one shot after another. They heard screaming, crashing,
banging on the walls. After a few minutes, all was quiet.

The door opened slowly and there stood the woman. She wiped the
sweat from her brow. "This gun is loaded with blanks", she said. "I had
to beat him to death with the chair."

Moral of the story: Women are evil. Don't mess with them.

hey!

Lan Se Mei Gui þýðir blá rós

en ég er ekki viss um á hvaða tungumáli... :I
ég er að hlusta á danmarks radio, jazzstöðina (linkur hægramegin neðst) og ég er gjörsamlega að leka niður, þetta er svo rómó. maður fer í svona sjálfshverfarpælingar og fer að hugsa um hluti sem maður hefur aldrei/sjaldan pælt í.
hvað hefði t.d. gerst ef að ég hefði alist upp hjá pabba mínum en ekki mömmu minni?
hvernig væri það ef ég hefði fæðst sem strákur?
er það sniðugt að ætla sér að verða tónlistarmaður?
myndu vinir mínir og fjölskylda fyrirgefa mér ef ég myndi stinga af og fara að ferðast án þess að láta nokkurn vita?
ætli "minn einasti eini" sé til?
hvar ætli hann sé?
*andvarp*
mikið væri lífið auðvelt ef maður þyrfti ekki að hugsa...
ég byrja alla blogga á Ég... er það sjálfselska eða bara tilviljun?
ég hata konur í útvarpi!!! af hverju hljóma þær ALLTAF eins og þær séu að tala við smábörn eða þroskaheft fólk? ég ætlaði í sakleysi mínu að hlusta á rás 2, svona til að gera líf mitt AÐEINS meira bærilegra en það er nú þegar, og byrjaði nú á því að hlusta á auglýsingar í 20 mínútur. svo kom helvítis kellingar óbermið og sagði okkur (með óóógeðslegri rödd) hvernig veðrið verður.
ALLA NÆSTU VIKU!!
"svo á miðvikudaginn verður komið ágætis ferðaveður, blah blah BLAHH!!" það er föstudagur! hvernig er það með rás2, eru þeir ekki með frétta tíma? þar sem eru lesnar upp veðurfréttir? fær fólk ekki moggann innum lúguna? eru ekki veðurfréttir í sjónvarpinu? netinu? beinn upplýsingasími sem hægt er að hringja í? þarf fólk að tala um veðrið STANSLAUST allan daginn? eftir þennan ógeðslega upplestur fór hún aðtala um fólk sem er á leiðinni í útilegur núna og er kannski að pakka (gerfihlátur), eða er bara komið af stað, hvort það gleymi nú nokkuð neinu, svona eins og að spenna beltið, keyra á löglegum hraða, fara eftir umferðarreglunum, keyra eftir aðstæðun, bladí bladí, bla bla.... svo loksins kom lag.
Ég vil vera með þér úr Grís.
aaaaaaarrrrrrrrrgggh!
ég lét mig hafa það, fékk hroll eftir bakinu og kúgaðist, fylltist gríðarlegri löngun til að kasta mér útum gluggann,drekka blásýru, anda að mér úrgangslofti úr bifreið o.s.frv, en loksins var lagið búið (eftr svona 3 gerfi enda) og þá komu auglýsingar í 5 mín, þær sömu og höfðu verið fyrir 4 mín. síðankom kellingin og talaði um hvað þetta væri nú fínt hjá þeim í grís (10 mín.) og svo kom ekkvað ógeðslegt íslenskt lag frá því égveitekkihvenær og textinn var á þessa leið:
"og það var dansað uppá dekki, tralla lalla læ,
og það var enginn sem dansaði ekki, tralla lalla laaaaa!"
þvílíkur viðbjóður. en bíddu við, ekki var allt búið enn, tekur ekki gellan sig til og fær hlustanda í loftið. það var ekkvað kall-grey sem ætlaði að senda litlu systur sinni 17 ára afmæliskveðju. og hann ætlaði aldrei að losna úr símanum, útvarps truntan var farin að spyrja hann um hvort það hefði nú ekki verið gaman að eignast lítið systkini, þar sem hann var svona soldið eldri, hvort hún væri að fá bílprófið og hvort að hann hefði verið með hana í æfinga akstri....
þá slökkti ég nú.
það er skárra að hlusta á loftræstinguna heldur en svona niðurgang.
hvað er að verða um rás 2?
hvað er að verða um heiminn?

Jésús minn! vona að fólk hafi húmor fyrir þessu (þannig að ofsatrúar.... BUTT OUT)

Where's Jesus from

Scholars have long debated the exact ethnicity and nationality of Jesus. Recently, at a theological meeting in Rome, scholars had a heated debate on this subject. One by one, they offered their evidence.............

THREE PROOFS THAT JESUS WAS MEXICAN:
1. His first name was Jesus
2. He was bilingual
3. He was always being harassed by the authorities.

But then there were equally good arguments that JESUS WAS BLACK:

1. He called everybody "brother"
2. He liked Gospel
3. He couldn't get a fair trial.

But then there were equally good arguments that JESUS WAS JEWISH:
1. He went into His Father's business
2. He lived at home until he was 33
3. He was sure his Mother was a virgin, and his Mother was sure he was God.

But then there were equally good arguments that JESUS WAS ITALIAN:
1. He talked with his hands
2. He had wine with every meal
3. He used olive oil.

But then there were equally good arguments that JESUS WAS A CALIFORNIAN:
1. He never cut his hair
2. He walked around barefoot
3. He started a new religion.

But then there were equally good arguments that JESUS WAS IRISH:

1. He never got married
2. He was always telling stories
3. He loved green pastures.

But perhaps the most compelling evidence that JESUS WAS A WOMAN:

1. He had to feed a crowd at a moment's notice when there was no food.
2. He kept trying to get the message across to a bunch of men who JUST DIDN'T GET IT!
3. Even when He was dead, He had to get up because there was more work for him to do.

fimmtudagur, júlí 24, 2003

ég keyrði pabba blessuðum út á flugvöll og fékk þar með bílinn hans yfir helgina, yeeeaahhhh!! hver vill koma á rúntinn? ;) en í staðinn verð ég að þvo hann. hmmm... oh jæja, kannski ekki svo vondur díll. svo fékk ég smá hjartaáfall þegar ég kom til baka á skjaló vegna þess að ég fann ekki lyklana mína, sá fyrir mér að þeir höfðu dottið ofan í töskuna hans pabba og væru á leiðinni til vestmannaeyja í þessum töluðum. en ég var það lukkulega heppin að það var opið niðrí (það er einhver kall í kjallaranum að búa til fánastengur, ég lýg því ekki) og ég gat tekið lyftuna upp og þar beið enn ein heppnin mín, vegna þess að sú hurð var opin líka. Svo voru lyklarnir á tölvuborðinu mínu.
hefði verið soldið slæmt að læsa sig úti núna þegar meira og minna allir starfsmenn skjaló eru í fríi. *hjúkk*
YEEEEEAAAAAAAHHH!!
ég bað um óskalag á www.beethoven.com og þeir ætla að spila það!
"and next is a request from tota, reykjavik..." þvílíkur snilli! djöfull er gaman að heyra útlendinga segja nafnið manns. haha! nú er bara að sitja sem fastast og bíða eftir víólusvítu eftir herra Williams, ásamt kór og hljómsveit. já hann kann að semja blessaður ;)

Vaughan Williams
Flos Campi
Roger best, viola/English String Orchestra/Christ Church Cathedral Choir
Request!! for Tota in Reykjavik, Iceland

tíhíhíhíhí!!



allir inná www.Wulffmorgenthaler.com, algjör snilldarsíða sem Hildigunnur benti mér á. thanx bæb.
ég er s.s. búin að skella inn 2 nýjum linkum. :D
AAAAAAAAAAAHHHHHHHH!!!
guði sé lof!!
bloggið mitt er komið aftur og er svo að segja óskemmt. í morgun var nefnilega allt templat-ið AUTT. stóð bara ekki stafur! en nú er ég búin að tjasla þessu aftur saman, og allter á sínum stað. soldið skrítið letur hér og þar, en....
púff.
ég var sveimmér þá orðin hálf skelkuð :p
oh hvað ég fékk góðan mat í gær. garg! og fullt af rauðvíni :) namminamminamm

miðvikudagur, júlí 23, 2003

Hildigunnur mega tónskáld og gella dauðans (Geil des Totes) bauð mér í mat, sem er nú eitthvað sem fólk ætti endilega að taka upp eftir henni, ég er svo skemmtilegur matargestur, borða allt nema tómata og set ekki upp hneykslis-svip ef einhver ropar. en hún var að koma sér upp bloggi þessi elska og er ekkvað óörugg í fyrstu skrefunum, ekkert óeðlilegt við það. þó að ég hafi valsað inní bloggheiminn og umturnað öllu með gífulegri kunnáttu minni, þá er ekki þar með sagt að allir geti það.
djók
hehe.
en það er aðalástæðan fyrir því að ég hangi hérna uppá skjaló ennþó, þó að klukkan sé að verða sex. en ég er líka búin að vera hálf löt að mæta í vikunni, svo það er ekki eins og þetta sé einhver gífurleg fórnun af minni hálfu, ónei. en málið er að ég þarf að labba heim til hennar á njálsgötuna og það er svo mikil rigning.... úff. og ég, þessi líka mikla spákona, fór í peysu vegna þess að mér fannst svo létt yfir. RIGHT! garg.
en svo....
svo rak ég augun í flíspeysuna hans Jóns hérna beint á móti mér. og ég er að spá í að stela henni í einn dag svo ég verði ekki veik, hann á aldrei eftir að fatta það (döh, ég er að blogga!) vegna þess að hann er í danmörku. hmmmm.... er það voðalega óalmennilegt af mér?
njaaa


ég var að hlusta á www.Beethoven.com og þá kom allt í einu lag sem mér fannst ég nú ekkvað kannast við. tónskáldið var einhver kallaður Yorke. svo fór ég inná www.iclassic.com (sem er svona on-line geisladiskabúð með ÖLLU sem þér gæti hugsanlega kanski einhverntíman dottið í hug að finna) og fattaði um leið, þetta er nottla Thom Yorke í Radiohead og lagið sem þeir voru að spila heitir "everything in it´s right place" og er á plötunni "kid A", algjör snilld eins og þeirra er vani. þá er sem sagt einhver gaur, Christopher O'Riley, búinn að útsetja lögin fyrir sóló píanó. og þetta er bara geggjað flott. reyndar er gaurinn nú soldið slísí, var að skoða síðuna hans.... hehe. en reyndar eru nokkrir mp3 fælar þarna ef fólk er interested, t.d. lagið There-there, sem var nú aldeilisvinsælt hér um daginn...
en allavega þetta lag semég heyrði og þessi pínulitlu brot sem eru á www.iclassic.com, og mp3 fælarnir eru drullunæs... ooooh hvað ég væri til í að kúka peningum..... OOOOOOOOHHHHHHHHH
stundum veit maður þegar leiðinlegir hlutar eiga eftir að gerast, maður er kannski búin að bíða eftir þeim í langan tíma og VEIT að þeir verða leiðinlegir og maður eigi eftir að vera fúll.
svo byrjar maður að reyna að sannfæra sjálfan sig að kannski gerist hluturinn ekki, kannski verður hluturinn bara skemmtilegur svona þegar öllu er á botninn hvolft, svona eins og ógeðslega ógirnilegur matur er oft drullugóður. síðan verður maður spenntur og hlakkar til og gleymir í smá stund að hluturinn á EFTIR að verða leiðinlegur, fer kannski að flissa og hafa gaman að lífinu í smá stund.
svo kemur að því að hluturinn verður nottla butt-leiðinlegur og jafn ömurlegur og maður vissi allan tímann.

helvítis tilvera, truntan þín,
troddu þér upp í rassgat á hesti
svo klesstur kúkur byrgji þér sýn
og hrjá þig kláði hinn mesti
Gvuuuuuð hvað var gaman hjá mér í gær!
fór eftir vinnu á kaffi List með Iðunni mega beib og við töluðum um kúlupenna og fjarverandi sessunauta í 20 mínútur þangað til Eyfi birtist uppúr eins manns hljóði (nei) ásamt honum Þórði. við skutluðum oní okkur bjór og kaffi og fórum svo á café Victor og fengum okkur að borða. nammi namm. :) eyfi sæti fékk sér einhvern Rosalegan Ofur Borgara (ROB), ég fékk mér Gráðosta Hamborgara, þórður fékk sér súpu og Iðunn kjúklingur. nei ég meina, iðunn Fékk sér kjúkling. hehe ;) þetta var allt hið ánægjulegasta, skoðuðum svo nokkrar myndir þarna niðrí bæ og lentum óvart í Mál og Menningu. ég verð að venja mig af því að fara í búðir sem ég veit að kvelja mig bara. ég sá svo mi-hi-ki-hi-ið af bókum sem mér DREP langaði í! arrrrgggh!!
en svo brunuðum svo heim.
*dæs*
svo ætlaði ég nú að gera ekkvað viturlegt, til dæmis sleikja upp Guðný Birnu sem fór í fýlu útí mig af því ég nennti ekki með henni í bíó, en ég fór bara að lesa Harry Potter og þamba kaffi, bölva yfir því að ekki væri til neitt súkkulaði heima og drekka ilmreyrs-vodka með mömmu. :) hann er góður!

þetta blogg hér er rosalega krúttlegt. einhver stelpa sem er svo yfir sig ástfangin að hún nær varla andanum og bloggar alltaf eins og hún sé að tala við strákinn sem hún er skotin í. Ógeðslega sætt. svo er hún ekkert rosalega góð í ensku heldur....
oooooh hvað var gaman hérna í den þegar maður varð svo skotin að maður náði ekki andanum og gekk um á bleiku skýi (sem snjóaði rósóttum hjörtum og myndum af kettlingum) bara ef maður viðkomandi. *andvarp* eins og þaðvar nú leiðinlegt að vera gelgja, þá átti það nú sínar yndislegu stundir líka. aaaaaaaaaaahhhh.....

þriðjudagur, júlí 22, 2003

jæja þá er það ákveðið!
og það er hér með leyfilegt að blaðra þessu út um allar trissur, hægri vinstri.

Seljavellir.
Seljavellir eru í akstri aðeins tvo tíma frá Reykjavík og nágrenni. Keyrt er austur fyrir fjall og austur undir Eyjafjöll. Fyrir þá sem ekki vita hvar Seljavellir eru þá er þetta síðasti dalurinn áður en komið er að Skógum.
Á seljavöllum eru tvær sundlaugar önnur er ný með heitum potti alveg við tjaldsvæðið en hin er hin fræga Seljarvallalaug sem m.a. er notuð mikið í auglýsingar...

þetta fann ég einhversstaðar á netinu, hef ekki hugmynd um sjálf hvar þetta er. en þarna verður stuð um helgina. komiði ef þið þorið!!! :D


hehe
ég er léleg í landafræði.
sérstaklega landafræði Íslands. enda skammast ég mín þvílíkt.... en svona ef einhver skyldi nú vera í símanum (í þessum töluðu orðum) og eiga samtali eins og þetta:

-ha já, já... auðvitað veit ég hvar Tjörnes er! við sjáumst þá bara síðdegis... ha? er tjörnes á norðurlandi? jú auðvitað vissi ég það! er þetta ekki bærinn rétt hjá Breiðdalsvík?

jah þá er nú gott að geta kíkt á Íslandskortið.
hefur svo sannarlega bjargað mér oftar en einu sinni bara núna í dag.
stundum skoða ég blogg hjá fólki sem ég þekki ekki neitt. mér finnst það ógeðslega gaman. núna áðan var ég tildæmis að lesa blogg hjá þunglyndum, samkynhneigðum strák sem vinnur í banka en er módel í frístundum. þar komst ég líka yfir á linkinn þar sem ég fann myndina af Árna Birni hér fyrirneðan.

WOW!!!


hvað er mikið geggjað sætum strákum á þessari síðu..... sleeeeeeefffff!!!
www.skinagency.com
kíkið endilega á herlegheitin. oh hvað ég vildi að þetta væri pöntunarlisti.... *andvarp*


Snjólfur minn.... this one´s for you ;) og takk fyrir tebolla-setustund í gær, alltaf ánægja (eins og kók, þú veist, always a pleasure...)




haha!
þessi strákur er alfeg eins og Árni Björn píanóleikari. kannski hann vinni sem módel um kvöld og helgar.... hvað veit maður með þessa píanóleikara?
Jón Arnar Snilli-Tilli uppveðraðist svoleiðis algjörlega eftir að hafa lesið hið fagra ljóð okkar Iðunnar að hann snaraði framan úr buxnaskálminni þetta ótrúlega netta ljóð og sendi mér:

Ég þrái böll, í þína höll
þrönga og undurmjúka
þín fögru fjöll, svo undur snjöll
af frigð og kappi strjúka

svona er maður almennilegur, ekki nóg með að maður sjálfur standi fyrir ljóðasmíðum og ég veit ekki hvaðoghvað, heldur ýtir maður undir sköpunargleði annarra. jah nú er hún tóta stolt af sér sjálfri.
uh...
já.....
;)

mánudagur, júlí 21, 2003

nýju börn íslenskar skáldlistar eru fædd. hvernig svosem það er orðað...
en þessir nýfæddu snillingar erum við Iðunn....

gott er að eiga graðan að
sem finnst gaman að leika
gleyma bæði stund og stað
stunur þarf ekki að feika

...geriði betur ef þið getið, ómagar!
múah ha ha ha!


yeah!
svona á að hekla!
ég komst í þau kostakaup á stykkishólmi að fá gamla ljóta geisladiska á 150 krónur. þar fann ég mike oldfield, dire straights og síðast en alls ekki síst, diskinn Ull með Súkkat.
þvílík endemis snilld.
diskur sem allir verða að eignast...


"heldurð'ekki að lýsi það sé hræðilega fitandi
ég heyrði nú nýverið að frakkar væru smitandi
þó hefur enginn veikst beinlínis að mér vitandi
en í vísindum er aldrei nema einn fyrstur

jésús kristur, ó hvað ég er þyrstur"
þetta próf er soldið töff. nottla algjört rusl eins og flest próf.... ég myndi fara út með George Clooney (you lust after the older man, he can teach you how to truly indulge yourself) eða ef ég væri öfuguggi, Beyonce Knowles (you lust after a dominant woman, she´s strong-minded, opinionated and intelligent, she´s hard work but life´s never dull).

In you dreams....

þetta er allt komið af hinni góðu síðu www.magnum7sins.com sem er svona auglýsingasíða fyrir magnum ísinn góða... soldið töff síða, verð ég að segja, fullt af flash og læti... jemen
það er víst komin matur hér á skjaló, sem og á öðrum vinnustöðum. mér verður hugsað til hennar mömmu minnar sem er líkast til að deyja úr leiðindum í þessum töluðu orðum, enda er þetta fyrsti dagurinn eftir sumarfrí hjá elskunni.
ooooh.....















ég er ekkert búin að minnast á hina frábæru tónleika sem ég fór á síðasta fimmtudag.
en málið er að ég fór á mjög frábæra tónleika síðasta fimmtudag :)
"innsta-hrings" vinir mínir, þau Guðný Birna og Arnar Þór voru svo ótrúlega dugleg og sniðugt að skella saman nokkrum góðum dægur"flugum" (einsog vignir vinnualki kallar það), djasslögum og sveitarómönsum og halda bara tónleika.
þvílíkt framtak!
þvílíkur söngur!
þvílíkt huggulegur píanóleikari!
en hann er víst bara 17 ára eða ekkvað, greyskannið, svo maður heldur sig á mottunni. svona allavega upp að þriðja bjór. hoho!
eftir tónleikana öskvöðuðum við á eðalbúlluna A.Hansen, sem var svo upptroðin af fólki og reyk að við settumst bara fyrir utan með bjórinn okkar og sötruðum langt fram á kvöld. Eyfi fór reyndar í fýlu vegna þess að við vildum ekki hlaupa útí Hellisgerði, en það er bara hans mál. maður ræður ekki yfir heiminum þótt maður sé með hreinasta rassinn í norður-evrópu... (smá diss darling hehe ;)
og fyrst ég er nú byrjuð að dissa, þá verð ég bara eeeeendilega að minnast á vinkonu hans Arnars sem heitir Tinna og er með öllu alfeg hreint ótrúlega leiðinleg, eða svona. allavega var hún ekkert smá ánægð með tilboðið á hansen (4skot á 1200) og var algjörlega ófeimin við að fá sér svona eins og, jah... ÞRJÚ svoleiðis. fyrir þá sem eru minna talnaglöggir en aðrir (og kannski latir líka) má benda á að þetta eru 12 skot.
enda var útkoman eftir því.
blessunin.
ég fór á Snæfellsnes á föstudaginn með mömmu og ása bróður. þvílík snilld! við fengum bílinn hennar Báru frænku lánaðan og svo var brunað af stað. fórum tvist og bast og böðuðum okkur í sjónum hjá Búðum. það var nú soldið kalt... en engu að síður hægt. ég hagaði mér algjörlega eins og hálfviti og hafði gaman af. :)
svo gistum við hjá Ólafsvík og fórum í sund á Stykkishólmi. Stykkishólmur er nú bara ansi laglegur bær, verð ég að segja... og sundlaugin er drullufín barasta, þó það sé engin gufa.
jamm og jájá, þannig að maður náði sér í ofurlítinn lit um helgina, svo ekki sé meira sagt. reyndar er ég komin í ekkvað freknu kast, farin að fá þvílíkar hlussu freknur á andlitið. það endar með því að ég verð eins og Ron Weasley í framan.
JÁ! ég er búin að fá Harry Potter FIMM í hendurnar.... og þar er hún líka búin að vera frá því á miðvikudaginn :) ekkert nema gleði gleði á mínum bæ þessa daganna.

fimmtudagur, júlí 17, 2003

ég er snillingur.
eftir að hafa bölvað, ragnað og talað slæmt mál í svolitla stund, talað um spekingsleg mál inná kaffistofu og klárað kaffið (múahahah), bölvað soldið meir og rifið í hár mér, tókst mér að leysa þessa þraut hér.ég er snillingur
oh ég er svo þreytt!
garg garg.
ég fékk mér banana ís á snælandi áðan og allt í einu er ég orðin svo þreytt að ég get ekki einu sinni hugsað.
kannski var svefnmeðal í ísnum.

við fórum upp í bústað í gær. úffpúff. bíllinn gafst næstum því upp vegna hitans (innan sem utan) amma var hress og málaði bústaðinn sinn, ási bróðir grenjaði vegna þess að honum langaði svo heim í nýja tölvuleikinn sinn, mamma drakk kaffi og ég sofnaði.
í sólinni.
þeir sem þekkja mig, vita að þetta er ekki sniðugt. sérstaklega þetta með að sofna. þannig að ég er brunnin eins og kjúklingur og hálf aum í húðinni.
bleah!

en dagurinn í gær var Yndislegur, enda kom hann Eyfi minn heim og var sætur og skemmtilegur.
OG HORAÐUR!
enda strunsaði ég beint með gaurinn á krána eftir að hafa gefið honum helling af mat. svo fórum við í smá göngutúr um hinn hýra fjörð er við höfn er kenndur og töluðum um hvað ísland er æðislegt og fallegt (eyfi) og hvað ísland er ömurlegt og þrúgandi (ég). svo vorum við að labba á Garðsveginum þegar allt í einu fer einhver kall að veifa okkur út í glugga.
þá er þetta herr. Ívar Helgason og frú (to become) í heimsókn hjá Óla Má og frú Freyju. sem er bæðevei orðin þvíííílíkt spikfeit.
eða þannig sko, hún er ólétt og komin á 8. mánuð.
en þau gáfu okkur kók og kenndu okkur að kveikja á heitapottinumhjá sér (hello?) og sýndu okkur íbúðina sína sem er ótrúlega falleg, rúmgóð, snyrtileg, fín og vel tilhöfð. eins og venjulega fékk ég í magann af öfund vegna þess að mig langar svo í íbúð, en kókið sló á mestu ógleðina. svo löbbuðum við aðeins meira, uns ég fór heim og dó úr aumri, rauðri húð. og svaf nottla yfir mig í morgun.
skelfinar ósköp verður maður þreyttur af sólbruna.

miðvikudagur, júlí 16, 2003

ég ætla að beila á vinnunni í dag og fara heim vegna veðurs :)
ég var búin að ákveða í gær að fara snemma að sofa, reyna kannski að vakna snemma og fara í sund eða ekkvað... svo fór ég á tónleikana hennar Þórunnar Óskar Marínósdóttur og það var svona líka glimrandi glansandi gaman, þó það hafi verið DrulluDýrt og ég verði að lepja dauðan úr skel það sem eftir er mánaðarins, en eftir tónleikana þá keyrði ég heim á bílnum okkar með hjartað í buxunum (hélt hann myndi liðast í sundur) og hringdi svo í vigni.
og haldiði ekki bara að ljúflingurinn a-tarna hafi boðið mér heim til sín að horfa á T2. þ.e. terminator tvö! smá svona upphitun, eins og hann kallaði það, réttáður en hann lognaðist út af og sofnaði. sjálf náði ég að halda meðvitund þar til í lokaslagsmálaatriðinu, en þetta ógurlega sjónvarpsgláp varð til þess að ég fór ekki að sofa fyrr en klukkan var að verða hálf þrjú!
garg.
þvílíkt og annað eins...

en hann eyfi minn er að koma á eftir :D:D:D:D:D:D:D:D svo ég ætla ekki að kvarta

þriðjudagur, júlí 15, 2003

Ein vinkona mín les ástarsögur. ég ætla ekki aðsegja hver, vegna þess að hún verður fúl. en ástarsögur eru sniðugar, þær eru það fyrir konum sem klámblöð eru körlum. í alvöru! ég las nú ísfólkið allt saman á einu sumri hérna í den, mátti varla vera að því að borða, hvað þá sofa eða þrífa mig. mjög sniðugt, og gott ef að næstumþví heildarsafnið (48 bækur) sé ekki ein af mínum stoltustu eiginum. hvernig svo sem það er orðað á góðan veg.
en pojntið með þessu er að ég fann síðu hjá soldið sniðugum manni sem heitir Sverrir Páll þar sem hann er búin að taka niður nokkrar góðar setningar úr ástarsögum sem búið er að þýða.
semsagt... þýða illa :) híhí.

fyrir lata verð ég að birta nokkrar best of, fyrir hina er hægt að ýta hér.
-enjoy

*Það var einstakt samband á milli þeirra. Stundum skildu þeir hvorn annan.

*Þeir komu út blótandi og veifuðu handleggjunum af reiði.

*Hún hugsaði um hús föður síns og hennar eigið innréttaða herbergi

*Þeir höfðu rekist á hvorn annan í gegnum árin

*Högg hennar komu honum aðeins á óvart í augnablik

*Ég skal toga þetta litaða hár af þér með rótunum

*Hún hugsaði svo mikið um sársaukann að hún gerði sér ekki grein fyrir að hann var stopp fyrr en hún gekk á hann.

*Láttu mig vera og leyfðu mér að fást við mitt eigið kvalræði.

*Ég ólst upp við að eiga móðir annars lagið.

*Eitthvað var að. Hún skynjaði það. Hún sneri höfðinu og fraus.

argh hahahahhaah!
drottinn blessi þá sem þýða ástarsögur!
aaah.... sannleikurinn er bestur í heimi





ég fór í þunglyndiskast í hádeginu og er ennþá í fýlu. svo hringdi guðný birna og ætlar að taka af mér passamyndina sem ÉG á af henni, samt veit hún að ég er elska passamyndirnar mínar og lít eftir þeim eins og þær væru kisan mín! búhú-hú!!
líf mitt sökkar spikfeitt. svo keypti ég mér kók og súkkulaði, en líður samt ekkert betur.
mikið lifandi skelfingar ósköp er ég fegin að hann eyfi minn er að koma heima á morgun að knúsa hana tótu sína *snökt* :,(
allir að mæta á geggjaða víólutónleika í kvöld í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Þórunn Ósk Marínósdóttir (sú sem dæmdi stigsprófið mitt :) er að fara að flytja geggjuð flott víólusóló verk. þannig að það er ekkert helv. ansk. píanó að trufla, bara falleg og góð og skemmtileg víóla.
nammi namm!

Efnisskrá
Svíta op. 131d nr. 1 eftir Max Reger,
Kadenza eftir Áskel Másson,
Sellósvíta nr. 2 í d-moll eftir J. S. Bach,
og Sónata op. 25 nr. 1 eftir Paul Hindemith.

það eina sem eg þekki ekki er verkið eftir Áskel, en það getur nú ekki verið mjög slæmt, Þórunn er smekk-kona :)
ég vona bara að þeir séu ekki alltof dýrir, tónleikarnir þ.e. ég man ég fór einu sinni í þennan sal og þurfti að borga helvítis 1500 krónur fyrir einhverja ljóta sópransöngkonu sem söng ekkert vel í þokkabót..... púff!
ég er komin yfir á kortinu mínu.
ooooooooooohhhh ég þoli ekki að vera komin yfir á kortinu mínu!
garg :(
ef einhver á peninga sem hann er hættur að nota þá má hinn sami tala við mig.
sem fyrst.
elskan hann vignir hafði það óöfundsverða hlutverk í skálholti að vekja mig á morgnana. eitthvað sem ég persónulega reyni að forðast fram í lengstu lög, en hvað um það, í morgun dreymdi mig það að Vignir var að ýta í mig... "tóta, klukkan er að verða hálf tólf!" og ég rýk á fætur sem fætur toga, en sé að klukkan er bara hálf átta. en á fætur komst ég engu að síður.
já hann vignir sér um sína
;)
kyss kyss darling

mánudagur, júlí 14, 2003

Skálholt-Skálholt-Skálholt!!
vignir megabeib er búin að henda upp myndasíðu, ekki lengi að því drengurinn a-tarna!
kíkiði kíkiði!!!
þetta er mesta snilld í heimi :D

fyrri hlutinn (mánudagur til föstudags)
seinni hlutinn (frá föstudegi til sunnudags)
ég fór í gær á Hulk í bíó, með þeim Hljómeykishommum Vigni, Hreiðari og Hirti. Hreiðar var nottla voða fyndinn og bað um "einn miða á Hlúnkinn" í miðasölunni (ég var eina manneskjan sem hló). mér fannst þetta nú bara mjög svo sæmilega mynd, auðvitað ekkert nein Gæðamynd eða ekkvað í líkingu við myndbandið sem var gert eftir hringferð flensborgarkórsins 1997 (starring miss Guddie Bear), en samt bara fín mynd. hulk gaurinn var þvílíkt lúkk a læk Supermanns, með svart hár og skipt til hliðar. soldið sætur að mínu áliti...
það sem mér fannst þó allra athyglisverðast var það, að í byrjun myndarinnar er sætistrákurinn og sætastelpan BÚIN að vera saman, eiginlega bara nýhætt, svo að það er ekki einu sinni vottur af kynferðislegri spennu í allri myndinni. allavega tók ég ekki eftir neinni.... en ég er nottla líka soldið youknow.
EN þetta er nú ekkvað sem maður er ekki vanur frá fröken Hollí Vúdd, venjulega er fólk meira og minna alla myndina með lostablik í augum og rauðar þrýstnar varir, sleikjandi útum við hvert tækifæri. í hulk var bara grenjandi kelling og risi með grænan munn. þau fóru ekki einusinni í sleik!
Góð tilbreyting samt, verð ég að segja...

Skálholt var.....
æði æði æði æði!!
ÆÆÆÆÆÆÐÐÐÐIIII!
garg hvað var gaman. allir frasarnir og ömurlegu djókarnir fljúga um höfuðið á mér eins og litlir fuglar, syngjandi "nautn í hverri nótu", "festival í hverjum frasa" svo ekki sé minnst á hina ódauðlegu setningu "harðfiskur í hléi, -Hljómeyki". "einn.... einn, tveir", "meir'en mæm" og "látum verkin tala, með rassinn útí Balí."
Vignir elskan sannaði enn og aftur hvað hann er mikið MegaBeib og var gjörsamlega frábær alla vikuna. takktakktakk hjartans krúttið mitt! *smúss*
síðasta kvöldið sló algjörlega í gegn, borðum var rutt til hliðar og jukeboxið sett uppá borð, DJ Vignir sá svo um velja hvert lagið á fætur öðru og ALLIR dönsuðu af sér rassaboruna. og þá meina ég allir,meira að segja Halldór kom á gólfið og hrissti á sér skankana, og Áslaug tók sig til og söng yfirrödd á jah.... Flest öll lögin (justin timber, kylie, mikki joð, goggi m...) :D sneld! dagga systir kíkti á stemminguna og var í gúddí fílíng. jessör!
svo verður maður nottla að minnast á aðalstjörnu hátiðarinnar, góðvin minn og hljómsveitarstjóra, sundkappa og hollustuhest, hann Óliver Kentish staðartónskáld. verkin voru hreint frábær sem við vorum aðsyngja og mæli eindregið með að fólk kaupi sér diskinn um leið og við erum búin að taka hann upp og hann kominn í sölu. meira segja erfiðu lögin sem ég feikaði voru skemmtileg. hoho!
ég er alfeg himinlifandi eftir þessa ferð, úff ala búff-púff. svo er bara að vona að Hinn Sætasti drífi sem allra fyrst að henda myndunum á netið svo að við getum öll notið þessa til fulls.
jessör!

föstudagur, júlí 04, 2003


ég fór áðan í svona rannsókn (verið að prófa ekkvað nýtt lyf, ekkert alvarlegt) og þurfti að pissa í þartilgert pissuprufu box.
"helduru að þú treystir þér í þetta?" spurði hjúkkan voða almennileg og gerði svona 5 - 6 sm bil með fingrunum.
"bara smávegis..."
það var nú soldið stórt boxið, en þar sem mér var soldið mál, þá lét ég slag standa.
"jájá, ekkert mál" sagði ég með góðviðhjúkkur-röddinni minni og vippaði mér á salernið, kom mér vel fyrir og byrja að pissa.
svo pissa ég soldið meira.
og aðeins meir.
svo að fyrr en varir er dollan orðin full af pissi. þetta fannst mér mjööööööööög fyndið og var að spá í að skella lokinu á og láta aumingjans hjúkkuna fá rúmlegan hálfan líter af pissi, en hamdi mig (naumlega). en ég gat ekki annað en flissað eins og smástepla heillengi inná klóstinu með hvítt pissubox fleytifullt af pissi.
svona er nú gaman að pissa....

hér er svo síða um það hvernig maður getur fengið pissusýni úr köttum (lovely)






skyrtan á Jóni?

Hvernig eiga menn að hafa skyrtur?


Girta oní buxurnar

hangandi yfir buxnastrenginn

girta að framan, laus að aftan

fráhneppta niðrá nafla (með gullkeðju)

enga skyrtu en nóg af barnaolíu



Current Results



þarna hafiði það....

ÞRIÐJA TÓNLEIKAHELGI
12. og 13. júlí
Staðartónskáld: Oliver Kentish

Laugardagur 12. júlí
Kl. 14:00
Erindi: Oliver Kentish tónskáld fjallar um tónverkin sem frumflutt verða á tónleikum dagsins

Kl. 15:00
Trúarleg verk eftir Oliver Kentish,
frumflutningur
Sönghópurinn Hljómeyki og hljóðfæraleikarar
Stjórnandi: Bernharður Wilkinson

Kl. 17:00
Helga Ingólfsdóttir semballeikari flytur verk eftir Louis Couperin, Georg Böhm og
Jóhann Sebastían Bach
Sunnudagur 13. júlí


Sunnudagur 13. júlí
Kl. 15:00
Helga Ingólfsdóttir semballeikari flytur verk eftir Louis Couperin, Georg Böhm og
Jóhann Sebastían Bach

Kl. 16:40
Tónlistarstund fyrir messu
Trúarleg verk eftir Oliver Kentish,
Sönghópurinn Hljómeyki og hljóðfæraleikarar
Stjórnandi: Bernharður Wilkinson

Kl. 17:00
Messa
Þættir úr tónverkum Oliver Kentish


gerði 2 nýja linka.... á Jón Arnar tveggja barna og salinn kópavogi.
síðan hans jóns er skemmtilegri :p
Those who hesitate, masturbate

hvusskonar eiginlega subbasoraviðbjóðs orðatiltæki er þetta?! eru enskumælandi að ganga af göflunum?
nú geri ég hvort tveggja í miklu magni og sé ekkert se..... DÓH!!!
jahérna hér og sussumsvei!
ég fór í tívólí-IÐ í gær. Guðný Birna lýsti einhverju tryllitæki með þvílíkum tilburðum að ég sá ekki annan leik í stöðunni en að vippa mér í það. það var nú alfeg gaman... en hmmm.... ég fékk nú ekkert hroll, hjartslátt fram á kvöld, gæsahúð eða ógleði...
úff
svo fór ég um kvöldið og gerði fastar fléttur í kellinguna, hún er að fara í einhverja voðalega útilegu með verkfræðinni. OG fjölskyldunni.
hvers kona fjölskylda er það nú eiginlega sem fer í útilegu með verkfræðinni? ég fæ bara hroll, hjartslátt fram á kvöld, gæsahúð eða ógleði...
ég grunar reyndar sterklega að hún sé búin að taka þær úr núna.

en sjálf sé ég fram á mjögmjög viðburðarmikinn dag, þarf að fara í þvílíkar útréttingar fyrir hana dagbjörtu systur mína, svo ég minnist nú ekki á hina mergjuðu Skjaló grillhátið sem ég rétt svo næ í nefbroddinn á, en hún byrjar kl. 1600 og ég þarf að vera komin upp í "eff eits æ" (FÍH) kl. 1800 svo ég missi nú ekki af rútunni sem fer alla leið til siglufjarðar.
djöfull er freistandi að slökkva bara á gemsanum og fara á fyllerí með skjaló....
OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHH!!!!
fjandinn hirði tónlistarnám!

fimmtudagur, júlí 03, 2003

maggi sætasti hringdi í mig rétt í þessu og bauðst til að sækja mig í vinnuna. hann væri hvort sem er að fara að rúnta eitthvað og munaði ekkert um að kíkja inní reykjavíkina.
OH!
mikið getur fólk verið almennilegt! viljiði vera svo væn, lesendur góðir, að minna mig á að vera almennileg næst þegar ég hitti ykkur.

mikið þoli ég ekki blogg sem eru alltaf að tala til lesenda... þannig er t.d. bloggið hennar Guðnýjar Birnu, ekki skrítið að hún sé hætt að skrifa á það, soldið líka bloggið hans Atla... hmmm... kannski er ég bara ekkvað að misskilja þetta blogg dæmi. og svo er nú ekki almennilegt af mér að vera að tala illa um bloggin hjá fólki og nefna það meira að segja á nafn og linka á það.
úff.
"i just can´t win, now can i?"
"-or nooooot"
ég þoli heldur ekki fólk sem segir frasa á ensku, BLEAGH!
heimiliserjur heimilistækjanna...




http://www.ebaynham.com

oh muniði eftir Mulder í x-files?
það var nú strákur sem sagði ýmislegt fallegt um ömmur sínar sex. eða hvernig sem þetta orðatiltæki er nú. ég man hvað ég var æst í X-files hérna í den, tók þetta upp og ég veit ekki hvað og hvað. ég man sérstaklega eftir einum þættinum þar sem hann var ekkvað að negla vampírur. sem nottla endaði með því að hann fór í hörkusleik við eina og það sást í tunguna á honum!
AAAAAARGH!
ekkvað of mikið fyrir bólugrafna unglingsstelpu, égheld að teipið hafi eyðst upp á þessum stað og spólan slitnað, kviknað í vídeóinu og stór svartur blettur myndast í parketinu (þetta gerðist ekki). mikið voru þetta góðir tímar, það þurfti svo lítið til að kæta mann!
ég var s.s. að finna síðu þar sem mulder (eða mOlder á góðri íssessku) er soldið í aðalhlutverki, en öðru en maður er vanur... þetta er svona samsæris síða (oh hvað ég ELSKA samsæri!!) þar sem fullt af fólki kemur með meiriháttar áreiðanlegar sannanir fyrir því ða mulder og SKINNER séu elskhugar. skinner er kallinn sem var yfirmaður þeirra, með skalla og gleraugu, alltaf í frakka.
en allavega, þettaer algjör snilld, kíkið á Þessa ótrúlega nettu samsærissíðu :)

-Chapter 1: Slow Motion Walter-
"Fox Mulder was lying asprawl on the bed, arms and legs akimbo, eyes closed, and swollen lips creased in a blissful smile.

Walter reached over and ran a hand possessively over Mulder's chest, and one eye opened to regard him with something like gratitude.

"Walter…" Mulder's voice was silky and low, pleasant to Walter's ears much like the music playing in the room.

"Hmmm?" He continued petting his lover, absurdly pleased with the way Mulder twisted under his hand like a cat, to achieve more contact.

"Marry me." "
Stefanía Blessunin kom til landsins ljóta í gær, brún og sælleg (og ekki með TOPP!!!) ég kíkti nottla í pönnsur og brownies. það var bara mjög mjög mjög skemmtilegt :) velkomin heim darling!
svo er það bara Sigló á morgun og skálholt á mánudaginn.
garg!
mig langar bara til að vera heima :( búhú-hú-hú!!!
neinei, það verður gaman. það VERÐUR gaman.

miðvikudagur, júlí 02, 2003

hehe! ég fékk þessa vídjó mynd senda einhverntíman fyrir löngu, en hún er alltaf jafn fyndin :)
funny cat videos
vó!! sjáiði rigninguna!
og ég sem fór í hlýrabol innan undir ef að það skyldi nú vera sól í kaffinu...
drottinn minn dýri. ég held ég verði að synda heim...
einsog ég er í vondu skapi, niðurdregin og fúl þá náði ég samt að brosa soldið þegar ég las þessa síðu hér.
hljóðfærabrandarasíða með EKKI NEINUM víólubröndurum.

fyrir lata þá ætla ég að birta nokkra best of:


*How long does a harp stay in tune?
About 20 minutes, or until someone opens a door.

*What do you get when you drop a piano on an army base?
A flat major.

*The soprano, not being smart enough to use birth control, says to her saxophonist lover, "Honey, I think you better pull out now."
He replies, "Why? Am I sharp?"

*How many trombonists does it take to change a lightbulb?
Just one, but he'll do it too loudly.

*Why are orchestra intermissions limited to 20 minutes?
So you don't have to retrain the drummers.

*What does it mean when a guitar player is drooling out both sides of his mouth?
The stage is level.

*What's a accordion good for?
Learning how to fold a map.





mér finnst eins og lífið mitt sé krumpað...

þriðjudagur, júlí 01, 2003

Ralph Vaughn Williams heldur áfram að heilla mig gjörsamlega uppúr skónum. jahérna hér. núna er það Fantasia on a Theme by Thomas Tallis sem fór alfeg með mig (svipað og ferðaskrifstofa stúdenta hér um árið....), svoef það er einhver þarna úti sem er drullu f***** ríkur, þá má sá hinn sami alfeg fara og gefa mér heildarsafn verka hans.... ég myndi ekkert öskra úr fýlu sko.
oooh....
sérstaklega langar mig að heyra þetta hér: Romance for Viola and Pianoforte og Flos Campi sem er fyrir Suite for solo viola, small wordless mixed chorus (SATB), and small orchestra.
Dedication to Lionel Tertis. argh hvað mig langar í þetta!
og eins og öllum ætti að hafa dottið STRAX í hug, þá var Williams að sjálfsögðu vióluleikari.
svona eru ítölsku umferðarreglurnar. hehe :)

á föstudaginn fóru 2 dætur og 2 mæður í bíltúr á Þingvelli, samt voru bara þrjár í bílnum (smá gáta fyrir litlu börnin). en við fórum engu að síður til Hveragerðis í bakaleiðinni og keyptum fullt af sumarblómum, mamma keypti einhver tré og svona. en haldiði ekki að dúllusponsan hafi gefið henni tótu sinni eitt blóm. og ekki bara hvaða blóm sem er! eitt stykki Blóðdropar Krists, takk fyrir.
eins og flestir sem þekkja mig, þá á ég það til að skíra allt mögulegt og á núþegar pottaplöntu sem er kallaður Jón (faðir hans, Leó, dó skelfilegum vatnsskorts-dauðdaga....) og fór strax að undirbúa ekkvað kræsið nafn á þetta fagra blóm.
jesú?
guðsteinn?
drottína?
og þá kom það eins og fluga beint upp í nefið á mér (soldið sem kom fyrir í alvörunni -EKKI skemmtilegt!) að skíra hann Kristinn.
eins og kiddi frændi, jájá... en líka eins og jésú Kristur, og þetta eru jú blóðdropar hann.
hmmm. nú á einhver ofsatrúarmaðurinn eftir að senda vírus inná bloggið mitt....
oh well...
ég hringdi í eyfa minn í gær, oooooooooooh hvað var gaman að heyra í honum. allt í einu rann upp fyrir mér ljós hvað er langt síðan hann var hérna heima... það er allt allt of langt síðan. :(
muuu, hvað ég sakna hans mi-hi-ki-hið!
en allaveganna var allt gott að frétta, hann prumpaði bæði og ropaði, flissaði og talaði á innsoginu, svo hann er í gúddí gír þarna hinumegin við sjóinn. svo talaði ég og talaði, rakti alla Eiða-dramatíkina og talaði illa um óperusöngvara eins og ég ætti lífið að leysa.
smart tóta!
enégmeinahey
gærdagurinn var líka bara brill, mamma splæsti í Shalimar take-away, sem var dýrt og ekkert sérlega spes (mæli eindregið ekki með því) og svo var boðið upp á þvílíkt góða mares-köku (hvernig skrifar maður annars marens?) og kaffi, jarðaber og mars súkkulaði. nammi namminamm. amma kom í heimsókn og bára frænka, svo líka vinur mömmu frá því í flensborg sem heitir helgi og er ekkert smá fyndinn og skemmtilegur, þannig að húsið er fullt af blómvöndum, þetta er næstum því eins og blómabúð.