þriðjudagur, maí 26, 2009

Dagur tvö

jæja, þá er ég við það að hlaða ofan í mig 300 grömmum af rófu. hljómar auðvelt?
its not.
en nú er ég s.s. búin að vera í meira en sólarhring á danska kúrnum og hugsa nær stanslaust um nammi. eins gott þessir masókistar banni manni ekki að drekka kaffi, ég hefði ekkert til að lifa fyrir!
hmm... ástæða fyrir offitu númer eitt komin í ljós.

5 ummæli:

drekinn sagði...

Mér finnst rófur reyndar ekki svo spes. Alla vega ekki heitar eða stappaðar! Hvunnin ertu að eta þínar? Sjitttttt ef kaffi væri bannað í heiminum! Ekki myndi aldeilis EKKI lifa það af!
En hvenær kemur annars næsta fjölskyldu videoið???????????????

tóta sagði...

mér finsnt þær líka vondar soðnar... borða þær bara hráar. þess vegna tók það líka sovna langan tíma! hélt ég myndi drepast í túllanum að tyggja þetta. afsakið BRYÐJA þetta :p næsta vídjó í bígerð, þarf að sleikja fýluna úr kettinum, hann fékk sko NOKKRAR rækjur um daginn. ekki sáttur að fá ekki fulla skál (sem hann myndi by the way æla af).

Nafnlaus sagði...

mamma fór á þennan kúr og hætti svo eftir 3 vikur - áður en hún dræpi pabba úr vondu skapi (hennar sko, ekki hans, hann var ekkert að borða þetta).

Nafnlaus sagði...

jahá... gott þegar koma svona uppbyggjandi komment..!

en gerðu eins og ég sagði þér, mixaðu þetta í drasl skelltu þessu í glas og drekktu :) tekur engan tíma :)
Svo er líka ROSALEGA gott að búa til svona grænmetissúpu... bara grænmeti og vatn og tómatpúrru (ekki kaupa frá Hunts því hún er með svo miklum sykri... Euroshopper er hreinust.. bilívit or not) svo bara kryddaru með ferskum kryddjurtum.. algjör snilld:)

hlakka til á friday :)

kv.
Dagga sys

Unknown sagði...

Mér þykir þú dugleg og er viss um að þú drepur engan úr geðvonsku. Mín reynsla er að afsykrun tekur svona 10 daga, eftir það hætta sykurhugsanir mestmegnis að heltaka mann og geðheilsan batnar. Gangi þér vel ljúfan mín :)