þriðjudagur, júlí 15, 2003

Ein vinkona mín les ástarsögur. ég ætla ekki aðsegja hver, vegna þess að hún verður fúl. en ástarsögur eru sniðugar, þær eru það fyrir konum sem klámblöð eru körlum. í alvöru! ég las nú ísfólkið allt saman á einu sumri hérna í den, mátti varla vera að því að borða, hvað þá sofa eða þrífa mig. mjög sniðugt, og gott ef að næstumþví heildarsafnið (48 bækur) sé ekki ein af mínum stoltustu eiginum. hvernig svo sem það er orðað á góðan veg.
en pojntið með þessu er að ég fann síðu hjá soldið sniðugum manni sem heitir Sverrir Páll þar sem hann er búin að taka niður nokkrar góðar setningar úr ástarsögum sem búið er að þýða.
semsagt... þýða illa :) híhí.

fyrir lata verð ég að birta nokkrar best of, fyrir hina er hægt að ýta hér.
-enjoy

*Það var einstakt samband á milli þeirra. Stundum skildu þeir hvorn annan.

*Þeir komu út blótandi og veifuðu handleggjunum af reiði.

*Hún hugsaði um hús föður síns og hennar eigið innréttaða herbergi

*Þeir höfðu rekist á hvorn annan í gegnum árin

*Högg hennar komu honum aðeins á óvart í augnablik

*Ég skal toga þetta litaða hár af þér með rótunum

*Hún hugsaði svo mikið um sársaukann að hún gerði sér ekki grein fyrir að hann var stopp fyrr en hún gekk á hann.

*Láttu mig vera og leyfðu mér að fást við mitt eigið kvalræði.

*Ég ólst upp við að eiga móðir annars lagið.

*Eitthvað var að. Hún skynjaði það. Hún sneri höfðinu og fraus.

argh hahahahhaah!
drottinn blessi þá sem þýða ástarsögur!

Engin ummæli: