þriðjudagur, ágúst 13, 2002

jæja... er að passa símann á skjaló, þangað til klukkan verður hádegi, mjög smart.
eða ekki. eins og ég er símafælin. ég þoli ekki þegar síminn hringi. en ég næ nú oftast að redda mér útúr þessu öllusaman, annað hvort með góðri lygi eins og ... "því miður er hann/hún/þau/allir á fundi" , "þú hefur hringt í vitlaust númer, lúser!" (svo tek ég símann úr sambandi), "ég er nú bara að leysa af, geturu hringt eftir hádegi" og fleira í þeim dúr, eða þá ég bara stama eitthvað hræðilega asnalegt og fólk skellir á í fýlu eða segir "jæja..... alltí lagi góða mín."
en mér finnst þetta nú bara vel af mér vikið...

Engin ummæli: