föstudagur, júlí 25, 2003

ég hata konur í útvarpi!!! af hverju hljóma þær ALLTAF eins og þær séu að tala við smábörn eða þroskaheft fólk? ég ætlaði í sakleysi mínu að hlusta á rás 2, svona til að gera líf mitt AÐEINS meira bærilegra en það er nú þegar, og byrjaði nú á því að hlusta á auglýsingar í 20 mínútur. svo kom helvítis kellingar óbermið og sagði okkur (með óóógeðslegri rödd) hvernig veðrið verður.
ALLA NÆSTU VIKU!!
"svo á miðvikudaginn verður komið ágætis ferðaveður, blah blah BLAHH!!" það er föstudagur! hvernig er það með rás2, eru þeir ekki með frétta tíma? þar sem eru lesnar upp veðurfréttir? fær fólk ekki moggann innum lúguna? eru ekki veðurfréttir í sjónvarpinu? netinu? beinn upplýsingasími sem hægt er að hringja í? þarf fólk að tala um veðrið STANSLAUST allan daginn? eftir þennan ógeðslega upplestur fór hún aðtala um fólk sem er á leiðinni í útilegur núna og er kannski að pakka (gerfihlátur), eða er bara komið af stað, hvort það gleymi nú nokkuð neinu, svona eins og að spenna beltið, keyra á löglegum hraða, fara eftir umferðarreglunum, keyra eftir aðstæðun, bladí bladí, bla bla.... svo loksins kom lag.
Ég vil vera með þér úr Grís.
aaaaaaarrrrrrrrrgggh!
ég lét mig hafa það, fékk hroll eftir bakinu og kúgaðist, fylltist gríðarlegri löngun til að kasta mér útum gluggann,drekka blásýru, anda að mér úrgangslofti úr bifreið o.s.frv, en loksins var lagið búið (eftr svona 3 gerfi enda) og þá komu auglýsingar í 5 mín, þær sömu og höfðu verið fyrir 4 mín. síðankom kellingin og talaði um hvað þetta væri nú fínt hjá þeim í grís (10 mín.) og svo kom ekkvað ógeðslegt íslenskt lag frá því égveitekkihvenær og textinn var á þessa leið:
"og það var dansað uppá dekki, tralla lalla læ,
og það var enginn sem dansaði ekki, tralla lalla laaaaa!"
þvílíkur viðbjóður. en bíddu við, ekki var allt búið enn, tekur ekki gellan sig til og fær hlustanda í loftið. það var ekkvað kall-grey sem ætlaði að senda litlu systur sinni 17 ára afmæliskveðju. og hann ætlaði aldrei að losna úr símanum, útvarps truntan var farin að spyrja hann um hvort það hefði nú ekki verið gaman að eignast lítið systkini, þar sem hann var svona soldið eldri, hvort hún væri að fá bílprófið og hvort að hann hefði verið með hana í æfinga akstri....
þá slökkti ég nú.
það er skárra að hlusta á loftræstinguna heldur en svona niðurgang.
hvað er að verða um rás 2?
hvað er að verða um heiminn?

Engin ummæli: