föstudagur, ágúst 30, 2002

já GVUUUUUUÐ!!!
ég á eftir að skrifa hér svakalega lofsræðu um hann elsku, sæta, besta, fallega, myndarlega, hæfileikaríka, hugvitsama, aðdáunarverða, geislandi-a og huggulega vin minn Eyjólf , sem af mikilli og velþekktri gjafmildi sinni og fórnfýsi, bauð mér í mat á þriðjudagskvöldið. móðir hans, hin Yndisfríða og velmegnandi Ingibjörg, hafði að kunnri snilld sinni eldað gómsætar kjötbollur og karpellur og þetta líka ÞVÍLÍKA góða sallat, sem mig dreymir ennþá um á kvöldin.
þvílíkt kvöld!
þvílíkur matur!
þvílíkt fólk!
svo fékk ég líka kampavín.
ÞVÍLÍKT KAMPAVÍN!!!
svo fengum við eftirrétt sem jah... ég held ég hafi bara ekki taugar til að lýsa honum hér fyrir fólki.
þvíííííílíkur eftirréttur.
og ís.
mmmmm.

Engin ummæli: