föstudagur, ágúst 23, 2002

já svo var ég að spá.
sko með samkynhneigð.... ókei, ég veit ég er með þetta á heilanum núna, en sko. er þetta bara ekki svipað og að vera ljóshærður?
maður er bara ljóshærður, ef maður er ljóshærður. og sama þótt þú litir á þér hárið tvisvar í viku alla ævi og eyðir í það miklum tíma og fyrirhöfn, þá ertu alltaf innst inni ljóshærður og það er EKKERT sem þú getur gert í því.
nema vera bara ljóshærður og það er nú aldeilis gaman. hérna um daginn fékk fólk sem ég þekki frítt í bíó, því það var ljóshært.
stundum fæðist samt fólk með annan háralit, heldur en það er með. ég var t.d. með hvítt hár þangað til ég var 4ja ára. dagga systir var sköllótt og ási bróðir var rauðhærður fyrsta árið....
En svona "too sum it up"....þótt ég sé dökkhærð og ánægð með það, þá gæti nú alltaf verið gaman að fá sér eins og nokkrar ljósar strípur endrum og eins.
hmm. :)
jájá.
æj, ég vona að ég verði núekki myrt út af þessu skriferíi mínu.... :p sumt "ljóshært" fólk getur verið svo ansi tötsí...
en svo er nottla til ljóshært samkynhneigt fólk, og vá.... þá ertu í heví pakka.

Engin ummæli: