föstudagur, maí 27, 2005

heyrðu mig nú?!

ég var að vona að ALLIR myndu taka sig til og kommenta eins og þeir ættu lífið að leysa um það hversu ó-hrokafull ég sé og ég sé í rauninni vanmetinn snillingur.
hrumpf.
en jæja. bleikur veit þá ausan dettur í brunninn.
en annars er ég nokkuð hress á því. held reyndar ég hafi náð að móðga heilan hóp af tónóíreykjavík-fólki sem stóð fyrir utan ísbúð. einn þeirra meira aðsegja í grímubúning. ætlaði að spjalla og vera með almenn almennilegheit, en svo var ég bara svo svöng ég óð inní "hamborgara og thai grill böðvars*" til að panta mér að borða.
en svona er þetta.
thai maturinn kostaði 580 (thai núðlur í grænmeti og kjúkling) og var eiginlega ekki krónu meira virði. en hvorugt okkar fékk niðurgang, útbrot eða taugaveiki svo þetta er bara nokkuð vel sloppið.
rokkedí rokk.


*ég er ekki viss um að hann heitir böðvar, en það er bara svo töff að eiga hamborgara og thai búllu og heita böðvar

Engin ummæli: