Morgunljóð
vakna ég án þín verst
við draumanna hlátur
þeir hópast að hjarta mér
hæðast að hvernig það berst
og þrátt fyrir þrálátan grátur
hylja þeir fyrir mér sýn
svo ekkert að endingu sé ég
nema fallegu augun þín
fer ég á fætur ein
flest mér til ama verður
dagurinn einmana deyr
til einskis af draumunum gerður
Engin ummæli:
Skrifa ummæli