sumum kann að þykja þetta litla fréttir, en ég veit að aðrir eru búnir að bíða spenntir eftir afspurnum af þessari nýju flík sem ég er í núna.
þannig er mál með vexti að í Danmörku fjárfesti ég í nýjum nærbuxum. og ekki bara einum, ég gerði þau góðu kaup í H&M að kaupa 3 saman í pakka (hvítar, bleikar, appelsínugular). fyrsta notkun var með afspyrnum góð, sérstaklega í ljósi þess að vikuna á undan hafði ég gengið í handþvegnum nærbuxum, sem er alls ekki jafn huggulegt og maður myndi ætla. þó svo að mjög góð kona hafi lánað mér sérstaklega til þess gert handþvottakrem.
svo beið ég spennt eftir að fyrsti þvottur var á enda.
og viti menn, þær eru eins og nýjar og röknuðu hvorki upp né minnkuðu, urðu skringilega á litinn eða afmyndaðar að einhverju leyti.
þannig að nú hef ég heitið sjálfri mér því að í næstu ferð minni í H&M skipti ég nærbuxnalagernum mínum COMPLETE út fyrir þessar gæða brækur.
tah tha
Engin ummæli:
Skrifa ummæli