hvað er í gangi?
í fyrradag dreymdi mig að ég væri að spila á tónleikunum hennar eydísar og á milli kafla í brahms stoppar hún geðveikt lengi til að spyrja mig hvort það sjáist nokkuð of mikið í annað lærið á henni. og ég var í einhverju panikk að reyna að koma henni um skilning um það að lærið væri kannski ekki aðalatriði þessa tónleika.
svo dreymdi mig í gær að ég væri að fara að spila á tónleikum með orkester norden, átti í rauninni að vera komin upp á svið, en fann hvorki víóluna mína né svörtu tónleikafötin mín. ég gerði mér samt grein fyrir því að mig væri að dreyma vegna þess að ég var alltaf að segja við sjálfa mig að þetta væri bara draumur þannig að ef ég óskaði mér þess nógu heitt myndi ég finna víóluna mína.
svo keyrir nú allt um þverbak í nótt þegar mig dreymdi að ég var á hótelherbergi, sem var samt eiginlega hluti af skólagörðunum í Birmingham, og ég var þar með zach úr boston legal. Gaaaaamall gæji með hvítt hár og gamall. hann var samt eiginlega jónsæti og í appelsínugulu prjónavesti. agalega spes. svo er ég eitthvða frammi í stressi, orðin of sein í eitthvða og ble, kem inní herbergi og þá hafa tveir mongólítarkomist inn í herbergið og annar farið ða spila eitthvða á víóluna mína með þeim afleiðingum að stóllinn var brotinn. mongólítinn varð geðveikt leiður að hafa eyðilagt víóluna og fór að gráta svo ég var ekkert reið,en var samt rosalega stressuð vegna þess að ég átti núna eftir ða gera við víóluna OG fara í sturtu og var orðin allt of sein með allt.
spurning um aðvera heima í næstu viku bara, undir sæng?
þar sem bullið nær yfirhendinni oftar en þig grunar // the blabbering blob
sunnudagur, mars 29, 2009
föstudagur, mars 27, 2009
mamma mín kom í heimsókn með kryddbrauð. það var gott. namm.
annað sem er ekki alfeg jafn namm er að ég var næstum alfeg búin að klára einn sokk. vantar svona 10 umferðir til að ná að loka tánni og garnið var búið.
garnið er svo líka búið í euro-pris búðinni sem ég keypti það í. og vingjarnlegi maðurinn þar (sem bæði bauð góðan daginn og brosti!) sagði mér það að þetta væri EIN af þeim vörum sem þeir vita ekkert um. á faktískt séð að vera "á leiðinni" og/eða "í pöntun" en meira gat hann ekki sagt.
spurning um að þrauka og GEYMA sokkdrusluna eða bara rekja hana upp og gera barnavettlinga?
annað sem er ekki alfeg jafn namm er að ég var næstum alfeg búin að klára einn sokk. vantar svona 10 umferðir til að ná að loka tánni og garnið var búið.
garnið er svo líka búið í euro-pris búðinni sem ég keypti það í. og vingjarnlegi maðurinn þar (sem bæði bauð góðan daginn og brosti!) sagði mér það að þetta væri EIN af þeim vörum sem þeir vita ekkert um. á faktískt séð að vera "á leiðinni" og/eða "í pöntun" en meira gat hann ekki sagt.
spurning um að þrauka og GEYMA sokkdrusluna eða bara rekja hana upp og gera barnavettlinga?
miðvikudagur, mars 25, 2009
SCOOOOOREEE!
fann oní kassa tvo diska, euro 1 og euro 2. hugsaði með mér: "oj enn eitt asnalegt tölvuforrit frá jónisæta sem ekkert er hægt að gera við og gerir ekkert nema safna ryki og vera fyrir mér (ofaníkössum)." en ákvað samt að skella þeim í tölvuna og sjá hvort það væri eitthvað á þeim... svona rétt áður en ég myndi þeyta þeim í ruslið.
haldiði hvað?!
þetta voru 2 diskar með EUROVISION LÖGUM!
svo núna er ég hérna í góðum fíling að hlusta á smelli eins og "gente di mare", "A-Ba-Ni-Bi" að algjörlega ógleymdum gleðibankanum :) svona eru nú gamlir kassar oft skemmtilegir. jæja nú þarf ég að fara að læra. er að búa til nemanda.
er að spá í "grænleitt litarhaft" og "áberandi útstæð augu"... yes?
haldiði hvað?!
þetta voru 2 diskar með EUROVISION LÖGUM!
svo núna er ég hérna í góðum fíling að hlusta á smelli eins og "gente di mare", "A-Ba-Ni-Bi" að algjörlega ógleymdum gleðibankanum :) svona eru nú gamlir kassar oft skemmtilegir. jæja nú þarf ég að fara að læra. er að búa til nemanda.
er að spá í "grænleitt litarhaft" og "áberandi útstæð augu"... yes?
laugardagur, mars 21, 2009
hversu ógeðslega kúl er....
... þessi gaur!?
ég myndi segja mjög kúl.
fyrir þá sem ekki vita þá var ég að fá harmónikku :) hún er sem betur fer ekki svona stór.
ég myndi segja mjög kúl.
fyrir þá sem ekki vita þá var ég að fá harmónikku :) hún er sem betur fer ekki svona stór.
föstudagur, mars 13, 2009
Frú tóta :)
jæja það kom það því :)
ekki bara gifti ég mig, heldur er ég líka farin að blogga um það. yay!
en það er svossem ekkert hægt að lýsa þessum degi, hann var svo æðislegur í allastaði. hefði ekki viljað breyta NEINU!
vííí.
það eru komnar nokkrar vel valdar myndir inná www.ljosmyndari.com, album og bls. 2 -> brúðkaup tótu og nonna, en þið verðið að senda mér email og biðja um passwordið, hmoooha ho ho ho! hann heitir bytheway Siggi ljósmyndarinn og er aaaalgjör snillingur. :D
mánudagur, mars 02, 2009
allt að koma
dagarnir líða án þess að maður panti það, sem er nú eitthvað annað en flest annað sem þarf að gera. annars gengur það bara ágætlega, er meira að segja búin að hringja nokkur símtöl. ok kannski ekki nokkur.
jónsæti er reyndar laaaaaasinn sem er sorglegt og sefur eins og lasinn einstaklingur uppí rúmi. ég þykist ekki hafa tíma til að leggja mig, er samt svo mygluð og þreytt að ég get ekki gert neitt af viti.
systur mínar 2/3 kíktu í heimsókn ásamt handhafa sameiginlegs Y-litningis okkar á laugardaginn og það var mikið skemmtilegra en að fá konuna frá orkuveitunni sem kom fimmtudaginn á undan því. en við systur ákváðum að taka eina photo-session, sem er klassík og ALLTAF jafn fyndin og skemmtileg. komumst að því (aftur) að við erum ógeðslega sætar.
svo (góð tímasetning) er ég forfallin í photoshop og windows movie maker næstum því uppúr þurru. á að gera "stuttmynd" í skólanum og ákvað ða gera músíkvídeó við dúett úr óperunni Lakmé. já ÞANN dúett. hann er bara fallegastur í heimi, alfeg sama hvað er búið að auglýsa mikinn klósettpappír með honum. svo var ég að skoða myndir á netinu og fannst þær allar svo ljótar að ég er búin að teikna þetta allt. svo er skannerinn bilaður svo að ég er búin að þurfa að taka myndir af öllum teikningunum. spes. samt búið að ganga nokkuð vel. hendi sýnishorni hingað við tækifæri.
jæja, best að fá sér ristað brauð og pespí.
hin tilvonandi.
jónsæti er reyndar laaaaaasinn sem er sorglegt og sefur eins og lasinn einstaklingur uppí rúmi. ég þykist ekki hafa tíma til að leggja mig, er samt svo mygluð og þreytt að ég get ekki gert neitt af viti.
systur mínar 2/3 kíktu í heimsókn ásamt handhafa sameiginlegs Y-litningis okkar á laugardaginn og það var mikið skemmtilegra en að fá konuna frá orkuveitunni sem kom fimmtudaginn á undan því. en við systur ákváðum að taka eina photo-session, sem er klassík og ALLTAF jafn fyndin og skemmtileg. komumst að því (aftur) að við erum ógeðslega sætar.
svo (góð tímasetning) er ég forfallin í photoshop og windows movie maker næstum því uppúr þurru. á að gera "stuttmynd" í skólanum og ákvað ða gera músíkvídeó við dúett úr óperunni Lakmé. já ÞANN dúett. hann er bara fallegastur í heimi, alfeg sama hvað er búið að auglýsa mikinn klósettpappír með honum. svo var ég að skoða myndir á netinu og fannst þær allar svo ljótar að ég er búin að teikna þetta allt. svo er skannerinn bilaður svo að ég er búin að þurfa að taka myndir af öllum teikningunum. spes. samt búið að ganga nokkuð vel. hendi sýnishorni hingað við tækifæri.
jæja, best að fá sér ristað brauð og pespí.
hin tilvonandi.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)