þar sem bullið nær yfirhendinni oftar en þig grunar // the blabbering blob
sunnudagur, mars 11, 2007
hversu lengi getur ÞÚ haldið niður í þér andanum?
hjásvæfa mín síðustu 3 mánuði er á leið í mjög hættulega aðgerð.
Aumingja, elsku Eybjörn Ýri er á leiðinni í þvottavélina. sem leiðir af sér tvennt óskemmtilegt fyrir mig. 1) ég þarf að stela mýkingarefni af einhverjum sambýling mínum og 2) ég á örugglega ekki eftir að sofna.
ég ég ég! hversu sjálfselsk get ég orðið, vorkenna mér á meðan þessi loðni lover þarf að vera 20 mínútur inní blikkboxi sem snýst mjög hratt og er fullt af sápu og vatni!
kannski ætti ég að skella á hann sundgleraugu?
en allavega!
allir að hugsa hlýtt og þurrt til Bjössa litla.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli