föstudagur, júní 26, 2009

fríííí

ekki einsog ég hafiverið á milljón síðustu daga/vikur/mánuði, en nú erum við jónsæti að fara í frí! :D yay! fengum lánaðan sumarbústað í Brekkuskógi.
vegna innbrotsþjófa ætla ég ekki að segja hversu lengi, en vá hvað ég hlakka til! ætlum meira að segja að drusla aumingja Óskari með okkur. sá verður hress :)
fyndið hvað manni dettur alltaf í hug svo ótrúlega margt sem væri sniðugt að gera í sumarbústað, eins og það væri ekki hægt að byrja prjóna peysu/sokka/kjól/pils heima hjá sér líka... en aðalmarkmið ferðarinnar er að verða mellu-fær á harmónikkuna. HELL YEAH! er meira að segja búin að kaupa mér kennslubók þess efnis.
L8R!

miðvikudagur, júní 24, 2009

gott á þau

í gær bjó ég til kjúklingarétt og ákvað að nota lúkurnar til að krydda herlegheitin. þannig að í dag er ég gul á puttunum eins og einhver stór-smóker með nikótíngulu. aaagalega smart.
svo snúsaði ég til 11.
það tekur svo sannarlega á að vera komin í vinnu sem þó byrjar reyndar ekki fyrr en í ágúst.
annars var ég að hneykslast á fréttunum þar sem eitthvað fólk var að tapa sér yfir því að börnin þeirra voru ekki tekin inn í Verzló eða MR. eða eitthvað, ég nennti ekki að hlusta nógu vel. einhversstaðar las ég þó að "fjölskyldan öll væri í rosalegu sjokki" og "þyrfti á áfallahjálp"...
kannski spurning um að krakkagreyið hafi þurft á smá "áfalli" til að fá allavega pínku skammt af raunveruleika. ekki að ég sé að mæla með áföllum fyrir almenning, en úrvinnslan er það sem gerir okkur að því sem við erum.
hmm.. trikkí.

en ég get allavega sagt það, með sanni, að þó það hafi ekki endilega litið þannig út þá (og hreint út sagt ALLS ekki, ætlaði að hætta og drama, grenjaði í viku.... you get the picture), að fallið á öðru árinu mínu í birm var það BESTA sem hefur komið fyrir mig á námsferlinum.
ó já.
kenndi mér hluti sem ég hefði aldrei getað lært á neinn annan hátt. og varð til þess að ég æfði mig eins og fáráðlingur í heilt sumar :)
talandi um það... Walton æfir sig ekki sjálfur
x

föstudagur, júní 19, 2009

kvennadagurinn!


til hamingju hreðjaleysingar!
ég ákvað að taka þennan mikla baráttudag í það að ryksuga og skúra stofuna. jesús minn.
held við höfum ekki skúrað stofuna síðan við fluttum (2 ár). sem er auðvitað eitthvað sem maður ætti alls ekki að blogga um, enda viðbjóður að skúra svona sjaldan. en eins og samgólfefningar mínir með dúk vita, þá skiptir það litlu hvort maður skúri eða ekki.
dúkur lítur alltaf út eins og dúkur.
alltaf.
svo er það einnig núna... en ég get samt sagt með miklu stolti að hann sé skúraður. óje!
góðu, ef ekki bara Bestu fréttir dagsins/vikunnar/mánaðarins/ársins eru hins vega þær að mér var boðin 70% staða við Tónlistarskóla (wait for it...) Akraness! YAAAAAAY!! no more atvinnuleysi! húrra!
alfeg best í heimi, enda fór ég strax inná Schott og keypti útlenskar kennslubækur sem mig hefur alltaf langað í oghindemithsónötuafþvímérfinnstégeigaþaðskilið.

annað í sambandi við konudaginn og tiltekt, þá tók ég stóra teppið í stofunni og henti á snúrurnar á svölunum. og lamdi það. eftir 5 mínútna barning kom enn jafn mikið ryk úr því. alfeg svolítið mikið ryk ogég nýkomin úr sturtu. aldrei hélt ég að mér myndi langa í svona asnalegan teppaspaða úr basti... svona kemur nú margt manni oft á óvart.
oh jæja. :)
svo er von á löggiltum víóluleika í mat... dagurinn gæti nú bara varla orðið betri :D

miðvikudagur, júní 17, 2009

óje!

gleðilegan 17. júní!
þvílíkt stuð. er hérna í rólegheitunum inní GESTAherberginu að hlusta á einhverja valsa í sjónvarpinu. menningin í hámarki. GESTURINN kemur og fer. sem er ágætt, ekki nenni ég að vera með einhverja dagskrá... GESTrisnin semsagt í algjöru hámarki :) en svona í alvöru talað, hversu mikið leggur maður á sig fyrir tvítuga stelpu sem hefur yfirlýstan engan áhuga á manni?
hmmm
en er samt hægt að vera gestrisinn með ákveðnum forsendum? er það ekki þversögn?
er svona að pæla í þessu, jájá.

vikan er búin að vera ÆÆÆÆÐISLEG. kammermúsíknámskeiðið hjá Sibba var svo geggjað mig langar næstum til að grenja. ég hef persónulega aldrei spilað á jafn háum standard og í gærkvöldi þegar lokatónleikarnir voru. en það var ekkert af því að ég sjálf ME ME ME ME (sagt með söngvara röddu) hefði verið svona agalega klár, heldur vorum við sem kvartett búin að æfa svo þétt saman að við náðum einhvernvegin að pumpa okkur öll upp um þónokkur sæti.
sem var osom.
og þrátt fyrir að allir nema fyrsta fiðlan væru svo að segja að brjálast á fyrstu fiðlunni þar sem hann gat aldrei hundskast til að mæta á réttum tíma.... "its been a problem all my life"... uh, hvernig væri þá að nota það sem eftir er af því til að taka á því?
oh jæja, hann var góður strákur samt og hörku spilari.

svo er bara að fara að undirbúa sig fyrir leikinn... s.s. ná mér í kodda og hlýtt teppi. namm. :)

fimmtudagur, júní 04, 2009

aaawww

ég ætlaði að skrifa langan pistil um það hversu mér er illa við mótórhjól, með rökfærslum og allt, ekki bara svona blaður. en svo var ég að æfa bach og er komin á þvílíkt gáfulegt umburðarlyndarský. er eitthvað magnaðara en Bach? (bannað að segja Mozart!)

svo er að kíkja á einkunnirnar úr KHÍ... vonum að prófyfirfarendur hafi verið jafn umluktir umburðarlyndi :/

þriðjudagur, júní 02, 2009

fyrir þá sem voru í vafa og hugðu á eigin prófun: "smoothie" úr gúrku og papriku er viðbjóður.
kæra systir, takk fyrir góðar ráðleggingar, það var að vísu ögn fljótlegar að koma 300 grömmum af grænmeti ofan í mig en... jah....

húrra fyrir því

fyrsti einkanemandinn kom í tíma áðan. það gekk bara rosalega vel. fannst mér allavega :) náði allavega að troða uppá hana nokkrum víbrató æfingum og hóta öllu illu myndi hún ekki æfa sig.
ó je.

annars er önnur vika danska kúrsins byrjuð. sú fyrsta gekk bara nokkuð vel svona framan af... það er náttúrulega óhæfa að ætla að vera á einhverjum kúr þegar dóttir mesta grillmeistara hafnarfjarðar býður manni í veislu í föðurhúsum.

svo er að byrja á nýju prógrammi... tónleikarnir á föstudaginn gengu bara nokkuð vel sko. allavega er ég algjörlega tilbúin og sátt við að skella Hindemith elskunni minni uppí hillu. svo er bara bíða spennt eftir seinni hluta sendingarinnar frá Boosey og Hawkes :D fátt sem gleður tónlistarnörda meira en nýjar nótur, híhí.