föstudagur, ágúst 30, 2002

já GVUUUUUUÐ!!!
ég á eftir að skrifa hér svakalega lofsræðu um hann elsku, sæta, besta, fallega, myndarlega, hæfileikaríka, hugvitsama, aðdáunarverða, geislandi-a og huggulega vin minn Eyjólf , sem af mikilli og velþekktri gjafmildi sinni og fórnfýsi, bauð mér í mat á þriðjudagskvöldið. móðir hans, hin Yndisfríða og velmegnandi Ingibjörg, hafði að kunnri snilld sinni eldað gómsætar kjötbollur og karpellur og þetta líka ÞVÍLÍKA góða sallat, sem mig dreymir ennþá um á kvöldin.
þvílíkt kvöld!
þvílíkur matur!
þvílíkt fólk!
svo fékk ég líka kampavín.
ÞVÍLÍKT KAMPAVÍN!!!
svo fengum við eftirrétt sem jah... ég held ég hafi bara ekki taugar til að lýsa honum hér fyrir fólki.
þvíííííílíkur eftirréttur.
og ís.
mmmmm.

jæja.
er ekki bara kominn föstudagur enn eina ferðina. það finnst mér nú aldeilis skemmtilegt. mamma og ási bróðir komu heim frá Majorka í gær og gáfu mér hálsmen með majorica perlu. mjög frumlegt :) samt mjög skemmtilegt og ég er afskaplega glöð. þau keyptu líka heilmikið af súkkulaði.
mmmm.
súkkulaði er gott. þaueru líka eins og súkkulaði á litinn. ekki það að ég sé afbrigðissöm eða eitthvað. neinei. það er alfeg jafn fallegt og sjarmerandi að vera næfurhvítur eins og klósettpappír.

þriðjudagur, ágúst 27, 2002

sorry Berglind, ég bara VARÐ að stela þessu af síðunni þinni!

Hvað á að gera í kvöld?
spurning vikunnar komin á netið. allir að svara.
jamm og já.
búin að fara í mat. fékk mér hrökkbrauð og núðlur. núðlur eru eiginlega mjög óhollar svo ég ætti ekki að vera að éta þær neitt af ráði. huh. ég er sko í megrunarkeppni við pabba og döggu systir. hún byrjar samt ekki fyrr en 1. september, þannig að tæknilega séð ætti ég að vera að belgja mig út....
við skulum nú sjá til. þetta er allt í burðarliðnum.
en eruði búin að skoða heimasíðu þjóðskjalasafnsins? jah! þá er komin tími til!!!
Þjóðskjalasafn 'Islands
hey!
geggjuð síða!!
click here!
jæja.
ekkert búin að skrifa í nokkra daga. hvað á nú það að þýða?
oh well.... eiginlega ekki búin að GERA neitt í nokkra daga, og þá alls ekki að æfa mig, sem ég ætti að vera að stunda af fullum krafti. já neinei.
svona er maður viðbjóðslegur.
svo er ég búin með peningana sem mamma gaf mér þegar hún fót út, svo ég á ekkert að borða lengur og engan pening til að kaupa mat. ég vona bara að ég komist heim á þessu litla bensíni sem hann langsætasti, skemmtilegasti og æðislegasti Eyjólfur gaf mér fyrir heilar 200 krónur.
hann ætlar líka að bjóða mér í mat blessaður.
þannig að þetta er nú kannski ekki alfeg jafn slæmt og það hljómar :)
og svo fór ég í IQ test í gær og fékk 122! það er nú bara soldið mikið.

föstudagur, ágúst 23, 2002

hrumpf.
eitthvað er ég orðin pirruð í skapinu allt í einu. það veit nú ekki á gott. :/ en ég hlýt að braggast um leið og ég kemst heim í stút fullan ísskápinn. uh. eða ekki.
ég á ekkert að éta! og engan pening. jesús. þetta lítur eitthvað illa út, held ég barasta.
en jæja...
það verður ekki á allt kosið (du-duru-du-du-du!)
vá.
netið hér á skjaló eitthvað mis.... ég vona að ég sé ekki að hægja á þessu svona mikið, það er allavega enginn annar búinn að kvarta. jesús.
dæmigert að loksins þegar ég er komin með mitt eigið svæði og bladíbla, að það virki svo miklu verra en svæðin hjá öllum öðrum.
segi svona.
vandamál?
ekki lengur, eftir námskeið í þessum skóla
EKKERT "ho-hum"
yeah!!!


When it comes to handling your honey's in the bedroom (or perhaps the public park or conference room) it's the crazier the better as far as you're concerned. You're what people have affectionately dubbed try-sexual. You'll try anything once and if you like it, hell, you'll do it again! You're an independant, confidant risk-taker who sees sex as a way to express yourself creatively. You're bored stiff by all the been-there, done-that routines and would rather have daring, adventerous sex once a week than ho-hum sheet heat every night.


What's Your Sexual MO? Find out @ She's Crafty
já svo var ég að spá.
sko með samkynhneigð.... ókei, ég veit ég er með þetta á heilanum núna, en sko. er þetta bara ekki svipað og að vera ljóshærður?
maður er bara ljóshærður, ef maður er ljóshærður. og sama þótt þú litir á þér hárið tvisvar í viku alla ævi og eyðir í það miklum tíma og fyrirhöfn, þá ertu alltaf innst inni ljóshærður og það er EKKERT sem þú getur gert í því.
nema vera bara ljóshærður og það er nú aldeilis gaman. hérna um daginn fékk fólk sem ég þekki frítt í bíó, því það var ljóshært.
stundum fæðist samt fólk með annan háralit, heldur en það er með. ég var t.d. með hvítt hár þangað til ég var 4ja ára. dagga systir var sköllótt og ási bróðir var rauðhærður fyrsta árið....
En svona "too sum it up"....þótt ég sé dökkhærð og ánægð með það, þá gæti nú alltaf verið gaman að fá sér eins og nokkrar ljósar strípur endrum og eins.
hmm. :)
jájá.
æj, ég vona að ég verði núekki myrt út af þessu skriferíi mínu.... :p sumt "ljóshært" fólk getur verið svo ansi tötsí...
en svo er nottla til ljóshært samkynhneigt fólk, og vá.... þá ertu í heví pakka.
jæja.
kominn föstudagur... mæ frend. eða einhver.... ég meina eitthvað
haldiði ekki bara að ég hafi hangið í GTA 3 í allan gærdag og klárað heil ósköp af missjónun. í svona eins og 400 tilraunum. en hey!!
svo kom hann maggi minn í heimsókn og var sætur og skemmtilegur eins og venjulega. og kláraði þ.a.l. allan bjórinn minn. en það var bara stuð í því. hann var einmitt svo einstaklega heppinn að þurfa að vakna í morgun, fyrir allar aldir til að fara skólann sem er nottla ekkert nema sorglegt.
búhú.

fimmtudagur, ágúst 22, 2002

geðveikt.
adda farin svo ég get verið í tölvunni hennar óhikrað!
hehehehehe!!!
en málið er að ég hitti miskunsömu samverjuna í strætó í gær. ég svaf yfir mig sko, og fór með strætó í hádeginu inn í borgina. dauðans. svo þegar við erum rétt svo komin af stað frá hafnarfirði kemur konan inn, með bros á vör í bara í þokkalega góðum fíling. je. og haldiði ekki bara að hún tylli sér fyrir framan mig, svo að ég fæ alfeg gusuna af ilmvatni yfir mig og túberaða hárið virðist hætla að ráðast á mig þá og þegar.
en allavega.
svo koma inn tvö fötluð börn. stelpa í svona grind með hjólum og strákur með hækjur. sem reyndar hann þurfti ekki að nota, en þvældust þarna fram og til baka. þau náðu nú að skakklappast inn og koma sér fyrir án mikillar hjálpar, en þegar þau ætluðu að fara, vandaðist málið. hún gat eiginlega ekki gengið, grindin flæktist í öllu lauslegu í strætónum (barnavagni, hári, treflum, dóti...) og strákurinn stóð bara upp á endann með hækjurnar og vissi voðalega lítið hvað væri í gangi.
stekkur ekki samverjan á fætur í tryllt góðu og hjálpsamlegu skapi, grípur grindina með annari, strákinn með hinni og flengir þeim útúr vagninum með bros á vör. ég held barasta að strákurinn, stelpan né grindin hafi áttað sig á hvernig þau komust útúr vagninum, því þetta voru svo snar handtök. ég gat ekki annað en dáðst að þessu.
allavega. hálf saga sögð.
svo í kópavoginum kemur svertingjakona inn í vagninn með þennan líka ótrúlega stóra, fyrirferða mikla barnavagn. og líka annað barn. og auðvitað var þetta frekar mikið vandamál fyrir aumingjans konuna... krakkarnir grenjandi, vagninn þungur og strætóbílstjórinn eitthvað mis. þetta leit út fyrir að vera verkefni fyrir samverjuna.
enda var hún ekki lengi að spretta upp og sveiflar svertingjakonunni, barnavagninum og grenjandi barninu upp í bílinn.
allt þetta með bros á vör og án þess að túberaða hárið haggaðist.
þvílíkur kvenkostur, segi ég nú bara. enda sat ég bara og tárðaist yfir þessu öllu saman. þetta var unaður á að horfa.
og ekki er allt úti enn!!
þegar svertingja konan staulaðist út á Hlemmi, með börnin öllsömul (sem náttla voru hætt að grenja, enda yfir sig ánægð eftir að hafa lent í samverjunni miskunsömu) þá gleymdi litla stelpan bleikri húfu í sætinu sínu.
með ótrúlegum hraða svífur samverjan upp úr sætinu sínu, SKUTLAR sér í sætið þar sem stelpan sat, grípur húfuna í loftinu og SLENGIR henni út um dyrnar, sem voru í þann mund að lokast. soldið eins og í indiana jones.
og svo settist hún bara í sætið sitt, samverjan sko.... og veifaði eins og ekkert væri til gapandi stelpunnar, sem átti nottla ekki eitt einasta orð.
jeremías.
en svona var nú sagan um bílferð þá. ég held ég hafi sjaldan upplifað annað eins.
úff mar.

miðvikudagur, ágúst 21, 2002

jæja... núna er ég alfeg að tapa mér í þessu floober dæmi þarna. þó það sé ovíúslí mjög vinsælt meðal tölvu-homma, en ég meina hey.... ég er nú ekki aðal hommahækja bæjarins fyrir ekki neitt. allavega! það sem á að vera hér hægra megin við þennan texta er svona "chatterbox" þar sem fólk, eða ófólk, sumir kannski frá norfolk í englandi, en þar býr einmitt hún Francesca... uh... þar getur maður skrifað eitthvað og ýtt svo á "post" og svo á "refresh" og þá birtist það bara á síðunni sem þið skrifuðuð! frábært.
ógeðslega sniðugt.
je.
húrra húrra.
geggjað nett.
brjálað stuð.

þriðjudagur, ágúst 20, 2002

:)
það eru kannski ekki margir sem vita það, en það ættu allir að vita það, þar sem ég er mjög ófeimin við að tilkynna öllum (sem vilja það eiður ei) að ég þoli ekki hunda. þeir lykta illa, slefa, kúka-pissa og það er fátt jafn heimskulegt og andlit á hundi.
nei.... baaaara minna á það
how to recognize the moods of an Irish setter

mánudagur, ágúst 19, 2002

jæja, er ekki bara kominn 19. ágúst og allt að verða vitlaust. samt ekki eins vitlaust og helvítis menningarhátíðin. sem var reyndar ágæt... svona eftir 4 bjóra og 3 gammel dansk :p ég rifjaði upp áður gleymd dans-spor á dópbælinu Spotlight og komst svo sannarlega í tæri við minn innri homma.
kannski ég noti tækifærið og þakki honum Vigni fyrir farið heim, því ég efast um að ég hefði getað staulast þangað sjálf. hehe.
uh....
allavega

fimmtudagur, ágúst 15, 2002

hohoho!
ég er prentari!!!
ég sem hélt ábiggilega að ég væri screensaver eða eitthvað. breytist í fallega mynd þegar fólk er ekki endalaust að jagast í mér.. hmmm. jagast.... ætti ég kannski að fá mér Jagermaster fyrir helgina? kannski verð ég leið á bjór...
je ræt, eins og það myndi gerast. nei, eiginlega ekki.

What part of a computer are you?

Take the quiz here!
jæja... styttist óðum í helgina. mikið held ég að verði gaman hjá mér um þessa helgi. mikið held ég að ég eigi eftir að drekka mikinn bjór um þessa helgi. og tala ógeðslega mikið. enþað er svossem líka bara gaman. :) æj, ég þarf að hringja í jón marínó og láta hann laga bogann minn, svo ég geti nú skilað gullinu henni stefáníu boganum sínum sem ég fékk lánaðan hér um árið. je.
það voru kökur með kaffinu í dag hér á skjaló, Björk átti afmæli, eða á afmæli, það er víst ennþá dagurinn í dag... ógeðslega góð súkkulaði kaka og ekki var rjóminn vondur. hehe :) og svo þetta þrusugóða rækjusalat líka. enda er ég farin að þrusa á fullu nú þegar. það er alfeg ótrúlegt hvað sjávarafurðir virðast ALLTAF lykta illa....

miðvikudagur, ágúst 14, 2002

hehehe!
ég er kúl kind!





Which flock do you follow?

this quiz was made by alanna



étiði þetta!
aftur er ég sest við síimann á skjaló og búin að setja mig í stellingar til að ljúga að því aumingjans fólki sem dirfist til að hringja og spyrja um eitthvað eða eftir einhverjum....
hohoho

þriðjudagur, ágúst 13, 2002

í er í
ö er ö
þ er þ
jæja... er að passa símann á skjaló, þangað til klukkan verður hádegi, mjög smart.
eða ekki. eins og ég er símafælin. ég þoli ekki þegar síminn hringi. en ég næ nú oftast að redda mér útúr þessu öllusaman, annað hvort með góðri lygi eins og ... "því miður er hann/hún/þau/allir á fundi" , "þú hefur hringt í vitlaust númer, lúser!" (svo tek ég símann úr sambandi), "ég er nú bara að leysa af, geturu hringt eftir hádegi" og fleira í þeim dúr, eða þá ég bara stama eitthvað hræðilega asnalegt og fólk skellir á í fýlu eða segir "jæja..... alltí lagi góða mín."
en mér finnst þetta nú bara vel af mér vikið...

mánudagur, ágúst 12, 2002

komin aftur á blogg dauðans í góðum fíling.
haldiði ekki bara að hún adda í næsta bás sé bara komin með nýja tölvu, en EKKI ég, nú verður bara allt sett á fullt og mafían leggst öll sem eitt á ´það að redda mér nýrri tölvu... bíðiði bara!
sko!