mánudagur, september 01, 2008

já sææll

já fínt.
eins og venjulega þegar ég finn fyrir vott af stressi (sem gerist sirka einu sinni á 10 árum) þá hreinlega missi ég meðvitund og er þar af leiðandi búin að sofa í næstum allan dag. erum að tala um DAGINN sem átti þvílíkt að nota til sveittra æfinga og hreinsa upp ALLA óhreina staði í nokkrum huggulegum verkum sem þarf að spila á miðvikudaginn fyrir flokk fólks.
oh jæja.
ég reyndar fór í ræktina í morgun með madam Rosenkjær, svo ég get ekki verið algjörlega óánægð. svo vaskaði ég líka upp.
og tók til í stofunni.

átökunarfælni?
ó je.

annað í fréttum er að ég fitnaði svo mikið á spáni að ég kemst bara í náttfötin mín. þannig að það er bannað að halda að ég sé geðveik ef þið sjáið mig útá götu í skrítinni múnderingu. :)

Engin ummæli: