fimmtudagur, febrúar 24, 2005

reykjavík-hveragerði-stokkseyri

árborg liggur nú við fætur mína. spilaði í gær á stórkostlegum tónleikum á Stykkishólmi í því mæta húsi Hólmaröst. eða eitthvað svoleiðis, man aldrei nöfn sem ekki enda á enni (n). eins og tildæmis Jón og Þórunn.
þar spiluðu líka 3 lúðrasveitir.
ég hef bara eitt að segja við lúðrasveit selfoss.... nei best að sleppa því, fólk gæti farið að segja ég væri vond og leiðinleg, árásargjörn, feit og illa til höfð. maður lendir sko í ýmsu ef maður er með kjaft útí lúðrasveitir, svo mikið hef ég lært á ævinni. en ég fékk, einna fyrst allra að sjá nýja húsið þeirra Gumma og Gretu í Hveragerði. það er geðveikt og mér var boðið í party.
sem verður haldið þegar gummi er búin að:
mála öll loftin... Aftur
smíða eldhúsinnréttingu
setja nýtt gólf á sólstofuna
taka einhvern pall úr loftinu
kaupa sófasett
taka uppúr kössum og
hreinsa heitapottinn
ég bíð engu að síður mjööööög spennt eftir þessu partýi aldarinnar.
annars kom mér á óvart hvað Hveragerði erí rauninni bara næs pleis og miklumiklu nær reykjavík en maður ímyndaði sér.
aftur á móti er Selfoss það ljóstasta bæli sem ég hef komið í/ekið gegnum á ævinni og vil helst aldrei koma þangað aftur. en ég fór í kaupfélagið, sem heitir núna Nóatún og keypti geðveikt flotta límmiða sem ég ætla að setja á umslög til fólks.
ef ég færi nú í einhverri brjálsemi að skrifa bréf.

en nú er ég farin uppá efri hæð að ná mér í kaffi og sódavatn.

Engin ummæli: