mánudagur, september 02, 2002

nammi namm.
svo virðist sem ég sé alltaf í matarboðum. það er samt ekki svo.
en í gær var ég í mat hjá henni Ellu Völu vinkonu minni á Klapparstígnum. mikið skelfingar ósköp var gaman.
jesús!
ég held ég hafi bara sjaldan skemmt mér jafn vel í matarboði. það var drukkið ótæpilega með forréttinum, aðalréttinum, eftirréttinum og kaffinu, að ógleymdu öllu því sem var sturtað í sig milli rétta.
DJ Svafa í góðum fíling, sá um að rokka vel og rappa með, og svei mér þá ef fleiri en einn og fleiri en tveir læddust út á dansgólfið í villtum trylltum dansi.
þarna var margt um manninn, þótt svo að sumir týndu tölunni þegar á leið, en svoleiðis er það nú bara. fólk er mismikið áhugasamt um að skemmta sér í góðra vina hópi.
jamm og jájá.

Engin ummæli: